Hringir [1] (1989-2017)

Hljómsveitin Hringir (einnig oft nefnd sýrupolkahljómsveitin Hringir) starfaði um nokkurra áratuga skeið frá því á síðustu öld og fram á þessa, og reyndar er ekki alveg ljóst hvort sveitin sé lífs eða liðin. Hún hefur starfað með hléum og þegar þetta er ritað virðist sem hún hafi síðast komið fram opinberlega árið 2017, hins vegar…

Hringir [1] – Efni á plötum

Hringir & Magga Stína – Hringir & Magga Stína Útgefandi: Samtök útvalinna polka aðdáenda Útgáfunúmer: SÚPA 001 Ár: 1999 1. Tónlist í sjálfu sér 2. To Sir with love 3. Comment te dire adieu 4. Þetta kvöld 5. Summer breeze 6. Nóaflóðið 7. Vitskert veröld 8. S.O.S. (ást í neyð) 9. Une homme et un…

Hrólfur Jónsson – Efni á plötum

Tríó Tryggva Pálssonar og gestir – Á Kóngsbakka Útgefandi: Tríó Tryggva Pálssonar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmer] Ár: 2009 1. Hljómsveitin 2. Skyld‘ ekki Eyjólfur hressast? 3. Karlar á Kóngsbakka 4. Vinur í raun 5. Ástir samlyndra hjóna 6. Vornótt 7. Hestamaðurinn 8. Sakna svo sárt 9. Bjarnarhöfn 10. Drottningar á Kóngsbakka 11. Ljúfi Sæmi 12. Blikar…

Hrólfur Jónsson (1955-)

Hrólfur Jónsson hefur víða komið við í atvinnulífinu, hann var lengi slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins áður en hann tók við starfi sviðstjóra framkvæmdasviðs við Reykjavíkurborg og síðar var hann skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni – þá hefur hann komið að félags- og íþróttastarfi og var t.d. landsliðsþjálfari í badminton um tíma. En Hrólfur hefur einnig fengist…

Hundurinn og ilmvatnið (1993)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um fyrirbæri sem kallað var Hundurinn og ilmvatnið, líklega var um hljómsveit að ræða en hún kom fram ásamt Texas Jesús á skemmtistaðnum 22 á Laugaveginum haustið 1993. Hér er beðið um upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti hér heima – þ.e. ef um hljómsveit var að…

Husband (2006-16)

Hljómsveit sem bar nafnið Husband starfaði um áratugar skeið og var skipuð hafnfirskum tónlistarmönnum. Husband mun hafa verið stofnuð árið 2006 og munu meðlimir sveitarinnar í upphafi hafa verið mjög ungir að árum því hún var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010, og hafði þá verið starfandi í fjögur ár. Meðlimir sveitarinnar voru 2010 þeir…

Hux (1995)

Strengjakvartett sem bar nafnið Hux kom við sögu á plötu hljómsveitarinnar Blome – The Third twin sem kom út árið 1995, ekki er ljóst hvort kvartettinn var starfandi eða hvort hann var sérstaklega settur saman eingöngu fyrir það verkefni. Hux skipuðu þau Una Sveinbjarnardóttir (fyrsti) fiðluleikari, Hrafnhildur Atladóttir (annar) fiðluleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir lágfiðluleikari og…

Hussein (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um pönksveit sem starfaði á Húsavík eða nágrenni í kringum 1990 og bar nafnið Hussein. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit en hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar, hvenær hún starfaði og annað sem heima ætti í umfjölluninni um sveitina.

Húnar [1] (1967)

Hljómsveitin Húnar starfaði á Eskifirði á síðari hluta sjöunda áratugarins, líkast til í nokkra mánuði árið 1967. Fáar heimildir er að finna um Húna og ekki liggja fyrir upplýsingar nema um einn meðlim sveitarinnar en það er Ellert Borgar Þorvaldsson sem var söngvari hennar og hugsanlega einnig bassaleikari, hann varð síðar þekktur liðsmaður hljómsveitarinnar Randver.…

Húgó og Hermína (1988)

Hljómsveitin Húgó og Hermína kom af höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar vorið 1988. Meðlimir Húgós og Hermínu voru þeir Þórður Þórsson gítarleikari og söngvari, Þorsteinn Ö. Andrésson bassaleikari og söngvari og Hrannar Magnússon trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og engar upplýsingar liggja fyrir um hversu lengi sveitin starfaði…

Húgó (2004)

Hljómsveitin Húgó kom frá Kleppsjárnsreykjum í Borgarfirði og var meðal keppnissveita í Músíktilraunum vorið 2004. Ekki liggur fyrir hversu lengi hún hafði þá starfað eða hversu lengi hún starfaði eftir tilraunirnar en þar var sveitin skipuð þeim Helga Eyleifi Þorvaldssyni trommuleikara, Ásmundi Svavari Sigurðssyni bassaleikara, Þorvaldi Inga Árnasyni gítarleikara og Atla Má Björnssyni hljómborðsleikara og…

Hrím [4] (1989-90)

Óskað er eftir upplýsingum um pöbbasveit sem starfrækt var sem eins konar húshljómsveit í Ölveri í Glæsibæ veturinn 1989 til 1990. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar en þessi sveit er alls ótengd þjóðlagasveit með sama nafni sem starfaði fáeinum árum fyrr.

Afmælisbörn 14. maí 2025

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Ámundi Ámundason (1945-2023) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins hefði átt afmæli á þessum degi. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu út um…