Hraun [2] (2003-10)

Hljómsveitin Hraun (einnig stundum ritað Hraun!) starfaði um nokkurra ára skeið en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum sem þá voru að skapa sér nafn einnig á öðrum vettvangi – og e.t.v. galt sveitin að einhverju leyti fyrir það. Hraun gaf út nokkrar plötur sem sýndu tvær hliðar á sveitinni, annars vegar grallaraskapinn og léttleikann sem…

Hraun [2] – Efni á plötum

Hraun – Jólaplatan 2003 Útgefandi: Hraun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hraun – [jólaplata] Útgefandi: Hraun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2004 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hraun! – Partýplatan Partý Útgefandi: Hraun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2005 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: …

Hóp (2013)

Dúett úr Kópavogi sem bar nafnið Hóp var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum sem haldnar voru í tónlistarhúsinu Hörpu vorið 2013. Sveitin var skipuð þeim Sævari Loga Viðarssyni sem söng og lék á gítar og tambúrínu og Ólöfu Kolbrúnu Ragnarsdóttur sem annaðist gítar-, klukknaspils- og hristuleik auk þess að syngja. Hóp komst ekki áfram í úrslit…

Hólókaust 2001 – Efni á plötum

Hólókaust 2001 – „A death odyssey [snælda] Útgefandi: Frozen landscape production Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 1. The rain (My tears?) 2. A dream of Armageddon 3. The hellstorm (feed them to the burning fire) 4. Crown of rusty nails 5. A death odyssey Flytjendur: Guðmundur Óli Pálmason (Lord Landi) – trommur, bassi, gítar, slagverk,…

Hólókaust 2001 (2000)

Guðmundur Óli Pálmason trommuleikari (Sólstafir o.fl.) gaf út kassettuna „A death odyssey“ undir aukasjálfinu Hólókaust 2001 árið 2001 og annaðist þar allan hljóðfæraleik sjálfur og söng. Hólókaust 2001 var því fyrst og fremst hljóðversverkefni, að minnsta kosti liggja ekki fyrir upplýsingar um að hann hafi sett saman sveit til að leika opinberlega undir þessu nafni.…

Hópur B (2004)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði árið 2004 og bar nafnið Hópur B, hún starfaði hugsanlega í Kópavogi. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar, starfstíma og annað sem heima ætti í umfjöllun um hana.

Hópreið lemúranna (2008-10)

Hljómsveitin eða tónlistarhópurinn Hópreið lemúranna var sett saman upphaflega fyrir einn viðburð, dagskrá í minningu Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar (1955-98) haustið 2008 en tíu ár voru þá liðin frá andláti hans og um sama leyti kom út heildarsafn ljóða hans – Óður eilífðar. Dagskráin fór fram í Iðnó og þar flutti Hópreið lemúranna ásamt Kór byltingarinnar…

H2O [1] (1987)

Sumarið 1987 lék jasstríó undir nafninu H2O (ekki H20 eins og víða er ritað í heimildum) í fáein skipti á skemmtistaðnum Abracadabra við Laugaveg. Tríóið var skipað þeim Steingrími Guðmundssyni trommuleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara og Richard Korn bassaleikara sem allir eru kunnir tónlistarmenn. H2O virðist ekki hafa verið langlíf hljómsveit.

Hljóðlæti (2003-04)

Hljómsveitin Hljóðlæti (einnig ritað HljóðLæti) af Seltjarnarnesi var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2004 en sveitin hafði þá verið starfandi í ár að minnsta kosti á undan og spilað eitthvað opinberlega. Meðlimir sveitarinnar voru Jón Gunnar Ásbjörnsson gítarleikari, Svavar Þórólfsson gítarleikari, Magnús Ingi Sveinbjörnsson trommuleikari, Guðmundur Gunnlaugsson bassaleikari og Haukur Hólmsteinsson söngvari. Hljóðlæti komust ekki…

Heimska en samt sexý gospelbandið (2010)

Hljómsveit sem bar það einkennilega nafn Heimska en samt sexý gospelbandið var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010 en hafði þar reyndar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í keppninni. Meðlimir sveitarinnar sem var úr Garðabæ, voru þeir Ingi Freyr Guðjónsson söngvari og gítarleikari, Árni Guðjónsson píanóleikari, Arnar Rózenkrans trommuleikari, Arnór Víðisson bassaleikari, Daníel…

H2O [2] (1989)

Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður starfrækti hljómsveit undir nafninu H2O (ekki H20) sumarið og haustið 1989 en um það leyti gaf hann út sólóplötu sem bar titilinn Tryggð og var plötunni að einhverju leyti fylgt eftir með spilamennsku þessarar sveitar með spilamennsku á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu – mest í Firðinum í Hafnarfirði, en einnig lék sveitin…

Halim (2000-01)

Hljómsveitin Halim úr Hafnarfirði vakti nokkra athygli árið 2001 þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna en söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Ragnar Sólberg Rafnsson var jafnframt kjörinn besti söngvari tilraunanna. Aðrir liðsmenn Halim voru þeir Hörður Stefánsson gítarleikari, Sigurður Á. Gunnarsson og Egill Rafnsson trommuleikari bróðir Ragnars en þeir bræður eru synir tónlistarmannsins Rafns Jónssonar…

Afmælisbörn 5. mars 2025

Fjögur afmælisbörn eru skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar Þórunn Björnsdóttir kórstjórnandi og tónmenntakennari fagnar sjötíu og eins árs afmæli í dag en hún er að sjálfsögðu kunnust fyrir störf sín sem stjórnandi Skólakórs Kársnesskóla til margra áratuga. Hún stýrði ennfremur Vallagerðisbræðrum sem var afsprengi kórsins en hefur aukinheldur komið að ýmsum félagsmálum tengt…