Hornaflokkur Vestmannaeyja (1904-09 / 1911-16)

Saga lúðrasveita í Vestmannaeyjum er býsna löng en þar hafa verið starfandi ótal lúðrasveitir í gegnum tíðina með mislöngum hléum inni á milli. Fyrst slíka sveit sinnar tegundar í Eyjum var stofnuð í upphafi 20. aldarinnar og starfaði í um tólf ár, reyndar þó ekki alveg samfleytt. Það var Brynjólfur Sigfússon sem átti heiðurinn að…

Hornaflokkur norðursins (1989)

Svo virðist sem lítil lúðrasveit sem hlaut nafnið Hornaflokkur norðursins hafi verið sett saman sérstaklega saman til að leika við opnun Kirkjulistaviku á Akureyri vorið 1989 en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hér er því óskað eftir þeim upplýsingum.

Hornaflokkur Kópavogs – Efni á plötum

Einn tveir, einn tveir, einn tveir þrír fjór –ýmsirÚtgefandi: Lista- og menningarráð Kópavogs  Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1987 1, Skólahljómsveit Kópavogs – Hogans heroes march 2. Skólahljómsveit Kópavogs – Brúin yfir Kwai fljótið 3. Skólahljómsveit Kópavogs – Rock around the clock 4. Skólahljómsveit Kópavogs – Bilboard march 5. Skólahljómsveit Kópavogs – Prúðuleikararnir 6. Skólahljómsveit Kópavogs – Cotton King…

Hornaflokkur Kópavogs (1974-93)

Hornaflokkur Kópavogs starfaði um tveggja áratuga skeið undir stjórn Björns Guðjónssonar, sveitin lék líklega á nokkur hundruð tónleikum og öðrum samkomum hér á landi og erlendis auk þess að koma við sögu á plötum. Björn Guðjónsson hafði stjórnað Skólahljómsveit Kópavogs frá stofnun hennar 1966 en hún var skipuð börnum og unglingum á grunnskólaaldri, þegar meðlimir…

Hornaflokkur Odds Björnssonar (1987-88)

Oddur Björnsson básúnuleikari stjórnaði lítilli blásarasveit sem lék á uppákomum fyrir jólin 1987 og 1988 í miðbæ Reykjavíkur, undir nafninu Hornaflokkur Odds Björnssonar. Engar upplýsingar er að finna hverjir skipuðu hornaflokkinn aðrir en Oddur en óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan tónlistarhóp.

Hornaflokkur Tónmenntaskólans á Akureyri (1992-94)

Lítil lúðrasveit var starfandi innan Tónmenntaskólans á Akureyri en ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi hún starfaði þó, hún var stofnuð fljótlega eftir að Tónmenntskólinn á Akureyri var settur á laggirnar í upphafi árs 1992 og starfaði að minnsta kosti fram á vorið 1994. Sveitin sem gekk undir nafninu Hornaflokkur Tónmenntaskólans á Akureyri, var allan…

Hornaflokkur Seyðisfjarðar (1976-77)

Hornaflokkur Seyðisfjarðar starfaði veturinn 1976-77 undir stjórn Gylfa Gunnarssonar sem þá var skólastjóri tónlistarskólans á Seyðisfirði. Engar frekari upplýsingar er að finna um starfsemi sveitarinnar, þó liggur fyrir að þeir Magnús Einarsson, Ólafur Már Sigurðsson og Gísli Blöndal voru meðal meðlima hennar og að sveitin lék ásamt fleirum á jólatónleikum í bænum. Glatkistan óskar eftir…

Hornaflokkur Selfosskirkju (1963)

Svo virðist sem lítil blásarasveit hafi verið sett saman sumarið 1963 undir nafninu Hornaflokkur Selfosskirkju, til að leika við vígslu Skálholtskirkju sem þá fór fram en sveitin var þar meðal tónlistarflytjenda. Engar heimildir er að finna um hverjir skipuðu Hornaflokk Selfosskirkju en hér er giskað á að þarna hafi verið á ferð meðlimir úr Lúðrasveit…

Hornaflokkur Ólafs (1986-87)

Hornaflokkur Ólafs var söngkvartett sem kom fram á innanbúðarskemmtun hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga í upphafi árs 1986, hér er ekki um að ræða blásarasveit eins og nafnið gæti gefið til kynna. Meðlimir Hornaflokks Ólafs voru þau Eiríkur Örn Hreinsson, Einar Örn Einarsson, Ingibjörg Marteinsdóttir og Stefanía Valgeirsdóttir en undirleikari þeirra á framangreindri skemmtun var Guðni…

Hornaflokkur Akureyrar [1] (1893-1900)

Magnús Einarsson tónlistarfrömuður á Akureyri stofnaði fyrstu lúðrasveitina sem starfaði þar í bænum en hún gekk undir nafninu Hornaflokkur Akureyrar. Hornaflokkur Akureyrar var stofnaður árið 1893 en mun reyndar ekki hafa tekið til starfa fyrr en sumarið eftir þegar Magnús kom frá vetrardvöl í Kaupmannahöfn þar sem hann lagði stund á tónlistarnám, og hafði þá…

Homooo orrhgon (1997)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit eða flytjanda sem gekk undir nafninu Homooo orrhgon en sveitin sendi frá sér samnefnda þriggja laga smáskífu árið 1997 á purpurarauðum vínyl. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan flytjanda og er því óskað eftir þeim hér með. Efni á plötum

Afmælisbörn 12. febrúar 2025

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma fagnar stórafmæli dagsins en hann er fimmtugur á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni…