Hrefna Tynes (1912-94)

Hrefnu Tynes verður sjálfsagt fyrst og fremst minnst fyrir störf hennar í þágu skáta en hún var einnig texta- og lagahöfundur og reyndar liggja eftir hana tveir textar sem allir Íslendingar þekkja. Hrefna Tynes (fædd Þuríður Hrefna Samúelsdóttir) var fædd í Súðavíkurhreppi fyrir vestan vorið 1912 en flutti með fjölskyldu sinni til Ísafjarðar ung að…

Hraunarar (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem kallaðist Hraunarar en sveitin starfaði í Hafnarfirði snemma vors 1998 og kom þá fram í tengslum við félagsmiðstöðvastarf í Firðinum. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Hraunara, hversu lengi sveitin starfaði og annað sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Hrafnaþing – Efni á plötum

Hrafnaþing – Líkið var dautt [demo] Útgefandi: Hrafnaþing Útgáfunúmer: D1 Ár: 2003 1. minority sucks 2. Call 2 the witches 3. V.P.A. (Mottafokka) 4. Lost 5. Vote farse 6. 3rd world 7. War 8. R.U. do U. Flytjendur: Aðalbjörn Tryggvason – trommur Stefán Jónsson – bassi Steini Dýri [?] – gítar Friðrik Álfur Mánason –…

Hrafnaþing (2003-09)

Hljómsveit sem bar nafnið Hrafnaþing starfaði snemma á þessari öld, líklega á árunum 2003 til 2009 en þó ekki samfleytt. Sveitina skipuðu Friðrik Álfur Mánason (Svarti álfur) söngvari, Aðalbjörn Tryggvason trommuleikari (Sólstafir o.fl.), Stefán Jónsson bassaleikari (Saktmóðigur) og Steini Dýri [?] gítarleikari. Hrafnaþing lék thrash metal og kom fyrst fram opinberlega á tónleikum ásamt fleiri…

Hrafnaspark [2] – Efni á plötum

Hrafnaspark – Hrafnaspark Útgefandi: Sögur útgáfa Útgáfunúmer: CD006 Ár: 2006 1. I’ll see you in my dreams 2. Caravan 3. Artillerie 4. Í hjarta þér 5. Boulervard of broken dreams 6. Söngur jólasveinanna 7. Kjarrvals 8. Við gengum tvö 9. Jósep, Jósep 10. Norskur dans nr. 1 11. J’attendrai 12. Blues clair 13. Sweet Georgia…

Hrafnaspark [2] (2001-18)

Hrafnaspark var svokallað Django djasstríó en tónlistin er kölluð svo eftir Django Reinhardt sem fyrstur kom fram með þá tegund gítardjass eða sígaunadjass eins og hún er einnig kölluð. Sveitin var stofnuð vorið 2001 á Akureyri upp úr námskeiðum sem hið hollenska Robin Nolan trio hélt þar en þar var áhersla lögð á Django djassinn,…

Hreggviður Jónsson [1] (1909-87)

Hreggviður Jónsson gegndi mikilvægu hlutverki í lúðrasveitastarfi Vestmannaeyinga um áratuga skeið, bæði sem tónlistarmaður og ekki síður í félagsstarfinu. (Guðjón) Hreggviður Jónsson var fæddur í Vestmannaeyjum sumarið 1909 og kenndi sig við bæinn Hlíð í Eyjum. Hann var á unglingsaldri þegar hann hóf að leika með Lúðrasveit Vestmannaeyja sem starfaði á árunum 1925 til 1931…

Hraun [1] (um 1978-79)

Hljómsveitin Hraun starfaði í Kópavogi, að öllum líkindum veturinn 1978-79. Þessi sveit var skipuð 12-13 ára drengjum sem léku á kassagítar, McIntosh-trommur og önnur ásláttarhljóðfæri ásamt því að syngja en fyrsta og e.t.v. eina lagið sem sveitin æfði var bítlaslagarinn All you need is love. Meðlimir þessarar mætu sveitar voru þeir Haraldur Kristján Ólason, Palli…

Hreinn Valdimarsson (1952-)

Hreinn Valdimarsson starfaði í áratugi sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og var landsþekktur sem slíkur en hann er einnig þekktur fyrir starf sitt innan stofnunarinnar við varðveislu upptaka og yfirfærslu þeirra á varanlegt form, auk þess hefur hann komið að tónlist með ýmsum öðrum hætti. Hreinn Valdimarsson er fæddur 1952, hann ólst að mestu upp í…

Hreinn Halldórsson (1949-)

Hreinn Halldórsson eða Strandamaðurinn sterki eins og hann var yfirleitt kallaður var fyrst og fremst þekktur frjálsíþróttamaður, varð Evrópumeistari í kúluvarpi innanhúss árið 1977, átti Íslandsmet í greininni til fjölda ára og var þrívegis kjörinn Íþróttamaður ársins svo fáein dæmi séu nefnd um afrek hans – en hann átti sér aðra hlið sem hann ræktaði…

Hreppakórinn (1924-57)

Karlakór starfaði í uppsveitum Árnessýslu um liðlega þriggja áratuga skeið fram yfir miðja síðustu öld undir nafninu Hreppakórinn (einnig nefndur Karlakór Hreppamanna og Hreppamenn) en á þeim tíma voru kórar ennþá fátíðir hér á landi og einkum í dreifbýlinu. Það var Sigurður Ágústsson frá Birtingaholti í Hrunamannahreppi sem hafði frumkvæði að stofnun kórsins haustið 1924…

Hreppararnir (1988-89)

Hreppararnir var unglingahljómsveit sem starfaði 1988 og 1989 á Hvammstanga og nágrenni. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Hrepparana, sveitin hélt dansleik á Hvammstanga vorið 1989 og lék sjálfsagt eitthvað meira opinberlega. Fyrir liggur að Ragnar Karl Ingason var einn meðlima sveitarinnar (hugsanlega gítarleikari og söngvari) en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar sem…

Afmælisbörn 19. mars 2025

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er níutíu og þriggja ára gamall í dag. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér…