Hrefna Unnur Eggertsdóttir (1955-)

Píanóleikarinn og -kennarinn Hrefna Unnur Eggertsdóttir hefur staðið í fremstu röð um árabil, leikið á ótal tónleikum sem undirleikari einsöngvara og meðleikari tónlistarfólks af ýmsu tagi auk annarra tónleikatengdra verkefna, hún hefur jafnframt kennt á píanó um langa tíð. Hrefna Unnur Eggertsdóttir er fædd 1955, ættuð úr Garðinum og steig sín fyrstu skref í Tónlistarskólanum…

Hrafnhildur Guðmundsdóttir (1955-)

Hrafnhildur Guðmundsdóttir messósópran söngkona var töluvert áberandi í íslensku sönglífi um tíu ára skeið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, og söng þá m.a. hlutverk í óperuuppfærslum, tónleikauppfærslum á stærri verkum og sem einsöngvari víða á tónleikum. Söng hennar má jafnframt heyra á einni plötu. Hrafnhildur Eyfells Guðmundsdóttir (fædd 1955) kemur upphaflega af Suðurnesjunum…

Hrefna Unnur Eggertsdóttir – Efni á plötum

Kjartan Óskarsson og Hrefna U. Eggertsdóttir – Kjartan Óskarsson klarinett / Hrefna U. Eggertsdóttir píanó Útgefandi: Kjartan Óskarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1994 1. Sónata í G-dúr op. 5 „Seinem lieben Freunde Richard Mühlfeld” (e. Gustav Jenner): Allegro moderato e grazioso / Agadio espressivo / Allegretto grazioso / Allegro energico 2. Fantasíusónata í h-moll op.…

Hrafnhildur Guðmundsdóttir – Efni á plötum

Á Ljóðatónleikum Gerðubergs III – ýmsir (x2)Útgefandi: Menningarmiðstöðin Gerðuberg Útgáfunúmer: GBCD 003 Ár: 1993 1. Bergþór Pálsson – Úr Schwanengesang: Ständchen 2. Bergþór Pálsson – Aufenhalt 3. Bergþór Pálsson – Der Doppelgänger 4. Bergþór Pálsson – Frühlingssehnsucht 5. Bergþór Pálsson – Der Atlas 6. Hrafnhildur Guðmundsdóttir – La Barcheta 7. Hrafnhildur Guðmundsdóttir – Cuba dentro de un piano…

Hreyfilskórinn [1] (1949-67)

Karlakór var starfræktur um tveggja áratuga skeið um og upp úr miðri síðustu öld innan bifreiðastöðvarinnar Hreyfils en þar störfuðu nokkur hundruð bílstjóra, kórinn gekk undir nafninu Hreyfilskórinn. Hreyfilskórinn mun hafa verið stofnaður árið 1949 og stjórnaði Jón G. Guðnason honum fyrstu tvö árin eða til 1951 en þá tók Högni Gunnarsson við kórstjórninni og…

Hress/Fresh (2005-08)

Hljómsveitin Hress/Fresh starfaði í nokkur ár snemma á þessari öld og lék fönkskotna tónlist. Fyrstu heimildir um sveitina eru frá því um haustið 2005 en af og til heyrðist til sveitarinnar árið eftir, þá lék hún tvívegis á tónleikum í Hinu húsinu ásamt fleiri sveitum. Það var svo vorið 2007 sem Hress/Fresh birtist í Músíktilraunum…

Hress (1994)

Fyrri hluta ársins 1994 starfaði hljómsveit sem bar nafnið Hress en um var að ræða hliðarsveit Sniglabandsins, þ.e. Sniglabandið án Skúla Gautasonar. Meðlimir þessarar sveitar voru því Björgvin Ploder, Einar Rúnarsson, Pálmi J. Sigurhjartarson og Friðþjófur Sigurðsson, sá síðast taldi var um þessar mundir að hætta í Sniglabandinu og munu einhverjir hafa leyst hann af…

Hrífa (2010)

Ballhljómsveit var starfandi á Akureyri eða Eyjafirðinum haustið 2010 undir nafninu Hrífa og var þá líklega nýlega stofnuð. Fyrir liggur að trommuleikari sveitarinnar var Ingvi Rafn Ingvason en upplýsingar vantar um aðra meðlimi Hrífu og hljóðfæraskipan. Eins vantar upplýsingar um hversu lengi þessi sveit starfaði sem og um annað sem heima ætti í umfjöllun um…

Hringir [2] (1997)

Óskað er eftir upplýsingum um gospelhljómsveit sem starfaði árið 1997 undir nafninu Hringir en sveitin lék þá í Grafarvogskirkju, að minnsta kosti einu sinni. Hér vantar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar, hljóðfæraskipan og starfstíma hennar. Ekki er útilokað að hér sé á ferðinni sama sveit og Hörður Bragason, Kristinn H. Árnason og Kormákur Geirharðsson starfræktu…

Hreyfilskvartettinn (1960-70)

Fáar heimildir er að finna um Hreyfilskvartettinn svokallaða en hann starfaði lengi innan Hreyfilskórsins, karlakórs bifreiðastöðvarinnar Hreyfils og söng líklega mestmegnis eða eingöngu á skemmtunum innan fyrirtækisins. Hreyfilskvartettinn var stofnaður árið 1960 innan kórsins en þegar kórinn var lagður niður árið 1967 starfaði kvartettinn áfram til ársins 1970. Árið 1968 var hann skipaður þeim Vilhjálmi…

Hreyfilskórinn [2] (1993-98)

Hreyfilskórinn hinn síðari, einnig nefndur Kvennakór Hreyfils starfaði í nokkur ár á tíunda áratugnum og var eins og síðarnefnda heitið gefur til kynna, kvennakór. Hreyfilskórinn, sem var stofnaður haustið 1993, söng undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur frá upphafi og til árins 1997 en þá tók Sigurður Bragason við söngstjórninni, hann virðist hafa stjórnað kórnum í…

Hrím [1] (1967-70)

Siglfirska unglingahljómsveitin Hrím er líklega meðal þekktari sveita meðal heimamanna á Siglufirði þrátt fyrir að sveitin yrði ekki langlíf en hún vann sér það m.a. til frægðar að sigra hljómsveitakeppnina í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1969. Meðal hljómsveitarmeðlima var gítarleikarinn Gestur Guðnason sem átti síðar eftir að vekja töluverða athygli fyrir hæfni sína á hljóðfærið. Hrím…

Afmælisbörn 26. mars 2025

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…