Hreinn Líndal (1937-)

Óperusöngvarinn Hreinn Líndal var vel þekktur á sínu sviði um tíma en hann bjó og starfaði víða um Evrópu, óregla olli því að hann kom heim og dvaldi hér um hríð en hann náði sér á strik á nýjan leik og segja má að nýr ferill hafi beðið hans vestan Atlantsála þar sem hann blómstraði…

Hreinn Líndal – Efni á plötum

Hreinn Líndal – Hreinn Líndal Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 008 Ár: 1976 1. Stormar 2. Ég lít í anda liðna tíð 3. Heimir 4. Í dag skein sól 5. Vögguvísa 6. Sáuð þið hana systur mína 7. Til skýsins 8. Allar vildu meyjarnar eiga hann 9. Mamma 10. Tu, ca nun chiangne 11. A canzone…

Hreiðar Pálmason (1940-)

Baritónsöngvarinn Hreiðar Pálmason var einsöngvari um áratuga skeið með Karlakór Reykjavíkur og Karlakór Akureyrar þar á undan, og hefur ein plata komið út með honum. Hreiðar Pálmason er Suður-Þingeyingur að uppruna, fæddur haustið 1940 og uppalinn í Reykjadal og þar steig hann sín fyrstu spor í sönglistinni en hann hóf að syngja með Karlakór Reykdæla…

Hreiðar Pálmason – Efni á plötum

Hreiðar Pálmason ásamt Karlakór Reykjavíkur og Karlakór Akureyrar – Hreiðar Pálmason ásamt Karlakór Akureyrar Reykjavíkur og Karlakór Akureyrar Útgefandi: Músik ehf. Útgáfunúmer: Musik 002 Ár: 2005 1. Er sólin hnígur 2. Döggvot rós 3. Ræningjar 4. Vill du komma med mig 5. Stille gå de melodiske våger 6. Ég man þig 7. Frændi þegar fiðlan…

Hrókur alls fagnaðar (um 1990-2016)

Hrókur alls fagnaðar var heiti eins manns hljómsveitar Sighvats Sveinssonar sem hann starfrækti allt frá því um 1990 og fram yfir miðjan annan áratug 21. aldarinnar. Sighvatur var þar iðulega vopnaður gítar, hljómborðsskemmtara og harmonikku. Sighvatur hafði einmitt starfrækt tríó frá því á áttunda áratugnum sem gekk undir nafninu Hrókar alls fagnaðar en gekk í…

Hrygningarstofninn (1983-84)

Veturinn 1983 til 84 starfaði skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst en hún bar nafnið Hrygningarstofninn. Þessi sveit annaðist undirleik í söngkeppni skólans, Bifróvision sem haldin var um vorið 1984 og sjálfsagt hefur hún leikið á fleiri skemmtunum og dansleikjum innan skólans á Bifröst eins og aðrar skólahljómsveitir samvinnuskólans gerðu á sínum tíma. Engar frekari upplýsingar…

Hrynjandi [1] [útgáfufyrirtæki] (1983-)

Tónlistarmaðurinn Ingvi Þór Kormáksson hefur starfrækt útgáfufyrirtækið Hrynjandi síðan 1983 en þá gaf hann út sína fyrstu plötu undir merkjum þess, hún bar heitið Tíðindalaust. Síðan þá hefur Ingvi Þór gefið út flestar sólóplötur sínar og hljómsveitar sinnar J.J. Soul band í nafni Hrynjandi auk ljóðaplatnanna Ljóðabrot og Dans stöðumælanna – ágóðinn af sölu fyrrnefndu…

Hrynjandi [2] [félagsskapur] (um 1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um félagsskap, tónlistarfélag sem starfaði á Húsavík undir nafninu Hrynjandi. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um þetta tónlistarfélag aðrar en að það kom að endurreisn Stórsveitar Húsavíkur og Lúðrasveitar Húsavíkur árið 1998 en starfsemi þeirra sveita hafði þá legið niðri um nokkurt skeið. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um…

Hryntríóið (1967-69)

Þjóðlagasveit starfaði um tveggja ára skeið við lok sjöunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Hryntríóið eða Hryntríó. Tríóið var skipað ungu tónlistarfólki sem síðar átti eftir að verða þekkt á tónlistarsviðinu en það voru þau Jón Stefánsson síðar kórstjóri og organisti, Ólöf Kolbrún Harðarsdóttir síðar óperusöngkona (og eiginkona Jóns) og Helgi E. Kristjánsson en hann…

Hrynsveitin (2003-08)

Hljómsveit sem bar nafnið Hrynsveitin starfaði innan Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar fyrir fatlað fólk á árunum 2003 til 2008 að minnsta kosti – hugsanlega lengur. Sveitin kom fram á árlegum vortónleikum sem Fjölmennt stóð fyrir í Salnum í Kópavogi í samstarfi við List án landamæra á þeim árum ásamt fleiri tónlistaratriðum, eitt árið lék sveitin…

HS stúdíó [hljóðver] (1991-)

Tónlistarmaðurinn Hilmar Sverrisson hefur starfrækt hljóðver um langt skeið undir nafninu HS stúdíó (H.S. stúdíó) bæði á höfuðborgarsvæðinu og norður á Sauðárkróki. HS stúdíó tók til starfa haustið 1991 í tengslum við Litla tónlistarskólann sem Hilmar rak í Furugrund í Kópavogi, þar var hann með aðstöðu til að hljóðrita tónlist og annað efni. Árið 1993…

Hrægammarnir [2] (1983)

Hrægammarnir voru djasshljómsveit undir stjórn gítarleikarans Björns Thoroddsen, sem spilaði töluvert sumarið og haustið 1983 á stöðum eins og Stúdentakjallaranum og Djúpinu. Heilmiklar mannabreytingar urðu á sveitinni en hún var eins konar forveri eða jafnvel fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar Gamma sem síðar áttu m.a. eftir að gefa út nokkrar breiðskífur. Hrægammar voru í fyrstu útgáfu þarna…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar – Efni á plötum

Hulda Emilsdóttir – Hulda at Þórscafé 1960 [ep] Útgefandi: Solstens sagas Útgáfunúmer: HULDA29PR Ár: 2023 1. Báruniður 2. Fáskrúðsfjarðarpolki 3. Þú gafst mér allt Flytjendur: Hulda Emilsdóttir – söngur hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar: – Guðmundur Finnbjörnsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]