Hreinn Pálsson (1901-76)

Tenórsöngvarinn Hreinn Pálsson var eins konar alþýðulistamaður sem naut mikillar hylli, hann var að mestu óskólagenginn í sönglistinni en hafði hæfileika frá náttúrunnar hendi og var afar vinsæll söngvari. Söngurinn var þó aldrei nema áhugamál í frístundum því hann var önnum kafinn á öðrum vígstöðvum alla ævi. Hreinn fæddist í Ólafsfirði árið 1901 en ólst…

Hreinn Steingrímsson (1930-98)

Hreinn Steingrímsson var það sem kallað hefur verið tónvísindamaður en hann helgaði sig rannsóknum á íslenskum rímnakveðskap og þjóðlögum og eftir hann liggur rit byggt á doktorsritgerð hans. Hreinn Steingrímsson var fæddur á Hólum í Hjaltadal haustið 1930 en lítið liggur fyrir um tónlistaruppeldi hans á yngri árum eða hvað olli því að hann sneri…

Hreinn Pálsson – Efni á plötum

Hreinn Pálsson Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1013 Ár: 1930 1. Draumalandið 2. Gissur ríður góðum fáki Flytjendur: Hreinn Pálsson – söngur Franz Mixa – píanó     Hreinn Pálsson Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1014 Ár: 1930 1. Leiðsla 2. Myndin af henni Flytjendur: Hreinn Pálsson – söngur Franz Mixa – píanó    …

Hugarástand [1] [tónlistarviðburður] (1998-)

Hugarástand var dj-dúó plötusnúðanna Dj. Frímanns og Dj. Arnars en þeir félagar hafa starfað saman sem slíkir síðan á síðustu öld. Samstarf þeirra Frímanns Andréssonar (Dj. Frímann) og Arnars Símonarsonar (Dj. Arnars) hófst með þætti á útvarpsstöðinni Skratz FM 94,3 haustið 1998 sem bar nafnið Hugarástand, þar sem þeir spiluðu danstónlist en þegar Skratz lagði…

Hugarástand [2] (2002-07)

Hugarástand var nafn á hljómsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum í upphafi aldarinnar, sveitin var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri. Hugarástand virðist hafa verið stofnuð haustið 2002 og lék mestmegnis í Eyjum en einnig eitthvað uppi á meginlandinu, hún kom t.a.m. oft fram á tónlistarhátíðinni Allra veðra von í Vestmannaeyjum en einnig á viðburðum tengdum goslokahátíðinni, segja…

Hughvarfahrif (2002)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um rappsveit eða -hóp sem starfaði undir nafninu Hughvarfahrif í byrjun aldarinnar. Hughvarfahrif var starfandi árið 2002 og hafði þá líklega verið til um tíma, Kjartan Atli Kjartansson (Kjarri) úr Bæjarins bestu var meðal meðlima sveitarinnar en engar frekari upplýsingar er að finna um hana.

Hughrif [2] (2015)

Hljómsveitin Hughrif kom frá ýmsum þéttbýlisstöðum á Suðurlandi árið 2015 og keppti þá í Músíktilraunum en sveitin hafði verið stofnuð fáeinum vikum fyrir tilraunirnar og hafði reyndar þá hljóðritað tvö lög sem finna má á Youtube. Meðlimir sveitarinnar, sem var sjö manna voru Hörður Alexander Eggertsson píanóleikari, Sóley Sævarsdóttir Meyer söngkona, Kristján Gíslason hljómborðsleikari, Axel…

Hughrif [1] (2008)

Hljómsveit sem bar nafnið Hughrif starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 2008 og var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum þá um vorið. Meðlimir Hughrifa voru þeir Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson hljómborðsleikari, Sigurður Ingi Einarsson trommuleikari, Magnús Ingvar Ágústsson bassaleikari, Baldvin Ingvar Tryggvason gítarleikari og Ingvar Bjarki Einarsson gítarleikari – ekki eru upplýsingar um hver annaðist sönginn. Sveitin komst ekki…

Hugarróa (2000)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði innan Tónlistarskólans í Grindavík veturinn 1999-2000 undir nafninu Hugarróa en vorið 2000 lék sveitin á fjölskylduhátíð sem haldin var við Svartsengi. Hér er óskað eftir nöfnum hljómsveitarmeðlima og hljófæraskipan, auk annarra upplýsinga sem heima ættu í umfjölluninni um sveitina.

Hugmynd (1992-93)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hugmynd en lög með sveitinni komu út á þremur safnplötum á árunum 1992 og 93. Ekki er víst að sveitin hafi verið starfandi, hún gæti allt eins hafa starfað í hljóðveri eingöngu. Árið 1992 átti Hugmynd lag á safnplötunni Lagasafn 1: Frumafl, og þar voru þeir…

Hugrakka brauðristin (1991)

Um verslunarmannahelgina 1991 var haldin hljómsveitakeppni í tengslum við útihátíðina við Húnaver og meðal þátttökusveita í þeirri keppni var hljómsveit sem bar heitið Hugrakka brauðristin. Engin frekari deili er að finna um þessa tilteknu sveit en hún gæti hafa átt skyldleika með hljómsveit sem starfaði löngu síðar undir nafninu Hugrakka brauðristin Max en gekk upphaflega…

Blúshátíð í Reykjavík 2025

Blúshátíð í Reykjavík hefst í dag en hátíðin snýr aftur til síns heima á Hilton Reykjavík Nordica, hátíðin er haldin samkvæmt hefð í dymbilvikunni fyrir páska. Á dagskrá eru bæði erlendar og innlendar blússtjörnur en að lokinni formlegri dagskrá verður Klúbbur Blúshátíðar þar sem tónleikagestir geta notið lifandi tónlistar í afslöppuðu umhverfi. Tónlistardagskráin verður með…

Afmælisbörn 16. apríl 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og…