Hrekkjusvín (1977)

Tónlistarhópur sem kallaðist Hrekkjusvín stóð að baki plötu sem oft hefur verið nefnd sem besta barnaplata sem komið hefur út á Íslandi, Hrekkjusvínin voru aldrei starfandi sem hljómsveit heldur aðeins sett saman fyrir þetta eina verkefni. Það mun hafa verið vorið 1977 sem útgáfufyrirtækið Gagn og gaman (Páll Baldvin Baldvinsson) fékk þá Valgeir Guðjónsson, Leif…

Hrekkjusvín – Efni á plötum

Hrekkjusvín – Lög unga fólksins Útgefandi: Gagn og gaman / Skífan Útgáfunúmer: GAGA 002 / SCD 214 Ár: 1977 / 1998 1. Afasöngur 2. Hvað ætlar þú að verða? 3. Gettu hvað ég heiti 4. Grýla 5. Ekki bíl 6. Lygaramerki á tánum 7. Sumardagurinn fyrsti 8. Sæmi rokk 9. Hrekkjusvín 10. Gestir út um allt…

Hrím [2] [útgáfufyrirtæki] (1976-79)

Ingibergur Þorkelsson starfrækti um tíma útgáfufyrirtæki sem bar nafnið Hrím. Ingibergur hafði árið 1975 starfrækt útgáfu- og umboðsfyrirtækið Demant við þriðja mann en þegar það fyrirtæki hætti störfum stofnaði hann Hrím sumarið 1976. Hrím varð reyndar hvorki afkasta- eða umsvifamikið á markaðnum en gaf um haustið út plötuna Fram og aftur um blindgötuna með Megasi,…

Hreggviður Jónsson [2] – Efni á plötum

Hreggviður Muninn Jónsson og Þorvaldur Jónsson – Á fjöllum: 13 frumsamin lög eftir Hreggvið og Þorvald frá Torfastöðum Útgefandi: Þorvaldur Jónsson Útgáfunúmer: ÞJ 06 CD Ár: 2003 1. Vor á Eyjabökkum 2. Um hljóða nótt 3. Á fjöllum 4. Þrá 5. Úr fjarska 6. Láttu vordraum þinn vaka 7. Ágústkvöld 8. Minning 9. Oft er gaman 10. Hið…

Hreggviður Jónsson [2] (1941-2011)

Hreggviður Jónsson harmonikkuleikari var kunnur fyrir hljóðfæraleik austur á Fjörðum og Héraði en hann samdi einnig tónlist og var í forsvari fyrir félagsstarf harmonikkuleikara fyrir austan. Hreggviður Muninn Jónsson fæddist snemma árs 1941 en hann var frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð á Héraði. Hann var yngstur sex bræðra sem flestir eða allir léku á hljóðfæri og…

Hróðmundur hippi (1992-93)

Hróðmundur hippi var hljómsveit úr Garðabæ og var nokkuð virk meðan hún starfaði, sem var á árunum 1992 og 93. Hróðmundur hippi var líkast til stofnuð 1992 og lék hún þá í nokkur skipti opinberlega bæði í heimabæ sínum en einnig t.d. á tónleikum ungsveita í félagsmiðstöðinni Fellahelli í Breiðholti. Ekki er að finna neinar…

Hrókar [1] (1965-66)

Ekki liggja fyrir margar heimildir um unglingahljómsveit sem bar nafnið Hrókar en hún mun hafa starfað í Kópavogi á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Fyrir liggur að gítarleikarinn Björgvin Gíslason var einn meðlima Hróka og var þetta hugsanlega fyrsta hljómsveitin sem hann starfaði með en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og er því…

Hrókar [3] (1973-94)

Tríóið Hrókar starfaði í um tvo áratugi og sérhæfði sig í spilamennsku tengdri einkasamkvæmum s.s. árshátíðum og þorrablótum og verður kannski helst minnst fyrir að spila hjá átthagafélögum, ekki er víst að sveitin hafi starfað alveg samfleytt en erfitt er að finna upplýsingar um sveitina þar sem hún svo oft í einkasamkvæmum. Sveitin var stofnuð…

Hrókar [2] (1966-69 / 2009-)

Hljómsveitin Hrókar frá Keflavík starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratugnum – frá 1966 og líklega til 1969 en sveitin mun síðan hafa starfað lítt breytt undir nokkrum nöfnum til ársins 1973, sveitin var svo endurreist árið 2009 og hefur starfað nokkuð óslitið síðan þá. Hrókar voru stofnaðir í Gagnfræðaskóla Keflavíkur árið 1966, líklega…

Hrókar alls fagnaðar [2] (2007)

Sumarið 2007 starfaði hljómsveit undir merkjum Listahóps Seltjarnarness undir nafninu Hrókar alls fagnaðar, sveitin tróð upp við ýmis tækifæri þetta sumar s.s. fyrir gesti sundlaugarinnar á Seltjarnarnesi, fyrir aldraða og víðar. Meðlimir Hróks alls fagnaðar voru þau Kjartan Ottósson gítarleikari, Gunnar Gunnsteinsson bassaleikari [og söngvari?], Ragnar Árni Ágústsson hljómborðsleikari, Jason Egilsson trommuleikari, Lárus Guðjónsson [?],…

Emajor (2023-)

Blússveitin Emajor (E-major) hefur verið starfandi undir því nafni frá því um snemma árs 2023 en áður hafði sveitin gengið undir nafninu Blúsvinir Díönu og starfað um nokkurt skeið undir því nafni. Emajor skipa þau Diana Von Ancken (Mama Di) söngkona, Daði Halldórsson gítarleikari, Gautur Þorsteinsson hljómborðsleikari, Steingrímur Bergmann Gunnarsson trommuleikari og Ólafur Friðrik Ægisson…

Blúsvinir Díönu (2017-2023)

Hljómsveitin Blúsvinir Díönu starfaði um nokkurra ára skeið á árunum í kringum 2020 og lék þá nokkuð opinberlega en sveitin var eins og nafnið gefur til kynna blúshljómsveit. Elstu heimildir um Blúsvini Díönu eru frá haustinu 2017 þegar sveitin lék á Loftinu í Bankastræti en hún gæti þá hafa verið starfandi um nokkurt skeið á…

Afmælisbörn 2. apríl 2025

Þrjú afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…