Afmælisbörn 31. maí 2025

Átta tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Afmælisbörn 30. maí 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari (1944-2025) átti afmæli á þessum degi en hann lést fyrir skömmu. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og starfaði sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hlaut ennfremur ýmsar…

Afmælisbörn 29. maí 2025

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari og eftirherma er þrjátíu og sex ára gamall í dag. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni…

Hulda Emilsdóttir (1930-)

Hulda Emilsdóttir var kunn söngkona á sjötta áratug síðustu aldar og í upphafi þess sjöunda en hún söng fáein lög sem nutu vinsælda á sínum tíma, það var svo löngu síðar að gamlar upptökur með söng hennar voru gefnar út á plötum. Hulda fæddist austur á Eskifirði árið 1930 og bjó þar fyrstu tíu ár…

Hulda Emilsdóttir – Efni á plötum

Sigurður Ólafsson og Hulda Emilsdóttir – Tólfti september: Halló (tangó) / Bergmál hins liðna (vals) Útgefandi: Tónabandið Útgáfunúmer: TON101 Ár: 1960 1. Halló 2. Bergmál hins liðna Flytjendur: Sigurður Ólafsson – söngur Hulda Emilsdóttir – söngur hljómsveit undir stjórn Carls Billich: – Carl Billich – píanó – Karl Lilliendahl – gítar – Einar B. Waage – bassi – Árni Scheving – víbrafónn – Bragi…

Hryðjuverk (2003-08)

Harðkjarnapönksveit sem bar nafnið Hryðjuverk var starfrækt um nokkurra ára skeið snemma á þessari öld en var þó ekki mjög virk. Hryðjuverk kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003 og gæti þá hafa verið tiltölulega nýstofnuð, sveitin lék þá á fáeinum tónleikum m.a. í Hinu húsinu ásamt fleiri sveitum og um svipað leyti sendi hún…

Hryðjuverk – Efni á plötum

Hryðjuverk – Hryðjuverk? [ep] Útgefandi: Hryðjuverk records Útgáfunúmer: HRY 001 Ár: 2003 1. Brennum Keldur til grunna 2. Gjöf frá ríkisstjórn Íslands 3. Vatn 4. Til sölu 5. Totalidys 6. Stjaksettir stjórnmálamenn Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Patient zero / Hryðjuverk – Patient zero / Hryðjuverk [split plata] Útgefandi: Holy shit records Útgáfunúmer: HXS#1 Ár:…

Húnaver [tónlistartengdur staður / tónlistarviðburður] (1952-)

Félagsheimilið Húnaver í Austur-Húnavatnssýslu er með þekktustu samkomuhúsum landsins en þar hafa verið haldnir dansleikir og aðrir tónlistartengdir viðburðir í áratugi. Rétt eins og með önnur félagsheimili hefur dansleikjum þó fækkað mjög í húsinu og þar hefur ferðaþjónustan tekið við keflinu. Húnaver er með allra fyrstu stóru félagsheimilum landsins en húsið var byggt fljótlega eftir…

Húnvetningakórinn í Reykjavík (1966-78)

Húnvetningakórinn í Reykjavík er einn þriggja kóra sem starfað hafa á höfuðborgarsvæðinu í nafni Húnvetninga en einnig má nefna Söngfélagið Húna (1942-58) og Húnakórinn (1993-2018), þessi kór starfaði hins vegar á árunum 1966 til 78. Litlar upplýsingar er að finna um Húnvetningakórinn en hann starfaði líkast til innan Húnvetningafélagsins í Reykjavík, í heimild er talað…

Húrra [fjölmiðill] (1965-66)

Húrra var tímarit fyrir táninga og fjallaði einkum um tónlist, en blaðið kom út um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, á árunum 1965 og 66. Það var söngvarinn Haukur Morthens sem setti Húrra á laggirnar og var ritstjóri blaðsins en einnig skrifaði Þorsteinn Eggertsson í það. Í ritinu mátti m.a. finna greinar um erlenda tónlistarmenn…

Húsband Populus Tremula (2002-)

Hljómsveit sem gengið hefur undir nafninu Húsband Populus Tremula, hefur starfað á Akureyri um langt skeið án þess þó að um samfleytt samstarf hafi verið að ræða – og reyndar hafði hún verið til í yfir áratug þegar hún fyrst hlaut nafn sitt. Upphaf sveitarinnar má rekja allt til ársins 2002 þegar nokkrir tónlistarmenn á…

Húsband Havarí (2010)

Hið svokallaða Húsband Havarí mun hafa verið sett saman fyrir listahátíðina Villa Reykjavík sem haldin var sumarið 2010 en meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Örn Josephsson (Stafrænn Hákon), Bergur Andersen og Macio Moretti skipuðu. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit eða almennt um uppákomuna nema að það stóð til að þeir myndu…

Húsavíkurtríóið (1971-72)

Veturinn 1971 til 72 starfaði tríó innan Tónlistarskólans á Húsavík undir nafninu Húsavíkurtríóið en sveitin æfði undir handleiðslu Ladislav Vojta, tékknesks tónlistarkennara við skólann. Meðlimir Húsavíkurtríósins voru þau Katrín Sigurðardóttir píanóleikari, Þórhalla Arnljótsdóttir klarinettuleikari og Ásgeir Steingrímsson trompetleikari, þremenningarnir komu nokkuð fram opinberlega um veturinn og héldu m.a. sjálfstæða tónleika í Félagsheimilinu á Húsavík. Húsavíkurtríóið…

Húsdýrið (2000-04)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þungarokkshljómsveit sem gekk undir nafninu Húsdýrið og starfaði af því er virðist innan þungarokksklúbbsins Rándýrsins en sá klúbbur var starfræktur á árunum 1994 til 2004 að minnsta kosti – og er að öllum líkindum starfandi ennþá en starfsemi hans fer ekki hátt. Hljómsveitin Húsdýrið mun hafa troðið upp á árshátíðum…

Húsdraugarnir (1996-97)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Hólmavík undir lok síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1996 og 96 en sú sveit lék nokkuð á heimaslóðum, á Cafe Riis á Hólmavík um verslunarmannahelgarnar bæði árin en einnig á dansleik í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík sumarið 1996. Hér vantar upplýsingar um meðlimi og…

Afmælisbörn 28. maí 2025

Fimm afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sjötíu og sex ára gamall í dag. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…

Afmælisbörn 27. maí 2025

Fimm afmælisbörn koma við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var…

Afmælisbörn 26. maí 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði (1930-2024) átti afmæli á þessum degi. Villi Valli, sem upphaflega kom reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék með og starfrækti…

Afmælisbörn 25. maí 2025

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fimmtíu og sjö ára gömul á þessum degi. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með…

Afmælisbörn 24. maí 2025

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari á sjötíu og sjö ára afmæli á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um…

Afmælisbörn 23. maí 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu í dag: Kári Þormar (Kárason) kórstjórnandi og organisti er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Kári sem í dag er stjórnandi Dómkórsins og organisti kirkjunnar, hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði til að mynda við Áskirkju, Fríkirkjuna og víðar. Kári nam orgel- og píanóleik hér heima,…

Enn bætist við fjölda atriða á Iceland Airwaves 2025

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram í haust eins og síðustu 25 árin, og nú hefur heldur betur bæst í hóp þeirra þrjátíu og fimm tónlistaratriða sem áður hafði verið tilkynnt um því nú hafa tuttugu og níu slík bæst við – hér má nefna tónlistarfólk m.a. frá Írak, Kólumbíu og Mongólíu. Íslensku flytjendurnir sem bæst…

Afmælisbörn 22. maí 2025

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru sex talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er sextíu og sex ára gömul í dag. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig…

Hrólfur Vagnsson (1960-)

Hrólfur Vagnsson frá Bolungarvík hefur starfað víða um lönd sem tónlistarmaður, upptökumaður og -stjóri, útgefandi, útsetjari og tónlistarkennari en lengst af í Þýskalandi. Hann hefur komið að útgáfu og upptökum mörg hundruð platna og nokkrar þeirra hafa komið út í hans nafni, þekktastur er hann þó e.t.v. hér á landi fyrir að vera fyrsti íslenski…

Hrólfur Vagnsson – Efni á plötum

Hrólfur Vagnsson – Hrólfur Vagnsson Útgefandi: Pano Útgáfunúmer: Pano 55-002 Ár:1990 1. Spain 2. All of me 3. Petite muse 4. Round midnight 5. Belgingur 6. Autumn leaves 7. Vikivaki 8. Bleiki pardusinn 9. Djöfulstangó 10. Crystal silence 11. Basta Flytjendur: Hrólfur Vagnsson – harmoníkka og hljómborð Alexsander Stein – flauta Dominik Decker – gítar…

Húnarnir [1] (2008)

Hljómsveitin Húnarnir starfaði á Vopnafirði árið 2008 en sveitin lék þá um sumarið á dagskrá við opnun Múlastofu á Vopnafirði sem helguð var bræðrunum Jóni Múla og Jónasi Árnasyni, sveitin lék að öllum líkindum tónlist þeirra bræða. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit, hvorki um meðlimi hennar né hljóðfæraskipan og er…

Húnar [3] (1999-2001)

Hljómsveit sem bar nafnið Húnar var að leika töluvert fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu í kringum aldamótin, að minnsta kosti á árunum 1999 til 2001 en sveitin lék mestmegnis í Gerðubergi í Breiðholti. Engar frekari upplýsingar er að finna um Húna en svo virðist sem harmonikkuleikarinn Ragnar Leví Jónsson hafi eitthvað verið viðloðandi sveitina. Óskað…

Húnar [2] (1970)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Húnar og lék á sjómannadagsdansleik á Ólafsfirði árið 1970, ólíklegt er að um sömu sveit sé að ræða og starfaði á Eskifirði undir sama nafni þremur árum fyrr. Húnar voru að öllum líkindum frá Ólafsfirði eða nærsveitum, jafnvel úr Húnavatnssýslunni sé mið tekið af nafni sveitarinnar…

Húnarnir [2] (2014)

Hljómsveit sem bar nafnið Húnarnir starfaði sumarið 2014 og var hugsanlega sett sérstaklega saman fyrir ferð Íslenska vitafélagsins til Noregs á norræna strandmenningarhátíð en sveitin kynnti þar íslenska tónlist í tengslum við strandmenningu. Svo virðist sem sveitin hafi einvörðungu starfað í kringum þessa hátíð en verið lögð niður að henni lokinni. Húnana skipuðu þau Snorri…

Hilmar J. Hauksson – Efni á plötum

Hrím – Barnagull: Lög og leikir með Hrím [snælda] Útgefandi: Hrím Útgáfunúmer: Hrím 001 Ár: 1983 / 1992 1. Kettlingarnir 2. Hugarflugið 3. Bjössi á bílnum 4. Finnsku lögin 5. Haust í skógi 6. Klukkulagið 7. Fjögurra fóta rúm 8. Hringdans barnanna 9. Vatnssöngurinn 10. Bakarakonan 11. Keðjulögin 12. 10 indíánar 13. Vísa um frekju 14. Blómin í…

Hulda [1] (1881-1946)

Skáldkonan Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda) samdi fjöldann allan af ljóðum sem samin hafa verið lög við, bæði í hennar samtíma en einkum þó síðar – Hver á sér fegra föðurland og Lindin eru líkast til þekktust þeirra. Unnur Benediktsdóttir fæddist sumarið 1881 í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst upp á menningarheimili þar sem hún komst…

Hotel Rotterdam (2010)

Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi í Keflavík eða annars staðar á Suðurnesjunum árið 2010 undir nafninu Hotel Rotterdam en sveit með því nafni lék á unglingatónleikum í nafni Ljósanætur þá um sumarið. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og því er óskað eftir þeim, s.s. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan,…

Hótel Rotterdam (2011-12)

Hljómsveitin Hótel Rotterdam var starfrækt á Vestfjörðum, líklega Bolungarvík fremur en Ísafirði árið 2011 og 2012. Hótel Rotterdam var stofnuð um vorið 2011 og lék þá á Þorskinum, sem var lítil tónlistarhátíð haldin í Bolungarvík um nokkurra ára skeið en sveitin lék þar einnig ári síðar, í millitíðinni kom sveitin fram á Aldrei fór ég…

Hilmar J. Hauksson (1950-2007)

Tónlistarmaðurinn Hilmar J. Hauksson kom víða við í tónlist á sínum æviferli en hann lést langt fyrir aldur fram. Hilmar Jón Hauksson var fæddur í Reykjavík snemma árs 1950, hann hóf snemma að iðka tónlist en var líklega að mestu eða öllu leyti sjálfmenntaður í þeim fræðum. Hilmar var í nokkrum hljómsveitum á menntaskólaárum sínum…

Húnavaka [1] [tónlistarviðburður] (1944-99)

Húnavaka var eins konar menningarhátíð sem haldin var í Austur-Húnavatnssýslu (síðar Húnaþingi) en hún var mikilvægur partur af menningarlífi Húnvetninga um árabil þegar skemmtanir voru af skornum skammti, hátíðina sóttu þúsundir gesta og komu þeir víða að. Heimildir eru nokkuð misvísandi um hvenær Húnavaka var fyrst haldin, flestar heimildir herma að hátíðin hafi fyrst verið…

Afmælisbörn 21. maí 2025

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona á stórafmæli en hún er fimmtug á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Afmælisbörn 20. maí 2025

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkó, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó…

Afmælisbörn 19. maí 2025

Í dag eru á skrá Glatkistunnar fimm afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari (1936-2024) átti afmæli á þessu degi. Enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London í kjölfarið. Hann…

Afmælisbörn 18. maí 2025

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextíu og átta ára gamall. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 17. maí 2025

Hvorki fleiri né færri en átta tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón…

Afmælisbörn 16. maí 2025

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fimmtíu og eins árs í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta plata…

Við eldana (Þjóðhátíðarlag 2025)

Við eldana (Þjóðhátíðarlag 2025) (Lag og texti: Stuðlabandið) Hver nótt með þér, ég lifna við á ný. Og sól ég sé þegar dagur rís, svo hlý. Stend við eldana, finndu hlýjuna, við erum á hárréttum stað. Sjáðu gleðina, fegurð fjallanna, já hér á þjóðhátíð. Þrái að vera hér, þú í örmum mér, já hér á…

Afmælisbörn 15. maí 2025

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó. Rúnar…

Hringir [1] (1989-2017)

Hljómsveitin Hringir (einnig oft nefnd sýrupolkahljómsveitin Hringir) starfaði um nokkurra áratuga skeið frá því á síðustu öld og fram á þessa, og reyndar er ekki alveg ljóst hvort sveitin sé lífs eða liðin. Hún hefur starfað með hléum og þegar þetta er ritað virðist sem hún hafi síðast komið fram opinberlega árið 2017, hins vegar…

Hringir [1] – Efni á plötum

Hringir & Magga Stína – Hringir & Magga Stína Útgefandi: Samtök útvalinna polka aðdáenda Útgáfunúmer: SÚPA 001 Ár: 1999 1. Tónlist í sjálfu sér 2. To Sir with love 3. Comment te dire adieu 4. Þetta kvöld 5. Summer breeze 6. Nóaflóðið 7. Vitskert veröld 8. S.O.S. (ást í neyð) 9. Une homme et un…

Hrólfur Jónsson – Efni á plötum

Tríó Tryggva Pálssonar og gestir – Á Kóngsbakka Útgefandi: Tríó Tryggva Pálssonar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmer] Ár: 2009 1. Hljómsveitin 2. Skyld‘ ekki Eyjólfur hressast? 3. Karlar á Kóngsbakka 4. Vinur í raun 5. Ástir samlyndra hjóna 6. Vornótt 7. Hestamaðurinn 8. Sakna svo sárt 9. Bjarnarhöfn 10. Drottningar á Kóngsbakka 11. Ljúfi Sæmi 12. Blikar…

Hrólfur Jónsson (1955-)

Hrólfur Jónsson hefur víða komið við í atvinnulífinu, hann var lengi slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins áður en hann tók við starfi sviðstjóra framkvæmdasviðs við Reykjavíkurborg og síðar var hann skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni – þá hefur hann komið að félags- og íþróttastarfi og var t.d. landsliðsþjálfari í badminton um tíma. En Hrólfur hefur einnig fengist…

Hundurinn og ilmvatnið (1993)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um fyrirbæri sem kallað var Hundurinn og ilmvatnið, líklega var um hljómsveit að ræða en hún kom fram ásamt Texas Jesús á skemmtistaðnum 22 á Laugaveginum haustið 1993. Hér er beðið um upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti hér heima – þ.e. ef um hljómsveit var að…

Husband (2006-16)

Hljómsveit sem bar nafnið Husband starfaði um áratugar skeið og var skipuð hafnfirskum tónlistarmönnum. Husband mun hafa verið stofnuð árið 2006 og munu meðlimir sveitarinnar í upphafi hafa verið mjög ungir að árum því hún var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010, og hafði þá verið starfandi í fjögur ár. Meðlimir sveitarinnar voru 2010 þeir…

Hux (1995)

Strengjakvartett sem bar nafnið Hux kom við sögu á plötu hljómsveitarinnar Blome – The Third twin sem kom út árið 1995, ekki er ljóst hvort kvartettinn var starfandi eða hvort hann var sérstaklega settur saman eingöngu fyrir það verkefni. Hux skipuðu þau Una Sveinbjarnardóttir (fyrsti) fiðluleikari, Hrafnhildur Atladóttir (annar) fiðluleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir lágfiðluleikari og…