Human body percussion ensemble (1991)

Human body percussion ensemble var svokallað búksláttartríó sem starfaði í fáeinar vikur haustið 1991 í tengslum við Íslandskynningu sem haldin var í London, og vakti reyndar feikimikla athygli – ekki voru þá allir Íslendingar jafn hrifnir af framlagi hennar. Tildrög þess að sveitin var sett á laggirnar voru þau að Jakob Frímann Magnússon sem þá…

Hrif serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Hrif – ýmsir Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 016 Ár: 1974 1. BG og Ingibjörg – “Hæ Gudda gættu þín” 2. Mýbit – Stræti heimsborganna 3. Ásar – Hér úti á landi 4. Sólskin – Day of freedom 5. Mánar – Á kránni 6. Ágúst Atlason – Hvað hefur skeð 7. Ásar – Marina polki…

Hrif serían [safnplöturöð] (1974-75)

Það er á mörkum þess að hægt sé að skilgreina safnplöturöðina Hrif sem safnplötuseríu enda komu aðeins tvær plötur undir þeim titli, plöturnar eru hins vegar með fyrstu safnplötunum hér á landi og þær allra fyrstu sem höfðu að geyma fleiri en eina plötu. Það var Ámundi Ámundason  hjá ÁÁ-records sem var maðurinn á bak…

Hróbjartur Jónatansson – Efni á plötum

Hróbjartur Jónatansson – Gríptu daginn Útgefandi: Investo Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2018 1. Bara ef 2. Ósögð orð 3. Maður eins og ég 4. Gríptu daginn 5. Hún 6. Á Cobacabana 7. Tregi 8. Dansa við þig 9. Dögun Flytjendur: Hróbjartur Jónatansson – söngur Pálmi Gunnarsson – söngur Jóhann Sigurðarson – söngur Páll Rósinkranz –…

Hróbjartur Jónatansson (1958-)

Hróbjartur Jónatansson er fyrst og fremst þekktur fyrir lögfræðistörf sín en hann hefur einnig samið tónlist og gefið út plötu í eigin nafni. Hróbjartur er fæddur 1958 og mun eitthvað hafa numið píanóleik á yngri árum auk þess að leika lítillega á gítar. Hann vann um nokkurra ára skeið sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu um og…

The Human seeds (1991)

Hljómsveitin The Human seeds var eins konar flipp eða hliðarverkefni innan Sykurmolanna en sveitin kom líklega tvívegis fram opinberlega, annars vegar í Bandaríkjunum þar sem Sykurmolarnir voru á tónleikaferðalagi sumarið 1991 og svo á Smekkleysukvöldi á Hótel Borg um haustið. Meðlimir The Human seeds voru þeir Sigtryggur Baldursson bassaleikari og söngvari, Bragi Ólafsson trommuleikari og…

Hulda [2] (1975)

Svokallaðar leynihljómsveitir nutu nokkurra vinsælda um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og er skemmst að minnast í því samhengi Ðe lónlí blúbojs og Stuðmanna sem komu fram um það leyti. Hljómsveitin Hulda var einnig af því taginu en hún mun að einhverju leyti hafa verið skipuð þekktum tónlistarmönnum þegar hún kom fram í fáein skipti…

Hulda Rós og rökkurtríóið (2007-10)

Hljómsveitin Rökkurtríóið eða Hulda Rós og rökkurtríóið starfaði á Höfn í Hornafirði um nokkurra ára skeið fyrr á þessari öld, og kom þá mestmegnis fram á tónlistarhátíðum fyrir austan. Hulda Rós og rökkurtríóið var líkast til stofnuð síðla árs 2007 en kom fyrst fram á sjónarsviðið á blúshátíðinni Norðurljósablús á Höfn, sveitin lék fönskotinn djassblús…

Hunangsbandið (1998)

Hunangsbandið var hljómsveit sem starfaði innan trúfélagsins Vegarins og flutti lofgjörðartónlist innan safnaðarins. Þessi sveit kom m.a. fram á útgáfutónleikum Herdísar Hallvarðsdóttur haustið 1998 en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hversu lengi hún starfaði, hverjir skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var. Óskað er eftir þeim upplýsingum hér með.

Hunang [1] (1971-72)

Hljómsveit starfaði á Akureyri í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Hunang, nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu þessa sveit. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær Hunang var stofnuð en árið 1971 var hún skipuð þeim Sævari Benediktssyni bassaleikara, Brynleifi Hallssyni gítarleikara, Gunnari Ringsted gítarleikara og Jóni Sigþóri Sigurðssyni [trommuleikara?], þá um haustið höfðu þær breytingar…

Humanoia (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem einhverju sinni starfaði undir nafninu Humanoia, líklega í Vestmannaeyjum. Ekki liggur fyrir hvenær Humanoia starfaði en meðal meðlima sveitarinnar voru Þorsteinn Ingi Þorsteinsson og Helgi Tórshamar, sá fyrrnefndi gæti hafa verið söngvari sveitarinnar og hinn síðarnefndi gítarleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum, s.s. um aðra meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan…

Kvalasveitin (1982-83)

Hljómsveitin Kvalasveitin (einnig nefnd Hvalasveitin) starfaði í nokkra mánuði yfir veturinn 1982 til 83 og lék á fáeinum tónleikum en við litla hrifningu af því er virðist því fjölmiðlafólk á þeim tíma var almennt sammála um að sveitin bæri nafn með rentu. Tónlist sveitarinnar mun hafa verið eins konar gjörninga- eða tilraunatónlist. Kvalasveitin mun hafa…

Afmælisbörn 30. apríl 2025

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Þau eru öll látin: Trommuleikarinn Stefán Ingimar Þóhallsson er fimmtíu og eins árs gamall á þessum degi. Stefán hefur lengst leikið með hljómsveitinni Á móti sól en hann var einnig trommuleikari Sólstrandagæjannar og hefur jafnframt leikið Djassbandi Suðurlands og fleiri hljómsveitum. Hann hefur leikið inn á fjölda…

Afmælisbörn 29. apríl 2025

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sjötíu og eins árs gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri hefur starfað sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari, hann…

Afmælisbörn 28. apríl 2025

Sjö tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet,…

Afmælisbörn 27. apríl 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Í fyrsta lagi er það hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig…

Afmælisbörn 26. apríl 2025

Einhvers konar metdagur hlýtur að vera í dag en Glatkistan hefur upplýsingar um tíu tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sjötíu og fimm ára gamall í dag, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum,…

Andlát – Anna Vilhjálms (1945-2025)

Söngkonan Anna Vilhjálms er látin, á áttugasta aldursári en hún hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin. Anna Vilhjálmsdóttir var fædd 14. september 1945 og var hún ein af dáðustu dægurlagasöngkonum sjöunda áratugarins. Söngferill hennar hófst með J.E. kvintettnum árið 1961 þegar hún var aðeins 16 ára gömul en í kjölfarið komu sveitir eins…

Afmælisbörn 25. apríl 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fimmtíu og sex ára gamall í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum…

Afmælisbörn 24. apríl 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er sextíu og fimm ára gamall í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…

100-serían [safnplöturöð] (2006-11)

Á fyrsta áratug þessarar aldar og fram á þann annan komu út á vegum Senu nokkrar plötur í safnplöturöð sem nefnd var 100-serían. Það sem var sérstætt við þessar safnplötur var að um var að ræða safnplötupakka eða -öskjur með fimm og sex diskum, alls hundrað lög í hverjum pakka. Hver safnplata hafði ákveðið þema…

100-serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

100 vinsæl lög um ástina á 5 geislaplötum – ýmsir Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: PCD0601/1-5 Ár: 2006 1. Wet wet wet – Love is all around 2. Commodores – Three times a lady 3. 10CC – I‘m not in love 4. Soft cell – Tainted love 5. Óskar Pétursson – Þú gætir mín 6. Vanessa Williams…

Hrím [3] – Efni á plötum

Hrím – Barnagull: Lög og leikir með Hrím [snælda] Útgefandi: Hrím Útgáfunúmer: Hrím 001 Ár: 1983 / 1992 1. Kettlingarnir 2. Hugarflugið 3. Bjössi á bílnum 4. Finnsku lögin 5. Haust í skógi 6. Klukkulagið 7. Fjögurra fóta rúm 8. Hringdans barnanna 9. Vatnssöngurinn 10. Bakarakonan 11. Keðjulögin 12. 10 indíánar 13. Vísa um frekju…

Hrím [3] (1981-85)

Þjóðlagahljómsveitin Hrím starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og sendi frá sér bæði plötu og kassettu, sveitin lék töluvert á erlendum vettvangi. Hrím var stofnuð haustið 1981 og var reyndar fyrst um sinn auglýst sem söngflokkur og starfaði e.t.v. sem slíkur framan af. Hópurinn taldi í upphafi fimm meðlimi en það voru þau…

Hubris (2007-)

Hljómsveitin Hubris frá Hveragerði hefur starfað með hléum frá 2007 en hún er náskyld annarri sveit af svipuðum toga sem hefur skapað sér heilmikið nafn, hljómsveitinni Auðn. Hubris var stofnuð í Hveragerði árið 2007 en hljómsveitin er rokksveit í harðari kantinum og fellur undir það sem kallast svartmálmur. Sveitin starfaði í fjölda ára áður en…

Hugrakka brauðristin Max (2009-)

Hljómsveit sem bar hið sérstaka nafn Hugrakka brauðristin Max, var sprottin upp af unglingahljómsveit sem hafði starfað á Siglufirði á árunum 1988 til 1992, og hét þá einfaldlega Max. Hljómsveitin Max var endurvakin eftir langt hlé árið 2009 og hlaut þá nafnið Hugrakka brauðristin Max, en ekki er ólíklegt að um sömu sveit sé að…

Hugsun [2] (2004)

Hljómsveit sem bar nafnið Hugsun var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2004. Hugsun var tríó ættað úr Vesturbænum og var skipað Atla Jónassyni trommuleikara og söngvara, Vésteini Kára Árnasyni bassaleikara og Þresti Ólafssyni gítarleikara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna og ekki finnast upplýsingar um hversu lengi hún starfaði eftir það.

Hugsun [1] (1999)

Óskað er eftir upplýsingum um unglingahljómsveit sem starfaði í Rangárþingi, líklega á Hellu árið 1999 undir nafninu Hugsun – líklegt er að sveitin hafi starfað um nokkurn tíma. Hugsun lék sumarið 1999 bæði á fjölskylduhátíð í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina sem og á Töðugjaldahátíðinni á Gaddstaðaflötum síðsumars. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan…

Hugsjón [2] (1970-71)

Hljómsveit að nafni Hugsjón starfaði um eins árs skeið á Dalvík í upphafi áttunda áratugarins. Hugsjón var stofnuð vorið 1970 og voru meðlimir hennar Ingólfur Jónsson hljómborðsleikari, Páll Gestsson gítarleikari, Rúnar Rósmundsson gítarleikari, Friðrik Halldórsson bassaleikari, Friðrik Friðriksson trommuleikari og Sólveig Hjálmarsdóttir söngkona. Sveitin starfaði um eins árs skeið og lék mestmegnis á heimaslóðum en…

Hugsjón [1] (1970)

Árið 1970 var starfandi hljómsveit í Bolungarvík undir nafninu Hugjón. Fyrir liggur að meðal hljómsveitarmeðlima Hugsjónar voru Ingi Kristinsson trommuleikari og Jóhann Helgason [?] en að öðru leyti er engar aðrar upplýsingar um þessa sveit að finna og er því hér með óskað eftir þeim.

Hugsýki (2006)

Hljómsveit starfaði á Akureyri árið 2006 undir nafninu Hugsýki, hugsanlega starfaði hún þó lengur en það eina ár. Lítið liggur fyrir um þessa sveit, Stefán Örn Viðarsson hljómborðsleikari var meðlimur hennar sem og Guðný Lára Gunnarsdóttir söngkona en upplýsingar vantar um aðra meðlimi og er óskað eftir þeim hér með. Sveitin lék nokkuð sumarið 2006…

Karlakórinn Húnar [2] (1963)

Svo virðist sem karlakór hafi starfað um skamma hríð árið 1963 í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnvatnssýslu en þá um vorið söng þessi kór undir stjórn Þorsteins Jónssonar, hugsanlega innan ungmennafélagsins Húna sem þá starfaði í sýslunni. Ekki virðist um sama kór að ræða og starfað hafði nokkrum árum áður á Blönduósi undir sama nafni.

Afmælisbörn 23. apríl 2025

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en níu afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er sextíu og sjö ára gamall í dag. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk,…

Afmælisbörn 22. apríl 2025

Átta afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sextíu og níu ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir að syngja lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…

Afmælisbörn 21. apríl 2025

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, en hann er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…

Afmælisbörn 20. apríl 2025

Tvö afmælisbörn úr íslensku tónlistarlífi eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Jónsdóttir söngkona er níutíu og fimm ára gömul í dag, Sigrúnu þekkja margir sem eina af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands, hún söng inn á fjölda platna og oft í samstarfi við aðra söngvara eins og Alfreð Clausen og Ragnar Bjarnason, þá söng hún…

Afmælisbörn 19. apríl 2025

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar þrjú: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextíu og sjö ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2025

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrjátíu og sjö ára gömul á þessum ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í þeim…

Afmælisbörn 17. apríl 2025

Glatkistan hefur að geyma upplýsingar um tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir…

Hreinn Pálsson (1901-76)

Tenórsöngvarinn Hreinn Pálsson var eins konar alþýðulistamaður sem naut mikillar hylli, hann var að mestu óskólagenginn í sönglistinni en hafði hæfileika frá náttúrunnar hendi og var afar vinsæll söngvari. Söngurinn var þó aldrei nema áhugamál í frístundum því hann var önnum kafinn á öðrum vígstöðvum alla ævi. Hreinn fæddist í Ólafsfirði árið 1901 en ólst…

Hreinn Steingrímsson (1930-98)

Hreinn Steingrímsson var það sem kallað hefur verið tónvísindamaður en hann helgaði sig rannsóknum á íslenskum rímnakveðskap og þjóðlögum og eftir hann liggur rit byggt á doktorsritgerð hans. Hreinn Steingrímsson var fæddur á Hólum í Hjaltadal haustið 1930 en lítið liggur fyrir um tónlistaruppeldi hans á yngri árum eða hvað olli því að hann sneri…

Hreinn Pálsson – Efni á plötum

Hreinn Pálsson Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1013 Ár: 1930 1. Draumalandið 2. Gissur ríður góðum fáki Flytjendur: Hreinn Pálsson – söngur Franz Mixa – píanó     Hreinn Pálsson Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1014 Ár: 1930 1. Leiðsla 2. Myndin af henni Flytjendur: Hreinn Pálsson – söngur Franz Mixa – píanó    …

Hugarástand [1] [tónlistarviðburður] (1998-)

Hugarástand var dj-dúó plötusnúðanna Dj. Frímanns og Dj. Arnars en þeir félagar hafa starfað saman sem slíkir síðan á síðustu öld. Samstarf þeirra Frímanns Andréssonar (Dj. Frímann) og Arnars Símonarsonar (Dj. Arnars) hófst með þætti á útvarpsstöðinni Skratz FM 94,3 haustið 1998 sem bar nafnið Hugarástand, þar sem þeir spiluðu danstónlist en þegar Skratz lagði…

Hugarástand [2] (2002-07)

Hugarástand var nafn á hljómsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum í upphafi aldarinnar, sveitin var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri. Hugarástand virðist hafa verið stofnuð haustið 2002 og lék mestmegnis í Eyjum en einnig eitthvað uppi á meginlandinu, hún kom t.a.m. oft fram á tónlistarhátíðinni Allra veðra von í Vestmannaeyjum en einnig á viðburðum tengdum goslokahátíðinni, segja…

Hughvarfahrif (2002)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um rappsveit eða -hóp sem starfaði undir nafninu Hughvarfahrif í byrjun aldarinnar. Hughvarfahrif var starfandi árið 2002 og hafði þá líklega verið til um tíma, Kjartan Atli Kjartansson (Kjarri) úr Bæjarins bestu var meðal meðlima sveitarinnar en engar frekari upplýsingar er að finna um hana.

Hughrif [2] (2015)

Hljómsveitin Hughrif kom frá ýmsum þéttbýlisstöðum á Suðurlandi árið 2015 og keppti þá í Músíktilraunum en sveitin hafði verið stofnuð fáeinum vikum fyrir tilraunirnar og hafði reyndar þá hljóðritað tvö lög sem finna má á Youtube. Meðlimir sveitarinnar, sem var sjö manna voru Hörður Alexander Eggertsson píanóleikari, Sóley Sævarsdóttir Meyer söngkona, Kristján Gíslason hljómborðsleikari, Axel…

Hughrif [1] (2008)

Hljómsveit sem bar nafnið Hughrif starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 2008 og var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum þá um vorið. Meðlimir Hughrifa voru þeir Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson hljómborðsleikari, Sigurður Ingi Einarsson trommuleikari, Magnús Ingvar Ágústsson bassaleikari, Baldvin Ingvar Tryggvason gítarleikari og Ingvar Bjarki Einarsson gítarleikari – ekki eru upplýsingar um hver annaðist sönginn. Sveitin komst ekki…

Hugarróa (2000)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði innan Tónlistarskólans í Grindavík veturinn 1999-2000 undir nafninu Hugarróa en vorið 2000 lék sveitin á fjölskylduhátíð sem haldin var við Svartsengi. Hér er óskað eftir nöfnum hljómsveitarmeðlima og hljófæraskipan, auk annarra upplýsinga sem heima ættu í umfjölluninni um sveitina.

Hugmynd (1992-93)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hugmynd en lög með sveitinni komu út á þremur safnplötum á árunum 1992 og 93. Ekki er víst að sveitin hafi verið starfandi, hún gæti allt eins hafa starfað í hljóðveri eingöngu. Árið 1992 átti Hugmynd lag á safnplötunni Lagasafn 1: Frumafl, og þar voru þeir…