Hrólfur Vagnsson (1960-)

Hrólfur Vagnsson frá Bolungarvík hefur starfað víða um lönd sem tónlistarmaður, upptökumaður og -stjóri, útgefandi, útsetjari og tónlistarkennari en lengst af í Þýskalandi. Hann hefur komið að útgáfu og upptökum mörg hundruð platna og nokkrar þeirra hafa komið út í hans nafni, þekktastur er hann þó e.t.v. hér á landi fyrir að vera fyrsti íslenski…

Hrólfur Vagnsson – Efni á plötum

Hrólfur Vagnsson – Hrólfur Vagnsson Útgefandi: Pano Útgáfunúmer: Pano 55-002 Ár:1990 1. Spain 2. All of me 3. Petite muse 4. Round midnight 5. Belgingur 6. Autumn leaves 7. Vikivaki 8. Bleiki pardusinn 9. Djöfulstangó 10. Crystal silence 11. Basta Flytjendur: Hrólfur Vagnsson – harmoníkka og hljómborð Alexsander Stein – flauta Dominik Decker – gítar…

Húnarnir [1] (2008)

Hljómsveitin Húnarnir starfaði á Vopnafirði árið 2008 en sveitin lék þá um sumarið á dagskrá við opnun Múlastofu á Vopnafirði sem helguð var bræðrunum Jóni Múla og Jónasi Árnasyni, sveitin lék að öllum líkindum tónlist þeirra bræða. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit, hvorki um meðlimi hennar né hljóðfæraskipan og er…

Húnar [3] (1999-2001)

Hljómsveit sem bar nafnið Húnar var að leika töluvert fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu í kringum aldamótin, að minnsta kosti á árunum 1999 til 2001 en sveitin lék mestmegnis í Gerðubergi í Breiðholti. Engar frekari upplýsingar er að finna um Húna en svo virðist sem harmonikkuleikarinn Ragnar Leví Jónsson hafi eitthvað verið viðloðandi sveitina. Óskað…

Húnar [2] (1970)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Húnar og lék á sjómannadagsdansleik á Ólafsfirði árið 1970, ólíklegt er að um sömu sveit sé að ræða og starfaði á Eskifirði undir sama nafni þremur árum fyrr. Húnar voru að öllum líkindum frá Ólafsfirði eða nærsveitum, jafnvel úr Húnavatnssýslunni sé mið tekið af nafni sveitarinnar…

Húnarnir [2] (2014)

Hljómsveit sem bar nafnið Húnarnir starfaði sumarið 2014 og var hugsanlega sett sérstaklega saman fyrir ferð Íslenska vitafélagsins til Noregs á norræna strandmenningarhátíð en sveitin kynnti þar íslenska tónlist í tengslum við strandmenningu. Svo virðist sem sveitin hafi einvörðungu starfað í kringum þessa hátíð en verið lögð niður að henni lokinni. Húnana skipuðu þau Snorri…

Hilmar J. Hauksson – Efni á plötum

Hrím – Barnagull: Lög og leikir með Hrím [snælda] Útgefandi: Hrím Útgáfunúmer: Hrím 001 Ár: 1983 / 1992 1. Kettlingarnir 2. Hugarflugið 3. Bjössi á bílnum 4. Finnsku lögin 5. Haust í skógi 6. Klukkulagið 7. Fjögurra fóta rúm 8. Hringdans barnanna 9. Vatnssöngurinn 10. Bakarakonan 11. Keðjulögin 12. 10 indíánar 13. Vísa um frekju 14. Blómin í…

Hulda [1] (1881-1946)

Skáldkonan Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda) samdi fjöldann allan af ljóðum sem samin hafa verið lög við, bæði í hennar samtíma en einkum þó síðar – Hver á sér fegra föðurland og Lindin eru líkast til þekktust þeirra. Unnur Benediktsdóttir fæddist sumarið 1881 í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst upp á menningarheimili þar sem hún komst…

Hotel Rotterdam (2010)

Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi í Keflavík eða annars staðar á Suðurnesjunum árið 2010 undir nafninu Hotel Rotterdam en sveit með því nafni lék á unglingatónleikum í nafni Ljósanætur þá um sumarið. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og því er óskað eftir þeim, s.s. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan,…

Hótel Rotterdam (2011-12)

Hljómsveitin Hótel Rotterdam var starfrækt á Vestfjörðum, líklega Bolungarvík fremur en Ísafirði árið 2011 og 2012. Hótel Rotterdam var stofnuð um vorið 2011 og lék þá á Þorskinum, sem var lítil tónlistarhátíð haldin í Bolungarvík um nokkurra ára skeið en sveitin lék þar einnig ári síðar, í millitíðinni kom sveitin fram á Aldrei fór ég…

Hilmar J. Hauksson (1950-2007)

Tónlistarmaðurinn Hilmar J. Hauksson kom víða við í tónlist á sínum æviferli en hann lést langt fyrir aldur fram. Hilmar Jón Hauksson var fæddur í Reykjavík snemma árs 1950, hann hóf snemma að iðka tónlist en var líklega að mestu eða öllu leyti sjálfmenntaður í þeim fræðum. Hilmar var í nokkrum hljómsveitum á menntaskólaárum sínum…

Húnavaka [1] [tónlistarviðburður] (1944-99)

Húnavaka var eins konar menningarhátíð sem haldin var í Austur-Húnavatnssýslu (síðar Húnaþingi) en hún var mikilvægur partur af menningarlífi Húnvetninga um árabil þegar skemmtanir voru af skornum skammti, hátíðina sóttu þúsundir gesta og komu þeir víða að. Heimildir eru nokkuð misvísandi um hvenær Húnavaka var fyrst haldin, flestar heimildir herma að hátíðin hafi fyrst verið…

Afmælisbörn 21. maí 2025

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona á stórafmæli en hún er fimmtug á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…