Hugrakka brauðristin (1991)

Um verslunarmannahelgina 1991 var haldin hljómsveitakeppni í tengslum við útihátíðina við Húnaver og meðal þátttökusveita í þeirri keppni var hljómsveit sem bar heitið Hugrakka brauðristin. Engin frekari deili er að finna um þessa tilteknu sveit en hún gæti hafa átt skyldleika með hljómsveit sem starfaði löngu síðar undir nafninu Hugrakka brauðristin Max en gekk upphaflega…

Blúshátíð í Reykjavík 2025

Blúshátíð í Reykjavík hefst í dag en hátíðin snýr aftur til síns heima á Hilton Reykjavík Nordica, hátíðin er haldin samkvæmt hefð í dymbilvikunni fyrir páska. Á dagskrá eru bæði erlendar og innlendar blússtjörnur en að lokinni formlegri dagskrá verður Klúbbur Blúshátíðar þar sem tónleikagestir geta notið lifandi tónlistar í afslöppuðu umhverfi. Tónlistardagskráin verður með…

Afmælisbörn 16. apríl 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 15. apríl 2025

Í dag eru tveir tónlistarmenn á afmælislista Glatkistunnar: Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og níu ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og…

Afmælisbörn 14. apríl 2025

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað í um þrjátíu ár en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá…

Afmælisbörn 13. apríl 2025

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru sex í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson fagnar áttatíu og eins árs afmæli. Geirmund þarf varla neitt að kynna, hann hefur starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan tug platna og hafa…

Afmælisbörn 12. apríl 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…

Afmælisbörn 11. apríl 2025

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextíu og níu ára gamall í dag, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur,…

Fjöll sendir frá sér Holur

Hljómsveitin Fjöll hefur nú sent frá sér smáskífu sem ber titilinn „Holur“ en það er fjórða lagið sem hljómsveitin gefur út og verður á væntanlegri plötu hennar. Holur er afslappað indírokk með óvæntum hliðarskrefum og er það aðgengilegt í tveimur útgáfum, sex mínútna útgáfu sem verður á plötunni og annarri styttri fyrir útvarpsspilun. Báðar útgáfurnar…

Afmælisbörn 10. apríl 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi. Tryggvi G. Hansen torfhleðslu-, tónlistar- og fjöllistamaður er sextíu og níu ára gamall í dag en hann hefur verið þekktastur síðustu árin fyrir að búa í tjaldi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi á þó einnig tónlistarferil að baki en þrjár plötur komu út tengdar honum á tíunda…

Hreinn Líndal (1937-)

Óperusöngvarinn Hreinn Líndal var vel þekktur á sínu sviði um tíma en hann bjó og starfaði víða um Evrópu, óregla olli því að hann kom heim og dvaldi hér um hríð en hann náði sér á strik á nýjan leik og segja má að nýr ferill hafi beðið hans vestan Atlantsála þar sem hann blómstraði…

Hreinn Líndal – Efni á plötum

Hreinn Líndal – Hreinn Líndal Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 008 Ár: 1976 1. Stormar 2. Ég lít í anda liðna tíð 3. Heimir 4. Í dag skein sól 5. Vögguvísa 6. Sáuð þið hana systur mína 7. Til skýsins 8. Allar vildu meyjarnar eiga hann 9. Mamma 10. Tu, ca nun chiangne 11. A canzone…

Hreiðar Pálmason (1940-)

Baritónsöngvarinn Hreiðar Pálmason var einsöngvari um áratuga skeið með Karlakór Reykjavíkur og Karlakór Akureyrar þar á undan, og hefur ein plata komið út með honum. Hreiðar Pálmason er Suður-Þingeyingur að uppruna, fæddur haustið 1940 og uppalinn í Reykjadal og þar steig hann sín fyrstu spor í sönglistinni en hann hóf að syngja með Karlakór Reykdæla…

Hreiðar Pálmason – Efni á plötum

Hreiðar Pálmason ásamt Karlakór Reykjavíkur og Karlakór Akureyrar – Hreiðar Pálmason ásamt Karlakór Akureyrar Reykjavíkur og Karlakór Akureyrar Útgefandi: Músik ehf. Útgáfunúmer: Musik 002 Ár: 2005 1. Er sólin hnígur 2. Döggvot rós 3. Ræningjar 4. Vill du komma med mig 5. Stille gå de melodiske våger 6. Ég man þig 7. Frændi þegar fiðlan…

Hrókur alls fagnaðar (um 1990-2016)

Hrókur alls fagnaðar var heiti eins manns hljómsveitar Sighvats Sveinssonar sem hann starfrækti allt frá því um 1990 og fram yfir miðjan annan áratug 21. aldarinnar. Sighvatur var þar iðulega vopnaður gítar, hljómborðsskemmtara og harmonikku. Sighvatur hafði einmitt starfrækt tríó frá því á áttunda áratugnum sem gekk undir nafninu Hrókar alls fagnaðar en gekk í…

Hrygningarstofninn (1983-84)

Veturinn 1983 til 84 starfaði skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst en hún bar nafnið Hrygningarstofninn. Þessi sveit annaðist undirleik í söngkeppni skólans, Bifróvision sem haldin var um vorið 1984 og sjálfsagt hefur hún leikið á fleiri skemmtunum og dansleikjum innan skólans á Bifröst eins og aðrar skólahljómsveitir samvinnuskólans gerðu á sínum tíma. Engar frekari upplýsingar…

Hrynjandi [1] [útgáfufyrirtæki] (1983-)

Tónlistarmaðurinn Ingvi Þór Kormáksson hefur starfrækt útgáfufyrirtækið Hrynjandi síðan 1983 en þá gaf hann út sína fyrstu plötu undir merkjum þess, hún bar heitið Tíðindalaust. Síðan þá hefur Ingvi Þór gefið út flestar sólóplötur sínar og hljómsveitar sinnar J.J. Soul band í nafni Hrynjandi auk ljóðaplatnanna Ljóðabrot og Dans stöðumælanna – ágóðinn af sölu fyrrnefndu…

Hrynjandi [2] [félagsskapur] (um 1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um félagsskap, tónlistarfélag sem starfaði á Húsavík undir nafninu Hrynjandi. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um þetta tónlistarfélag aðrar en að það kom að endurreisn Stórsveitar Húsavíkur og Lúðrasveitar Húsavíkur árið 1998 en starfsemi þeirra sveita hafði þá legið niðri um nokkurt skeið. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um…

Hryntríóið (1967-69)

Þjóðlagasveit starfaði um tveggja ára skeið við lok sjöunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Hryntríóið eða Hryntríó. Tríóið var skipað ungu tónlistarfólki sem síðar átti eftir að verða þekkt á tónlistarsviðinu en það voru þau Jón Stefánsson síðar kórstjóri og organisti, Ólöf Kolbrún Harðarsdóttir síðar óperusöngkona (og eiginkona Jóns) og Helgi E. Kristjánsson en hann…

Hrynsveitin (2003-08)

Hljómsveit sem bar nafnið Hrynsveitin starfaði innan Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar fyrir fatlað fólk á árunum 2003 til 2008 að minnsta kosti – hugsanlega lengur. Sveitin kom fram á árlegum vortónleikum sem Fjölmennt stóð fyrir í Salnum í Kópavogi í samstarfi við List án landamæra á þeim árum ásamt fleiri tónlistaratriðum, eitt árið lék sveitin…

HS stúdíó [hljóðver] (1991-)

Tónlistarmaðurinn Hilmar Sverrisson hefur starfrækt hljóðver um langt skeið undir nafninu HS stúdíó (H.S. stúdíó) bæði á höfuðborgarsvæðinu og norður á Sauðárkróki. HS stúdíó tók til starfa haustið 1991 í tengslum við Litla tónlistarskólann sem Hilmar rak í Furugrund í Kópavogi, þar var hann með aðstöðu til að hljóðrita tónlist og annað efni. Árið 1993…

Hrægammarnir [2] (1983)

Hrægammarnir voru djasshljómsveit undir stjórn gítarleikarans Björns Thoroddsen, sem spilaði töluvert sumarið og haustið 1983 á stöðum eins og Stúdentakjallaranum og Djúpinu. Heilmiklar mannabreytingar urðu á sveitinni en hún var eins konar forveri eða jafnvel fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar Gamma sem síðar áttu m.a. eftir að gefa út nokkrar breiðskífur. Hrægammar voru í fyrstu útgáfu þarna…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar – Efni á plötum

Hulda Emilsdóttir – Hulda at Þórscafé 1960 [ep] Útgefandi: Solstens sagas Útgáfunúmer: HULDA29PR Ár: 2023 1. Báruniður 2. Fáskrúðsfjarðarpolki 3. Þú gafst mér allt Flytjendur: Hulda Emilsdóttir – söngur hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar: – Guðmundur Finnbjörnsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Afmælisbörn 8. apríl 2025

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er áttatíu og eins árs gömul í dag, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar…

Afmælisbörn 7. apríl 2025

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) á stórafmæli en hann er áttræður á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug…

Afmælisbörn 6. apríl 2025

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari…

Afmælisbörn 5. apríl 2025

Afmælisbörn dagsins eru sjö talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sjötíu og þriggja ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér…

Afmælisbörn 4. apríl 2025

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal fagnar stórafmæli en hann er sextugur á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Afmælisbörn 3. apríl 2025

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarsson) bassaleikari fagnar fimmtíu og tveggja ára afmæli í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum…

Hrekkjusvín (1977)

Tónlistarhópur sem kallaðist Hrekkjusvín stóð að baki plötu sem oft hefur verið nefnd sem besta barnaplata sem komið hefur út á Íslandi, Hrekkjusvínin voru aldrei starfandi sem hljómsveit heldur aðeins sett saman fyrir þetta eina verkefni. Það mun hafa verið vorið 1977 sem útgáfufyrirtækið Gagn og gaman (Páll Baldvin Baldvinsson) fékk þá Valgeir Guðjónsson, Leif…

Hrekkjusvín – Efni á plötum

Hrekkjusvín – Lög unga fólksins Útgefandi: Gagn og gaman / Skífan Útgáfunúmer: GAGA 002 / SCD 214 Ár: 1977 / 1998 1. Afasöngur 2. Hvað ætlar þú að verða? 3. Gettu hvað ég heiti 4. Grýla 5. Ekki bíl 6. Lygaramerki á tánum 7. Sumardagurinn fyrsti 8. Sæmi rokk 9. Hrekkjusvín 10. Gestir út um allt…

Hrím [2] [útgáfufyrirtæki] (1976-79)

Ingibergur Þorkelsson starfrækti um tíma útgáfufyrirtæki sem bar nafnið Hrím. Ingibergur hafði árið 1975 starfrækt útgáfu- og umboðsfyrirtækið Demant við þriðja mann en þegar það fyrirtæki hætti störfum stofnaði hann Hrím sumarið 1976. Hrím varð reyndar hvorki afkasta- eða umsvifamikið á markaðnum en gaf um haustið út plötuna Fram og aftur um blindgötuna með Megasi,…

Hreggviður Jónsson [2] – Efni á plötum

Hreggviður Muninn Jónsson og Þorvaldur Jónsson – Á fjöllum: 13 frumsamin lög eftir Hreggvið og Þorvald frá Torfastöðum Útgefandi: Þorvaldur Jónsson Útgáfunúmer: ÞJ 06 CD Ár: 2003 1. Vor á Eyjabökkum 2. Um hljóða nótt 3. Á fjöllum 4. Þrá 5. Úr fjarska 6. Láttu vordraum þinn vaka 7. Ágústkvöld 8. Minning 9. Oft er gaman 10. Hið…

Hreggviður Jónsson [2] (1941-2011)

Hreggviður Jónsson harmonikkuleikari var kunnur fyrir hljóðfæraleik austur á Fjörðum og Héraði en hann samdi einnig tónlist og var í forsvari fyrir félagsstarf harmonikkuleikara fyrir austan. Hreggviður Muninn Jónsson fæddist snemma árs 1941 en hann var frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð á Héraði. Hann var yngstur sex bræðra sem flestir eða allir léku á hljóðfæri og…

Hróðmundur hippi (1992-93)

Hróðmundur hippi var hljómsveit úr Garðabæ og var nokkuð virk meðan hún starfaði, sem var á árunum 1992 og 93. Hróðmundur hippi var líkast til stofnuð 1992 og lék hún þá í nokkur skipti opinberlega bæði í heimabæ sínum en einnig t.d. á tónleikum ungsveita í félagsmiðstöðinni Fellahelli í Breiðholti. Ekki er að finna neinar…

Hrókar [1] (1965-66)

Ekki liggja fyrir margar heimildir um unglingahljómsveit sem bar nafnið Hrókar en hún mun hafa starfað í Kópavogi á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Fyrir liggur að gítarleikarinn Björgvin Gíslason var einn meðlima Hróka og var þetta hugsanlega fyrsta hljómsveitin sem hann starfaði með en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og er því…

Hrókar [3] (1973-94)

Tríóið Hrókar starfaði í um tvo áratugi og sérhæfði sig í spilamennsku tengdri einkasamkvæmum s.s. árshátíðum og þorrablótum og verður kannski helst minnst fyrir að spila hjá átthagafélögum, ekki er víst að sveitin hafi starfað alveg samfleytt en erfitt er að finna upplýsingar um sveitina þar sem hún svo oft í einkasamkvæmum. Sveitin var stofnuð…

Hrókar [2] (1966-69 / 2009-)

Hljómsveitin Hrókar frá Keflavík starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratugnum – frá 1966 og líklega til 1969 en sveitin mun síðan hafa starfað lítt breytt undir nokkrum nöfnum til ársins 1973, sveitin var svo endurreist árið 2009 og hefur starfað nokkuð óslitið síðan þá. Hrókar voru stofnaðir í Gagnfræðaskóla Keflavíkur árið 1966, líklega…

Hrókar alls fagnaðar [2] (2007)

Sumarið 2007 starfaði hljómsveit undir merkjum Listahóps Seltjarnarness undir nafninu Hrókar alls fagnaðar, sveitin tróð upp við ýmis tækifæri þetta sumar s.s. fyrir gesti sundlaugarinnar á Seltjarnarnesi, fyrir aldraða og víðar. Meðlimir Hróks alls fagnaðar voru þau Kjartan Ottósson gítarleikari, Gunnar Gunnsteinsson bassaleikari [og söngvari?], Ragnar Árni Ágústsson hljómborðsleikari, Jason Egilsson trommuleikari, Lárus Guðjónsson [?],…

Emajor (2023-)

Blússveitin Emajor (E-major) hefur verið starfandi undir því nafni frá því um snemma árs 2023 en áður hafði sveitin gengið undir nafninu Blúsvinir Díönu og starfað um nokkurt skeið undir því nafni. Emajor skipa þau Diana Von Ancken (Mama Di) söngkona, Daði Halldórsson gítarleikari, Gautur Þorsteinsson hljómborðsleikari, Steingrímur Bergmann Gunnarsson trommuleikari og Ólafur Friðrik Ægisson…

Blúsvinir Díönu (2017-2023)

Hljómsveitin Blúsvinir Díönu starfaði um nokkurra ára skeið á árunum í kringum 2020 og lék þá nokkuð opinberlega en sveitin var eins og nafnið gefur til kynna blúshljómsveit. Elstu heimildir um Blúsvini Díönu eru frá haustinu 2017 þegar sveitin lék á Loftinu í Bankastræti en hún gæti þá hafa verið starfandi um nokkurt skeið á…

Afmælisbörn 2. apríl 2025

Þrjú afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Afmælisbörn 1. apríl 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…