Hnotubrjótarnir (2009-11)

Tvíeykið Hnotubrjótarnir starfaði í raun ekki sem hljómsveit þótt það kæmi reyndar einu sinni fram opinberlega en um var að ræða tónlistarsamstarf þeirra Heimis Más Péturssonar og Þórs Eldon, þeir sendu frá sér eina plötu. Heimir Már hafði verið í tónlist á sínum yngri árum og starfað þá með hljómsveitinni Reflex sem keppti í fyrstu…

Homo and the sapiens (2011-17)

Hljómsveitin Homo and the sapiens var um skeið eins konar húshljómsveit á Ob-la-di-ob-la-da við Frakkastíg en sveitin ku mestmegnis hafa leikið þar tónlist frá bítlaárunum, sveitin lék þó þar ekki eingöngu. Homo and the sapiens virðist hafa starfað á árunum 2011 til 2017 en gæti þó auðvitað hafa verið til lengur, átta laga skífan Fyrir…

Homo and the sapiens – Efni á plötum

Homo and the sapiens – Fyrir Braga Útgefandi: Jón Magnús Einarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2022 1. Apart 2. Sad and lonely 3. Beer 4. Bitch 5. Early spring 6. Restless soul 7. Sweet song 8. Too late Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Hnotubrjótarnir – Efni á plötum

Hnotubrjótarnir – Leiðin til KópaskersÚtgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM162CD Ár: 2011 1. Tíminn líður 2. Vor í Vaglaskógi 3. Sjáðu heiminn 4. Ef þú ferð í dag 5. Að takmörkuðu leyti 6. Myrkir atburðir 7. Herra konungur 8. Ástin er 9. Hér er ég 10. Taka fjögur Flytjendur: Heimir Már Pétursson – söngur Þór Eldon – gítar, hljómborð og forritun Vilberg…

Holiday foster (1985)

Þegar kántríhátíð var haldin í Kántrýbæ á Skagaströnd sumarið 1985 var kántrídúett auglýstur þar sem skemmtiatriði undir nafninu Holiday Foster, þar væri um að ræða tvo söngvara og hljóðfæraleikara af höfuðborgarsvæðinu og annar þeirra væri reyndar fæddur í „villta vestrinu“ í Bandaríkjunum eins og það var orðið – frekari upplýsingar er ekki að finna um…

Hollívúdd (2004)

Hljómsveit sem hlaut nafnið Hollívúdd (Hollywood) starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 2004, herjaði að einhverju leyti á ballmarkaðinn um sumarið og sendi frá sér lag á safnplötu. Hollívúdd kom fram á sjónarsviðið um vorið 2004, lék þá á Gauki á Stöng en þar kom leikarinn og söngvarinn Björgvin Franz Gíslason fram með sveitinni. Í…

Haraldur (2007)

Hljómsveit frá Selfossi gekk undir nafninu Haraldur, hún starfaði fyrr á þessari öld og lék það sem skilgreint hefur verið sem amerískt háskólarokk. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Sveinn Steinsson bassaleikari og Ásgeir Hólm Júlíusson trommuleikari. Þannig skipuð fór Haraldur í Músíktilraunir 2004 og 2007 en komst ekki áfram í úrslit…

Holmes (1999)

Holmes var skammlíf fönkhljómsveit sem starfaði haustið 1999 en nafn sveitarinnar á sér væntanlega skírskotun til klámmyndaleikarans John Holmes, sveitin virðist aðeins hafa leikið á einum tónleikum á skemmtistaðnum Glaumbar við Tryggvagötu. Meðlimir Holmes voru þeir Þorsteinn Sigurðsson saxófónleikari, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Ólafur Hólm trommuleikari og Ingi Skúlason bassaleikari.

Homebreakers (2003-05)

Hljómsveit sem bar nafnið Homebreakers starfaði um skeið á höfuðborgarsvæðinu og lék í nokkur skipti opinberlega á árunum 2003 til 2005, sveitin sem að megninu til var skipað konum lék það sem skilgreint var sem kvennakántrí en svo mun finnskur tangó hafa tekið yfir. Meðlimir Homebreakers voru þau Olga [?] hljómborðsleikari, Riina Finnsdóttir gítarleikari, Elín…

Hommagormar og hippar í handbremsu (1989-90)

Á Húsavík starfaði í kringum 1990 rokksveit sem bar nafnið það sérstæða heiti Hommagormar og hippar í handbremsu en um það leyti stóð yfir nokkuð öflug pönkrokkvakning ungs tónlistarfólks fyrir norðan með heilmiklu tónleikahaldi á Akureyri og Húsavík sem leiddi af sér fjölda hljómsveita og kynslóð sem hefur síðan verið áberandi í íslenskri tónlist. Hommagormar…

Hommar (2009)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Hommar var starfrækt árið 2009 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún hafði þá verið starfandi. Meðlimir Homma voru allir Þingeyingar sem höfðu verið í sveitum eins og Ljótu hálfvitunum, Innvortis og fleiri böndum en það voru þeir Arngrímur Arnarson trommuleikari, bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir sem léku líklega á…

Homoz with tha homiez (2004)

Hljómsveitin Homoz with tha homiez (einnig ritað Homos and the homies) starfaði í nokkra mánuði árið 2004 og lék þá í nokkur skipti opinberlega á höfuðborgarsvæðinu – m.a. í tengslum við Gleðigönguna, sveitin var líklega cover band og er í fjölmiðlum sögð leika hip hop skotið þjóðlagapopp. Homoz with tha homiez hafði einhverjar rætur í…

Síðasta lag fyrir fréttir [annað] – Efni á plötum

Síðasta lag fyrir fréttir – ýmsir (x2) Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 107 Ár: 1993 1. Kristján Kristjánsson – Sáuð þið hana systur mína 2. Kristján Kristjánsson – Minning 3. Sigurður Birkis – Sofðu unga ástin mín 4. Sigurður Birkis – Taktu sorg mína 5. Guðrún Ágústsdóttir, Útvarpskórinn og útvarpshljómsveitin – Ave María (úr Dansinn í…

Afmælisbörn 29. janúar 2025

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og átta ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…