Hopeless regret (2004)

Hljómsveitin Hopeless regret var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2004 en sveitin var fimm manna skipuð meðlimum á fermingaraldri. Meðlimir Hopeless regret voru bræðurnir Ásgeir Orri gítarleikari og Pálmi Ragnar trommuleikari Ásgeirssynir, Óskar Magnússon gítarleikari, Gunnar Már Þorleifsson söngvari og Loftur Einarsson bassaleikari. Sveitin sem sögð var leika melódískt harðkjarnarokk komst ekki í úrslit…

Hooker swing (2005-09)

Subburokksveitin Hooker swing starfaði á árunum 2005 til 2009 á höfuðborgarsvæðinu, líklega í Hafnarfirði og lék töluvert á tónleikum og öðrum tónlistartengdum uppákomum á þeim tíma svo sem á Iceland Airwaves, X-mas tónleikum X-sins, Innipúkanum og á Grandrokk, Gauknum og víðar. Hooker swing var líklega fimm manna sveit en ekki liggja fyrir nöfn allra meðlima…

Honzby (1991)

Hljómsveitin Honzby var eins konar pönkrokksveit starfandi á Húsavík árið 1991 en meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum, reyndar markar þessi sveit upphaf hljómsveitaferla þeirra en þeir eiga þó mis stóran tónlistarferil að baki sem inniheldur hljómsveitir á borð við Skálmöld, Innvortis og Ljótu hálfvitana svo fáein dæmi séu nefnd. Meðlimir Honzby voru þeir Arngrímur…

Honey cake (1983)

Dúettinn Honey cake starfaði um skamma hríð árið 1983 í Kópavogi en kom aldrei fram opinberlega. Sveitin var skipuð þeim fóstbræðrum Steini Skaptasyni söngvara og bassaleikara (sem stjórnaði jafnframt trommuheila) og Kristni Jóni Guðmundssyni söngvara. Þeir félagar höfðu starfað áður saman undir nafninu Stífgrím kombóið en þeir áttu svo litlu síðar einnig eftir að starfrækja…

Hornafjarðargengið (1993)

Hljómsveit, væntanlega einhvers konar djasshljómsveit, kom fram á Djasshátíðinni á Egilsstöðum sumarið 1993 undir nafninu Hornafjarðargengið. Sveitin hefur augljóslega verið frá Höfn í Hornafirði og kom fram í dagskrá djasshátíðarinnar en einnig mun hún hafa leikið á dansleik sem haldin var að hátíðinni lokinni, og með henni sex söngvarar. Allar upplýsingar vantar hins vegar um…

Hor [3] (2008)

Haustið 2008 lék pönksveit að nafni Hor á Dillon við Laugaveg. Óskað er eftir upplýsingum um þessa hljómsveit, fjölda meðlima, nöfn þeirra og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem heima ætti í umfjöllun um sveitina.

Hor [1] (?)

Heimildir herma að Björk Guðmundsdóttir hafi starfað í hljómsveit sem bar nafnið Hor en hún mun þá hafa verið mjög ung. Hér er óskað eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, hvenær hún starfaði og hversu lengi.

The Hope (1987-88)

Hljómsveitin The Hope starfaði við Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri á árunum 1987 til 88 en hún hafði verið stofnuð þar að áeggjan Guðmundar Óla Sigurgeirssonar kennara sem hafði þá séð um að hljóðkerfi var keypt við skólann. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi þeir Hjörtur Freyr Vigfússon trommuleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson bassaleikari og Frosti Jónsson…

Hornafélag Keflavíkur (1910-14)

Lítil lúðrasveit starfaði í Keflavík á öðrum áratug síðustu aldar undir nafninu Hornafélag Keflavíkur en stofnandi og forsprakki þess var Vilhjálmur Kristinn Hákonarson kaupmaður. Vilhjálmur hafði komið til Keflavíkur frá Ameríku árið 1908 þar sem hann hafði þá dvalið um nokkurt skeið og leikið með stórri lúðrasveit, hann hafði hug á að stofna til slíkrar…

Hljómsveit Hana nú (1985-86)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Hana nú starfaði innan félagsskapar undir þessu sama nafni (Hana nú) en um var að ræða frístundarklúbb fólks eldra en fimmtíu ára sem starfaði um heillangt skeið í Kópavogi, svo virðist sem hljómsveitin hafi starfað að minnsta kosti á árunum 1985 og 86 en upplýsingar þ.a.l. eru af skornum…

Afmælisbörn 5. febrúar 2025

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) á sjötíu og fimm ára afmæli í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda.…