Afmælisbörn 28. febrúar 2025

Afmælisbörnin eru átta á þessum degi: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er sjötíu og átta ára gömul í dag. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni og…

Afmælisbörn 27. febrúar 2025

Glatkistan hefur í dag að geyma fjögur afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur…

Housebuilders (1997-)

Hljómsveitin Housebuilders er líklega það sem kalla mætti safnplötuband en sveitin hefur sent frá sér fjölda laga svo gott sem eingöngu á safnplötum en á árunum 1997 til 2002 komu á annan tug laga út með sveitinni á slíkum plötum, þar voru bæði frumsamin lög og endurhljóðblandanir á eldri lögum en Housebuilders sem er danstónlistarsveit…

Hounds (1967-70)

Unglingahljómsveitin Hounds starfaði í Vestmannaeyjum undir lok sjöunda áratugarins og gerðist reyndar svo fræg að leika uppi á meginlandinu einnig. Hounds var stofnuð árið 1967 og mun hafa gengið undir nafninu Opera í upphafi, meðlimir sveitarinnar voru þeir Birgir Þór Baldvinsson trommuleikari og söngvari, Hafsteinn Ragnarsson gítarleikari, Hafþór Pálmason gítarleikari og Reynir Carl Þorleifsson bassaleikari,…

Hot spring serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Hot spring – ýmsir Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 467 Ár: 2010 1. Dikta – From now on 2. For a minor reflection – Dansi dans 3. Jón Jónsson – Lately 4. Lay Low – By and by 5. Hjálmar – Taktu þessa trommu 6. Klassart – Gamli grafreiturinn 7. Dísa ásamt Hjálmum – Anniversary 8.…

Hot spring serían [safnplöturöð] (2010-15)

Hot spring safnplötuserían var samstarfsverkefni útgáfufyrirtækisins Senu, Icelandair og tónlistar.is og var viðleitni þeirra til að koma nýrri og nýlegri íslenskri tónlist á framfæri til erlendra ferðamanna því auk þess sem plötur seríunnar voru seldar í almennum plötuverslunum voru þær einnig á boðstólum í flugvélum Icelandair. Fyrsta platan kom út árið 2010 og bar einfaldlega…

Housebuilders – Efni á plötum

Selma Björnsdóttir – Respect yourself [ep] Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: Spor 200 Ár: 2000 1. Respect yourself 2. Respect yourself (Housebuilders radio mix) 3. Hitgirl (2000 album version) 4. All the wrong people (2000 album version) 5. Respect yourself (Housebuilders club mix (radio edit)) 6. Respect yourself (Housebuilders club mix) Flytjendur: Selma Björnsdóttir – söngur Þorvaldur…

Hólabrekkubandið / Hólahrollurinn (1981-82)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit eða jafnvel tvær sveitir sem störfuðu innan Hólabrekkuskóla. Önnur þeirra mun hafa borið nafnið Hólahrollurinn og starfaði líklega veturinn 1981 til 82, hin mun hafa gengið undir nafninu Hólabrekkubandið og flutti m.a söng sem kallaður var Breiðholtslagið, opinberlega við eitthver tækifæri – hugsanlegt er að um sömu sveit sé…

Hó! (1995)

Hljómsveit sem virðist hafa leikið eingöngu á pöbbum á suðvesturhorninu var starfræktur haustið 1995 og gekk undir nafninu Hó! Um var að ræða dúett frá Grindavík og lék hann m.a. á Hafurbirninum í bænum en einnig á höfuðborgarsvæðinu, að minnsta kosti á Feita dvergnum. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hó!, meðlimi dúettsins og hljóðfæraskipan…

Hólm 4 (1991)

Djassbræðingssveit sem bar nafnið Hólm 4 var meðal atriða á auglýstri dagskrá Rúrek djasshátíðarinnar vorið 1991 en sveitin kom þó líklega aldrei fram á hátíðinni. Hólm 4 skipuðu þeir Ólafur Hólm trommuleikari, Stefán Hjörleifsson gístarleikari, Úlfar Haraldsson bassaleikari og Atli Örvarsson hljómborðsleikari, og munu þeir hafa æft í nokkrar vikur en svo hætt störfum.

Hólmfríður Benediktsdóttir (1950-)

Hólmfríður Benediktsdóttir hefur sett mikinn svip á tónlistarstarf í S-Þingeyjarsýslum síðustu áratugina, bæði sem söngkona og kórstjórnandi en hún hefur stjórnað ógrynni kóra af ýmsu tagi, einkum barnakórum í gegnum tíðina. Hólmfríður Sigrún Benediktsdóttir er fædd 1950 – hún er Húsvíkingur að uppruna en fór suður til Reykjavíkur, fyrst í kennara- og tónmenntakennaranám og svo…

Hólmavíkursystur (?)

Óskað er eftir upplýsingum um svokallaðar Hólmavíkursystur sem mun hafa verið sönghópur kvenna sem söng á opinberum vettvangi og við ýmis tækifæri. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan sönghóp, hvorki stærð hans eða hvenær hann starfaði, og hvað þá hverjar skipuðu hann en upplýsingar þess eðlis má senda Glatkistunni, með fyrirfram þökkum.

Valium (2001-02)

Óskað er eftir upplýsingum um unglingahljómsveit í Vestmannaeyjum sem gekk undir nafninu Valium en þessi sveit hafði verið stofnuð upp úr annarri sveit, Pink out líklega rétt fyrir áramótin 2001-02. Valíum mun hafa leikið á tónlistarhátíðinni Allra veðra von í janúar 2002. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hversu lengi hún…

Valíum (2002-03)

Trúbadorarnir Hjörtur Geirsson og Haraldur Davíðsson starfræktu í upphafi aldarinnar dúett sem þeir kölluðu Valíum. Valíum starfaði á árunum 2002 og 2003 og léku þeir félagar mestmegnis á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu s.s. á Langabar og Ara í Ögri en þeir munu einnig hafa leikið einhverju sinni í Ólafsvík.

Afmælisbörn 26. febrúar 2025

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Það er fiðluleikarinn Björn Ólafsson sem átti þennan afmælisdag en hann lést árið 1984. Björn (f. 1917) er talinn meðal frumkvöðla í íslensku tónlistarlífi að mörgu leyti, hann hafði numið hér heima af Þórarni Guðmundssyni en fór síðan til Austurríkis í framhaldsnám og var alltaf ætlunin…

Afmælisbörn 25. febrúar 2025

Á þessum degi eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorsteinn Eggertsson textaskáld, teiknari og tónlistarmaður er áttatíu og þriggja ára gamall í dag, þekktastur er hann fyrir textagerð sína, einkum frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann samdi ógrynni dægurlagatexta sem flestir þekkja enn í dag en þar má nefna Slappaðu af, Ég elska alla og…

Afmælisbörn 24. febrúar 2025

Fimm afmælisbörn eru skráð á þessum degi: Engilbert Jensen söngvari og trommuleikari er áttatíu og fjögurra ára gamall en hann eru auðvitað þekktastur sem söngvari Hljóma, Trúbrota og Ðe lónlí blú bojs. Lög á borð við Bláu augun þín, Heim í Búðardal og Leyndarmál eru öllum kunn. Hann var einnig í öðrum sveitum sem gerðu…

Afmælisbörn 23. febrúar 2025

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Baldvin Kristinn Baldvinsson baritónsöngvari og bóndi er sjötíu og fimm ára í dag. Hann er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) en þeir gáfu út plötu árið 1986, en einnig hefur Baldvin sungið einsöng með karlakórnum Hreimi á plötum sem kórinn hefur gefið út. Eftir Baldvin (sem er…

Afmælisbörn 22. febrúar 2025

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtíu og fimm ára í dag en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar…

Rykfall – ný breiðskífa Myrkva

Myrkvi sendir í dag frá sér breiðskífuna Rykfall sem er þriðja skífa sveitarinnar. Myrkvi er hugarfóstur tónlistarmannsins Magnúsar Arnar Thorlacius og áður höfðu komið út Reflections (2020) og Early warning (2023) sem hann hafði unnið í samstarfi við Yngva Rafn Garðarsson Holm. Rykfall er hins vegar unnin af Magnúsi einum og er eins og segir…

Afmælisbörn 21. febrúar 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Magnús Kjartan Eyjólfsson fagnar fjörutíu og tveggja ára afmæli sínu á þessum degi en hann er líklega þekktastur sem brekkusöngvari og trúbador, Magnús Kjartan hefur einnig verið söngvari og gítarleikari Stuðlabandsins og starfað með hljómsveitum eins og Oxford, Moðhaus, Lokbrá, Kántrýsveitinni Klaufum og fleiri sveitum. Arnþór…

Afmælisbörn 20. febrúar 2025

Afmælisbörn dagsins eru sex talsins á þessum degi: Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona er sjötíu og sex ára gömul í dag. Hún nam söng við Tónlistarkóla Kópavogs og síðar í Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki og þegar hún kom heim að námi loknu hóf hún að kenna söng auk þess að syngja, bæði opinberlega og á plötum.…

Hótel Björninn [tónlistartengdur staður] (1928-50)

Hótel Björninn í Hafnarfirði var vinsæll skemmtistaður en dansleikir voru haldnir þar á tuttugu ára tímabili, frá því fyrir 1930 og líklega allt til 1950. Á stríðsárunum var reyndar talað um staðinn sem alræmda búllu. Ágúst Flygenring kaupmaður í Hafnarfirði hafði látið byggja húsið árið 1906 og gekk það iðulega undir nafninu Flygenringhús framan af…

Hots (1939-40)

Hljómsveit starfaði á Siglufirði árin 1939 og 1940 undir nafninu Hots en var líklega sama sveit og kölluð var Holtshljómsveitin. Þessi hljómsveit lék á einum af þeim veitinga- og skemmtistöðum sem buðu upp á dansleiki á síldarárunum á Siglufirði þar sem blómlegt en um leið svalltengt dansleikjahald átti sér stað, ekki liggur fyrir hvar þessi…

Hornaflokkur Þingeyrar (1910-13)

Hornaflokkur var starfræktur á Þingeyri um þriggja ára skeið að minnsta kosti, á árunum 1910 til 13. Flokkurinn mun hafa verið stofnaður 1910 en stærsta verkefni hans var að leika á hátíðarhöldum í tengslum við aldar afmæli sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar sumar 1911 en þá var reistur minnisvarði um hann á Rafnseyri (Hrafnseyri) við Arnarfjörð þar…

Hornsteinar (1984-85)

Veturinn 1984-85 var haldin hljómsveitakeppni í Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu og meðal hljómsveita þar var sveit frá Höfn í Hornafirði sem gekk undir nafninu Hornsteinar. Hljómsveitin var skipuð þeim Birni Heimi Viðarssyni söngvara, Kristjáni Heiðari Sigurðssyni hljómborðsleikara, Friðrik Ingvaldssyni gítarleikara og Jóni Þorvarðarsyni [trommuleikara?]. Ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfaði.

Hornstrandir (2002)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Hornstrandir og starfaði hugsanlega á Akranesi eða nágrenni árið 2002. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Hornsteina, starfstíma og annað sem heima ætti í umfjöllun um sveitina – myndefni væri einnig vel þegið.

Hostile (2004-08)

Hljómsveitin Hostile starfaði í nokkur ár upp úr síðustu aldamótum og lék á fjölmörgum tónleikum meðan hún starfaði, sveitin skildi eftir sig demósmáskífu með þremur lögum. Hostile var stofnuð líklega 2004 en það ár hóf hún að koma fram á tónleikum um haustið. Sveitin lék rokk í þyngri kantinum en hér vantar upplýsingar um nánari…

Hostile – Efni á plötum

Hostile – [demo] [ep] Útgefandi: Hostile Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2007 1. Spiral 2. Ad infinitum 3. Abject failure Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Horver – Efni á plötum

Gallerý krúnk – ýmsir [snælda] Útgefandi: Gallerý krúnk Útgáfunúmer: gk-3 Ár: 1991 1. Drulla – Væntumþykja 2. Drulla – Hestar 3. Drulla – Drullustuð 4. Drulla – Hellisheiði 5. Drulla – Límið á Hlemmi 6. Drulla – Fuck the imperialistic attitude 7. Horver – Horköggull 8. Horver – Kamarinn 9. Horver – Vetur 10. Horver – Hæ pabbi…

Horver (1991)

Óskað er eftir upplýsingum um pönkdúett sem gekk undir nafninu Horver en sveitin átti fimm lög á safnkassettunni Gallery Krunk sem kom út haustið 1991. Fyrir liggur að Ingirafn Steinarsson og Páll Tryggvi Karlsson voru meðlimir sveitarinnar en einnig gæti Óskar Ellert Karlsson hafa verið viðloðandi hana. Svo virðist sem sveitin hafi aldrei komið fram…

Hot ice [2] [útgáfufyrirtæki] (1980-82)

Útgáfufyrirtæki mun hafa verið starfandi, eitt eða tvö undir nafninu Hot Ice – annars vegar er um að ræða Hot Ice dótturfyrirtæki Steina sem Steinar Berg Ísleifsson hugðist stofna í Bretlandi til að sinna útrás íslenskra tónlistarmanna, hins vegar útgáfufyrirtæki sem stofnað var og starfrækt í Svíþjóð undir sama nafni um svipað leyti. Hugsanlegt er…

Hot spring (2010-11)

Rokksveit ungra tónlistarmanna úr Þorlákshöfn kepptu vorið 2011 í Músíktilraunum undir nafninu Hot spring en varð ekki svo fræg að komast í úrslit tilraunanna. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurjón Óli Arndal Erlingsson gítarleikari og söngvari, Ragnar Már Þorvaldsson bassaleikari, Arnór Bragi Jóhannsson gítarleikari og söngvari og Bergsveinn Hugi Óttarsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar…

Hot n’sweet (1998-2003)

Pöbbasveitin Hot n‘sweet starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót en sveitin lék víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og reyndar landsbyggðina líka, sýnu mest þó á Kringlukránni. Hot n‘sweet (einnig ritað Hot ‘n‘ sweet, Hot & sweet og Hot and sweet) var stofnuð árið 1998 og var líklega lengst af dúett en virðist hafa…

Hot and sweet (1997)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði hugsanlega á Akureyri haustið 1997 undir nafninu Hot and sweet en sveitin lék þá þrjú kvöld í miðri viku á veitingahúsinu Ráðhúskaffi á Akureyri, nokkuð öruggt er að ekki er um að ræða dúett / hljómsveit sem starfaði sunnan heiða litlu síðar undir nafninu Hot n‘sweet en…

Afmælisbörn 19. febrúar 2025

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Hanna Steina (Jóhanna Steinunn) Hjálmtýsdóttir söngkona fagnar sextíu og þriggja ára afmæli í dag. Eins og flestir vita er hún dóttir Hjálmtýs Hjálmtýssonar söngvara og þ.a.l. systir Páls Óskars og Diddúar en hún hefur sungið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal eru…

Afmælisbörn 18. febrúar 2025

Glatkistan hefur að þessu sinni þrjú afmælisbörn á skrá: Halldór Haraldsson píanóleikari er áttatíu og átta ára gamall í dag. Hann nam hér heima og í London, hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennt á píanó í og gegnt stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, gegnt ábyrgðarstörfum fyrir FÍT og önnur félagssamtök hér heima og erlendis svo…

Afmælisbörn 17. febrúar 2025

Í dag eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Magnús Ólafsson skemmtikraftur og söngvari (Bjössi bolla) er sjötíu og níu ára gamall á þessum degi. Tónlistarferill Magnúsar er mun stærri en fólk gerir sér almennt fyrir, hann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni söngvara gaf út tvær plötur undir nöfnum Hurðaskellis og Stúfs (og reyndar eina til sem…

Afmælisbörn 16. febrúar 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Björn Thoroddsen gítarleikarinn kunni er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi. Björn er upphaflega úr Hafnarfirðinum og var þar í fjölmörgum hljómsveitum áður en hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í gítarleik. Um það leyti er hann kom heim aftur sendi hann frá sér sína fyrstu plötu…

Afmælisbörn 15. febrúar 2025

Í dag eru afmælisbörnin fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Hörður Bragason organisti er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Þó að hann sé fyrst og fremst þekktur í dag sem organisti og undirleikari lék hann með ýmsum þekktum og óþekktum hljómsveitum á árum áður. Þeirra á meðal má nefna orgelkvartettinn Apparat, Bruna BB,…

Afmælisbörn 14. febrúar 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Jón Ingi Valdimarsson bassaleikari Greifanna frá Húsavík er sextugur í dag og fagnar því stórafmæli. Jón Ingi hefur verið í Greifunum frá upphafi en sveitin gekk fyrst undir Special treatment nafninu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Víkingur nam í Bandaríkjunum og…

Afmælisbörn 13. febrúar 2025

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Aðalsteinn Ísfjörð (Sigurpálsson) harmonikkuleikari og múrarameistari hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2022. Aðalsteinn sem var Húsvíkingur kom víða við á sínum ferli sem harmonikkuleikari, gaf út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og lék með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna…

Hornaflokkur Vestmannaeyja (1904-09 / 1911-16)

Saga lúðrasveita í Vestmannaeyjum er býsna löng en þar hafa verið starfandi ótal lúðrasveitir í gegnum tíðina með mislöngum hléum inni á milli. Fyrst slíka sveit sinnar tegundar í Eyjum var stofnuð í upphafi 20. aldarinnar og starfaði í um tólf ár, reyndar þó ekki alveg samfleytt. Það var Brynjólfur Sigfússon sem átti heiðurinn að…

Hornaflokkur norðursins (1989)

Svo virðist sem lítil lúðrasveit sem hlaut nafnið Hornaflokkur norðursins hafi verið sett saman sérstaklega saman til að leika við opnun Kirkjulistaviku á Akureyri vorið 1989 en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hér er því óskað eftir þeim upplýsingum.

Hornaflokkur Kópavogs – Efni á plötum

Einn tveir, einn tveir, einn tveir þrír fjór –ýmsirÚtgefandi: Lista- og menningarráð Kópavogs  Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1987 1, Skólahljómsveit Kópavogs – Hogans heroes march 2. Skólahljómsveit Kópavogs – Brúin yfir Kwai fljótið 3. Skólahljómsveit Kópavogs – Rock around the clock 4. Skólahljómsveit Kópavogs – Bilboard march 5. Skólahljómsveit Kópavogs – Prúðuleikararnir 6. Skólahljómsveit Kópavogs – Cotton King…

Hornaflokkur Kópavogs (1974-93)

Hornaflokkur Kópavogs starfaði um tveggja áratuga skeið undir stjórn Björns Guðjónssonar, sveitin lék líklega á nokkur hundruð tónleikum og öðrum samkomum hér á landi og erlendis auk þess að koma við sögu á plötum. Björn Guðjónsson hafði stjórnað Skólahljómsveit Kópavogs frá stofnun hennar 1966 en hún var skipuð börnum og unglingum á grunnskólaaldri, þegar meðlimir…

Hornaflokkur Odds Björnssonar (1987-88)

Oddur Björnsson básúnuleikari stjórnaði lítilli blásarasveit sem lék á uppákomum fyrir jólin 1987 og 1988 í miðbæ Reykjavíkur, undir nafninu Hornaflokkur Odds Björnssonar. Engar upplýsingar er að finna hverjir skipuðu hornaflokkinn aðrir en Oddur en óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan tónlistarhóp.

Hornaflokkur Tónmenntaskólans á Akureyri (1992-94)

Lítil lúðrasveit var starfandi innan Tónmenntaskólans á Akureyri en ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi hún starfaði þó, hún var stofnuð fljótlega eftir að Tónmenntskólinn á Akureyri var settur á laggirnar í upphafi árs 1992 og starfaði að minnsta kosti fram á vorið 1994. Sveitin sem gekk undir nafninu Hornaflokkur Tónmenntaskólans á Akureyri, var allan…

Hornaflokkur Seyðisfjarðar (1976-77)

Hornaflokkur Seyðisfjarðar starfaði veturinn 1976-77 undir stjórn Gylfa Gunnarssonar sem þá var skólastjóri tónlistarskólans á Seyðisfirði. Engar frekari upplýsingar er að finna um starfsemi sveitarinnar, þó liggur fyrir að þeir Magnús Einarsson, Ólafur Már Sigurðsson og Gísli Blöndal voru meðal meðlima hennar og að sveitin lék ásamt fleirum á jólatónleikum í bænum. Glatkistan óskar eftir…