Hornaflokkur Selfosskirkju (1963)

Svo virðist sem lítil blásarasveit hafi verið sett saman sumarið 1963 undir nafninu Hornaflokkur Selfosskirkju, til að leika við vígslu Skálholtskirkju sem þá fór fram en sveitin var þar meðal tónlistarflytjenda. Engar heimildir er að finna um hverjir skipuðu Hornaflokk Selfosskirkju en hér er giskað á að þarna hafi verið á ferð meðlimir úr Lúðrasveit…

Hornaflokkur Ólafs (1986-87)

Hornaflokkur Ólafs var söngkvartett sem kom fram á innanbúðarskemmtun hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga í upphafi árs 1986, hér er ekki um að ræða blásarasveit eins og nafnið gæti gefið til kynna. Meðlimir Hornaflokks Ólafs voru þau Eiríkur Örn Hreinsson, Einar Örn Einarsson, Ingibjörg Marteinsdóttir og Stefanía Valgeirsdóttir en undirleikari þeirra á framangreindri skemmtun var Guðni…

Hornaflokkur Akureyrar [1] (1893-1900)

Magnús Einarsson tónlistarfrömuður á Akureyri stofnaði fyrstu lúðrasveitina sem starfaði þar í bænum en hún gekk undir nafninu Hornaflokkur Akureyrar. Hornaflokkur Akureyrar var stofnaður árið 1893 en mun reyndar ekki hafa tekið til starfa fyrr en sumarið eftir þegar Magnús kom frá vetrardvöl í Kaupmannahöfn þar sem hann lagði stund á tónlistarnám, og hafði þá…

Homooo orrhgon (1997)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit eða flytjanda sem gekk undir nafninu Homooo orrhgon en sveitin sendi frá sér samnefnda þriggja laga smáskífu árið 1997 á purpurarauðum vínyl. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan flytjanda og er því óskað eftir þeim hér með. Efni á plötum

Afmælisbörn 12. febrúar 2025

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma fagnar stórafmæli dagsins en hann er fimmtugur á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni…

Afmælisbörn 11. febrúar 2025

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengd tónlistargeiranum: Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er sextíu og sex ára í dag. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs,…

Afmælisbörn 10. febrúar 2025

Tvö afmælisbörn koma við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar séu tíndar…

Afmælisbörn 9. febrúar 2025

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sjötíu og tveggja ára í dag. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni,…

Afmælisbörn 8. febrúar 2025

Afmælisbörnin eru fimm talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sjötugur í dag en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað – tónlistarnörd…

Afmælisbörn 7. febrúar 2025

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Bonfires – ný smáskífa frá The Sweet Parade

Hljómsveitin The Sweet Parade hefur sent frá sér nýja smáskífu en hún ber titilinn Bonfires. The Sweet Parade er einstaklings verkefni tónlistarmannsins Snorra Gunnarssonar sem hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi síðustu áratugina en hann hefur m.a. starfað með hljómsveitum eins og Soma, Stolið og Fjöll (Slow mountains). Snorri hefur starfrækt The Sweet Parade…

Afmælisbörn 6. febrúar 2025

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og sjö ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Hopeless regret (2004)

Hljómsveitin Hopeless regret var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2004 en sveitin var fimm manna skipuð meðlimum á fermingaraldri. Meðlimir Hopeless regret voru bræðurnir Ásgeir Orri gítarleikari og Pálmi Ragnar trommuleikari Ásgeirssynir, Óskar Magnússon gítarleikari, Gunnar Már Þorleifsson söngvari og Loftur Einarsson bassaleikari. Sveitin sem sögð var leika melódískt harðkjarnarokk komst ekki í úrslit…

Hooker swing (2005-09)

Subburokksveitin Hooker swing starfaði á árunum 2005 til 2009 á höfuðborgarsvæðinu, líklega í Hafnarfirði og lék töluvert á tónleikum og öðrum tónlistartengdum uppákomum á þeim tíma svo sem á Iceland Airwaves, X-mas tónleikum X-sins, Innipúkanum og á Grandrokk, Gauknum og víðar. Hooker swing var líklega fimm manna sveit en ekki liggja fyrir nöfn allra meðlima…

Honzby (1991)

Hljómsveitin Honzby var eins konar pönkrokksveit starfandi á Húsavík árið 1991 en meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum, reyndar markar þessi sveit upphaf hljómsveitaferla þeirra en þeir eiga þó mis stóran tónlistarferil að baki sem inniheldur hljómsveitir á borð við Skálmöld, Innvortis og Ljótu hálfvitana svo fáein dæmi séu nefnd. Meðlimir Honzby voru þeir Arngrímur…

Honey cake (1983)

Dúettinn Honey cake starfaði um skamma hríð árið 1983 í Kópavogi en kom aldrei fram opinberlega. Sveitin var skipuð þeim fóstbræðrum Steini Skaptasyni söngvara og bassaleikara (sem stjórnaði jafnframt trommuheila) og Kristni Jóni Guðmundssyni söngvara. Þeir félagar höfðu starfað áður saman undir nafninu Stífgrím kombóið en þeir áttu svo litlu síðar einnig eftir að starfrækja…

Hornafjarðargengið (1993)

Hljómsveit, væntanlega einhvers konar djasshljómsveit, kom fram á Djasshátíðinni á Egilsstöðum sumarið 1993 undir nafninu Hornafjarðargengið. Sveitin hefur augljóslega verið frá Höfn í Hornafirði og kom fram í dagskrá djasshátíðarinnar en einnig mun hún hafa leikið á dansleik sem haldin var að hátíðinni lokinni, og með henni sex söngvarar. Allar upplýsingar vantar hins vegar um…

Hor [3] (2008)

Haustið 2008 lék pönksveit að nafni Hor á Dillon við Laugaveg. Óskað er eftir upplýsingum um þessa hljómsveit, fjölda meðlima, nöfn þeirra og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem heima ætti í umfjöllun um sveitina.

Hor [1] (?)

Heimildir herma að Björk Guðmundsdóttir hafi starfað í hljómsveit sem bar nafnið Hor en hún mun þá hafa verið mjög ung. Hér er óskað eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, hvenær hún starfaði og hversu lengi.

The Hope (1987-88)

Hljómsveitin The Hope starfaði við Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri á árunum 1987 til 88 en hún hafði verið stofnuð þar að áeggjan Guðmundar Óla Sigurgeirssonar kennara sem hafði þá séð um að hljóðkerfi var keypt við skólann. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi þeir Hjörtur Freyr Vigfússon trommuleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson bassaleikari og Frosti Jónsson…

Hornafélag Keflavíkur (1910-14)

Lítil lúðrasveit starfaði í Keflavík á öðrum áratug síðustu aldar undir nafninu Hornafélag Keflavíkur en stofnandi og forsprakki þess var Vilhjálmur Kristinn Hákonarson kaupmaður. Vilhjálmur hafði komið til Keflavíkur frá Ameríku árið 1908 þar sem hann hafði þá dvalið um nokkurt skeið og leikið með stórri lúðrasveit, hann hafði hug á að stofna til slíkrar…

Hljómsveit Hana nú (1985-86)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Hana nú starfaði innan félagsskapar undir þessu sama nafni (Hana nú) en um var að ræða frístundarklúbb fólks eldra en fimmtíu ára sem starfaði um heillangt skeið í Kópavogi, svo virðist sem hljómsveitin hafi starfað að minnsta kosti á árunum 1985 og 86 en upplýsingar þ.a.l. eru af skornum…

Afmælisbörn 5. febrúar 2025

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) á sjötíu og fimm ára afmæli í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda.…

Afmælisbörn 4. febrúar 2025

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö afmælisbörn í dag: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir tónlistar- og fjöllistakona er fjörutíu og sex ára gömul í dag. Hún hefur haslað sér völl sem myndlistamaður m.a. með myndasögum sínum (Lóaboratoríum) en er þekktari í tónlistarbransanum sem söngkona og annar stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast, sem hefur gefið út nokkrar breiðskífur. Þá hefur…

Afmælisbörn 3. febrúar 2025

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Flautuleikarinn Guðrún S. Birgisdóttir er sextíu og níu ára gömul í dag. Guðrún nam flautuleik hjá Manuelu Wiesler hér heima áður en hún fór í framhaldsnám í Noregi og Frakklandi þar sem hún lauk einleikaraprófi, en hún starfaði í París í fáein ár áður en hún kom heim…

Afmælisbörn 2. febrúar 2025

Í dag er einn tónlistarmaður á lista yfir afmælisbörn dagsins: Magnús Baldvinsson söngvari er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hann hefur mestmegnis alið manninn erlendis, einkum í Evrópu hin síðari ár en áður í Bandaríkjunum þar sem hann hafði verið við framhaldsnám í söng. Magnús, sem er bassi sendi árið 1992 frá…

Afmælisbörn 1. febrúar 2025

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…