Hussein (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um pönksveit sem starfaði á Húsavík eða nágrenni í kringum 1990 og bar nafnið Hussein. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit en hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar, hvenær hún starfaði og annað sem heima ætti í umfjölluninni um sveitina.

Húnar [1] (1967)

Hljómsveitin Húnar starfaði á Eskifirði á síðari hluta sjöunda áratugarins, líkast til í nokkra mánuði árið 1967. Fáar heimildir er að finna um Húna og ekki liggja fyrir upplýsingar nema um einn meðlim sveitarinnar en það er Ellert Borgar Þorvaldsson sem var söngvari hennar og hugsanlega einnig bassaleikari, hann varð síðar þekktur liðsmaður hljómsveitarinnar Randver.…

Húgó og Hermína (1988)

Hljómsveitin Húgó og Hermína kom af höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar vorið 1988. Meðlimir Húgós og Hermínu voru þeir Þórður Þórsson gítarleikari og söngvari, Þorsteinn Ö. Andrésson bassaleikari og söngvari og Hrannar Magnússon trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og engar upplýsingar liggja fyrir um hversu lengi sveitin starfaði…

Húgó (2004)

Hljómsveitin Húgó kom frá Kleppsjárnsreykjum í Borgarfirði og var meðal keppnissveita í Músíktilraunum vorið 2004. Ekki liggur fyrir hversu lengi hún hafði þá starfað eða hversu lengi hún starfaði eftir tilraunirnar en þar var sveitin skipuð þeim Helga Eyleifi Þorvaldssyni trommuleikara, Ásmundi Svavari Sigurðssyni bassaleikara, Þorvaldi Inga Árnasyni gítarleikara og Atla Má Björnssyni hljómborðsleikara og…

Hrím [4] (1989-90)

Óskað er eftir upplýsingum um pöbbasveit sem starfrækt var sem eins konar húshljómsveit í Ölveri í Glæsibæ veturinn 1989 til 1990. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar en þessi sveit er alls ótengd þjóðlagasveit með sama nafni sem starfaði fáeinum árum fyrr.

Afmælisbörn 14. maí 2025

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Ámundi Ámundason (1945-2023) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins hefði átt afmæli á þessum degi. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu út um…

Afmælisbörn 13. maí 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur talsins í dag: Tónskáldið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson er sextíu og sjö ára gamall í dag. Hann bar fyrst á góma fjölmiðla á fyrri hluta áttunda áratugarins sem tónlistarmaður með hljómsveitinni Síberíu og síðar Melchior þar sem hann lék á gítar. Hann fór síðar í tónsmíðanám, fyrst í Reykjavík en síðan í…

Afmælisbörn 12. maí 2025

Níu tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller á sextíu og átta ára afmæli í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil…

Afmælisbörn 11. maí 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Jóhann (Óskar) Hjörleifsson trommu- og slagverksleikari með meiru er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Jóhann var trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns en hefur aukinheldur leikið með sveitum eins og Jagúar, Rokkabillíbandi Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Trix, Ullarhöttunum, Tríó Björns Thoroddsen og Straumum & Stefáni. Session-mennska…

Afmælisbörn 10. maí 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum hefði orðið 92 ára í dag en hann lést fyrr á þessu ári, hann söng einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir söng einnig með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út…

Afmælisbörn 9. maí 2025

Í dag eru afmælisbörn dagsins sex talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður (f. 1928) hefði átt afmæli í dag en hann lést árið 2023. Hann var upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að vera…

Afmælisbörn 8. maí 2025

Átta tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með fjölmörgum hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik, Sheriff,…

Söngbók Glatkistunnar stækkar

Vikuskammtur Glatkistunnar er með öðru sniði að þessu sinni en venjulega því nú brestur á með nýjum textaskammti – á fjórða hundrað texta bætast nú við þá ríflega þrjú þúsund texta sem finna má fyrir á Glatkistuvefnum. Hér eru nýlegir textar með hljómsveitum og listafólki eins og Flott, Elínu Hall, Myrkva og Iceguys í bland…

Snjómokstur

Snjómokstur (Lag / texti: Þorsteinn Guðmundsson / Davíð Stefánsson) Sjálfsagt hafa sumir fengið sumarkaupið greitt en þeir sem eru minnimáttar mega sín aldrei neitt. Nú er illt í ári og ekki meira í sjó, kominn kaldur vetur sem kyngir niður snjó. Mokið, mokið, mokið, mokið, mokið meiri snjó. Mokið, mokið, mokið, mokið, mokið meiri snjó.…

Hanna litla

Hanna litla (Lag / texti: Þorsteinn Guðmundsson / Tómas Guðmundsson) Hanna litla! Hanna litla! Heyrirðu ekki vorið kalla? Sérðu ekki sólskinshafið silfurtært um bæinn falla? Það er líkt og ljúfur söngur líði enn um hjarta mitt, ljúfur söngur æsku og ástar, er ég heyri nafnið þitt. Svona er að vera seytján ára sólskinsbarn með draum…

Kenn þú mér, kristur

Kenn þú mér, kristur (Lag / texti: erlent lag / Jóhanna G. Erlingsson) Ef ræður mekti manna er myrkrið svart. Lát gullna geisla þína gjöra aftur bjart er sálin óttast eigi, er andinn frjáls. Högg fjötra fáviskunnar flærðar og táls. Lát eldinn ástar þinnar upptendra líf, uppræt þú óttann og hatur, örvænting og stríð. Kenn…

Betlikerlingin

Betlikerlingin (Lag / texti: Þorsteinn Guðmundsson / Gestur Pálsson) Hún hokin sat á tröppu en hörkufrost var á og hnipraði sig saman uns í kuðung hún lá, og kræklóttar hendurnar titra til og frá, um tötrana að fálm sér velgju að ná. Og augað var svo sljótt sem þess slokknað hefði ljós, í stormabylnum tryllta…

Ég fer í Sjallann

Ég fer í Sjallann (Lag / texti: Stefán Kjartansson / Einar Kristjánsson) Þegar burt er veturinn víkur úr kinn, þá vaxandi þróast í mér kvensemin. Og þegar svo hilla í flöskuna fer, ég finn að ég alls ekki get stjórnað mér. Og hopp og hí og hí og hopp og hí og hí og trall…

Draumaskipið

Draumaskipið (Lag / texti: erlent lag / Gylfi Ægisson) Berðu mig skip mitt hátt upp til skýja, skip mitt þar friðsæld ég finn, færðu mig ofan þar sem finnst hlýja, fegurð og gleði um sinn, það mun sorgir mínar sefa því söknuð enn ég finn. En því fór, því fór stúlkan mín í burt frá…

Díana

Díana (Lag / texti: erlent lag / Birgir Marinósson) Ást þín einum aldrei dvín, enn í dag ég leita þín þó ég viti að vonlaust er að vekja ást í brjósti þér. Ávallt verður lífið leitt, leit að því sem enginn veit, þú ert draumur minn Díana. Ást þín verður aldrei föl áfram þó ég…

Ekkert jafnast á við dans

Ekkert jafnast á við dans (Lag og texti Þorsteinn Guðmundsson) Nú við dönsum dátt sem fyrr. Drengur stattu ekki kyrr. Sjá þín bíður blíðust mær, bjóddu þeirri hendur tvær. Áfram svíf í sæludraum. Sinntu ekki um dufl og glaum, gefðu einni undir fót. Æsku þinnar glaður njót, því að þetta augnablik, þolir ekki nokkurt hik.…

Á Kanarí

Á Kanarí (Lag / texti: erlent lag / Hrafn Pálsson) Á köldum vetri, með konutetri, er best að koma sér til Kanarí. Með klæðalitlum og milljón pytlum er mjög svo gott að skella sér í frí. (Því) alla daga – á sínum maga er hægt að sleikja sól við engin ský. Ó, á Kanarí –…

Siggi séní

Siggi séní (Lag og texti: Gylfi Ægisson) Siggi hann var bóndi upp í sveit, hann Siggi átti hesta, kýr og geit, já hann Siggi átti hesta, já hann Siggi átti kýr, já hann Siggi átti líka eina geit, en það sem þjáði Sigga, var að hann var aldrei hýr því heimasæta engin á hann leit.…

Hver eltir hvern?

Hver eltir hvern? (Lag / texti: erlent lag / Hrafn Pálsson) Ég var að eltast við eina sem er frá Selfossi. Öllum stundum eyddi ég í að ná þar smákossi. Hún lét samt ekki tæla sig við lipurt tungutak. Ég laug hana í bíó en það hvorki gekk né rak. Ég svaf ekki á næturnar…

Ljóshærð stúlka

Ljóshærð stúlka (Lag og texti: Hermann Jónsson) Ljóshærð stúlka lokkandi lagleg hnáta skokkandi, einhvern tíma henni mun ég ná. Ef að morgni mæti henni mína vöðva þrælspenni, anda djúpt og yrði hana á. Ég segi komdu, komdu, gef mér koss, krakkar allir þrá það hnoss, lifum frjáls og leikum oss á ný. Börn við vorum…

Grásleppu Gvendur

Grásleppu Gvendur (Lag og texti Þorsteinn Guðmundsson) Við grásleppuna Gvendur best sér undi, hann gamall varð því emjaði og stundi, á gömlum báti greyið var gamlar voru árarnar og gamalt allt, og Gvendur hafði fundið gamlan hatt í víkinni við sundið. Snemma á morgnum sást hann sæll á svipinn í fjörunni og fitlaði við gripinn,…

Vill hún Jón

Vill hún Jón (Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson) Mig vantar fé og víst er ég í vandræðum, staurblankur, að standa í svona stórræðum. Heitt ég elska hýra mey en hún er soddan flón. Ef virðist vera á mér hik vill hún Jón. Bara ég gæti boðið henni á ballið næst, ég get…

Eilíft korter

Eilíft korter (Lag og texti: Elín Hall) Allt sem að ég vildi frá þér heyra var ég hefði aldrei geta gefið meira. Krotuð orð í stílabók, krókaleiðir sem ég tók leitandi af þér fyrir eitt annað korter. Þú spyrð en ég hef þér lítið að segja. Samdi plötu um þig svo hvað viltu heyra? Að…

Völundarhúsið

Völundarhúsið (Lag og texti: Elín Hall) Tólf þúsund ég elska þig… Að elska þig er eins og að vera orðin mállaus í brennandi byggingu þar sem fólk liggur sofandi. Að elska þig er eins og að vera orðin ljóslaus í grenjandi rigningu uppá niðdimmri heiðinni. Að finna þig var að fá grip í neyð. Stefnulaus…

Þegar óttinn deyr

Þegar óttinn deyr (Lag og texti: Elín Hall) Ó þú ert farinn í hausnum. Vil ég vita hvar þú heldur þig? Nóg fannstu af skammtímalausnum, en í botni glassins finnurðu ekki mig. Borgarmyrkrið glitrar í botnlausum augum, á þjótandi bílum. Helltu úr þér lítið meir. Helltu í mig lítið meir. Haltu þegar nóttin deyr. Haltu…

Manndráp af gáleysi

Manndráp af gáleysi (Lag og texti: Elín Hall) Flísar upp baðherbergið. Þú stóðst í gættinni var um þig. Hvernig ertu aftur með blóðnasir? Kvíða, þú kennir því um, og ég þurrka blóðið með ermunum og lofa þér lyktin hún náist úr. En ég veit það er satt að við fórum of hratt og ég hefði…

Málarinn

Málarinn (Lag og texti: Elín Hall) Þó svo að augun mín leiti ekki upp og þegar kvöldar þá leiti ég burt, þú getur kallað það sálarlaust, en ég þarf bara tíma fyrir traust, ég lofa, ég lofa að efinn er hluti af mér. Ósammála, þú ert maður – ég er norn og ég kann að…

Júpíter

Júpíter (Lag og texti: Elín Hall) Júpíter hvað viltu frá mér? Togar að þér, þeytir frá þér. Er þú snerist ég þig elti. Stærsta afl í stjörnubelti. Fannstu mig þegar ég fór? Í janúar vildir þú jól. Júpíter þú ert einmana stjarna sem grætur sólina um nætur. Júpíter ég gaf þér merki. 67, þú horfðir…

Vinir

Vinir (Lag og texti: Elín Hall) Fyrirgefðu ef ég var stutt í spuna. Held ég hafi ekki heyrt spurninguna. Ég á það smá til er ég horfi á þig. Þú ert alveg hættur að hringja í mig. Þú þarft ekki að afsaka, ég skil þig. Þú skuldar mér ekki neitt. Þú segist vilja vera vinur…

Rauðir draumar

Rauðir draumar (úr kvikmyndinni Kuldi) (Lag og texti: Elín Hall) Ég fann þig á fingraförum, með fjandann á fögrum vörum og það vakti eitthvað volað í mér. En segðu mér óttastu hnykkinn of mikið til að taka í gikkinn? Aldrei var munnur þinn svo næturkaldur. Var ástin þín eitthvað meira en svartagaldur? Ó ef ég…

Blóðsugan

Blóðsugan (Lag og texti: Elín Hall) Háski í bíóhúsi háskólans, gotneskur glans. Hrifningin hrollvekjandi úr augum hans, heiðingjans. Blóðsugan brýtur engin loforð, þó henni bjóðist betra vín. En ég er ekki lengur þín. Ég skal fara og vona að hjartað fylgi á eftir mér. Læra að sjá þig elska einhvern sem er ekki ég. Og…

Bankastræti

Bankastræti (Lag og texti: Elín Hall) Ég mætti þér á Bankastræti 7. Fórum upp að Mokka saman tvö. Gengum inn, þú tókst reikninginn sem og fyrr. Ég hafði gleymt því hve lengi við getum setið kyrr. Þú biður ekki um margt en þú baðst um þetta borð. Ég beið og beið en þú sagðir ekki…

Second thoughts

Second thoughts (Lag og texti Magnús Thorlacius) I’ve been walking for so long today Nothing has come yet in my way I want to go much further away Than I’ve been I’ve been having second thoughts today What if nothing will come my way? Will that make things worse Than they would have been? Opportunities…

Sjálfsmynd

Sjálfsmynd (lag og texti Magnús Thorlacius) Sker út hjarta og skil það eftir Eigin sjálfsmynd innantóm Reika um án þess að hugsa Því hugurinn reikar til þín Ég er hífður um borð Og sleginn til Hafðu hugfast með mér Að lífið er ágætt (þetta’er komið ágætt) Þó það sé ósanngjarnt (ósanngjarnt) Ég er að reyna…

Some kind of pain

Some kind of pain (Lag og texti Magnús Thorlacius) No postcard from you yet Nor even a hello, okay i understand No reply, blank One more thing to forget So I’ll go in silence I don’t need nobody else (no, no, no, no) There’s nothing in this world I don’t need nobody else (no, no,…

Slow start

Slow start (lag og texti: Magnús Thorlacius) Slow start Nothing can break us apart Slow start Soon I will follow my heart No sunshine today No sunshine today No sunshine today No sunshine today All we’ve done is beautiful Many lovely moments Early sunny mornings Then we had just won Everything worth dreaming of Excited…

Í garðinum heima

Í garðinum heima  (Lag og texti: Elín Hall) Nú er grasið svo bert á milli trjánna í garðinum heima. Svo margt sem við höfum gert. Þú snerir á öklann og reyndir að gleyma því. Graffið flaggnaði af. Með tíma og tíð eftir íbúans stríð. En það var á þessum stað sem ég lærði að hjóla…

Dream routine

Dream routine (Lag og texti: Magnús Thorlacius) Was I ever living? Why did I hurry so? (you forgot me) Was I ever living? Why did I worry so? (you forgot me) Working like a machine Numb by the same routine Hitching a ride in your own life Watching and waiting Staying in a dream To…

Sunstruck

Sunstruck (Lag og texti: Magnús Thorlacius) Wake up from those rainy dreams That might come true Sunstruck, chaos, heaven Trading new for new (for new) Dive in to the ocean With the kids you’re with Begin stories (begin) That will play like violin Take part in the recovery Of the youth There are (there are)…

Glerbrot

Glerbrot (lag og texti Magnús Thorlacius) Brýst í gegnum gler Lýsir upp og fer Skilur eftir brotin hér Innan í mér Sólargeislar sem hún ein ber Strýkur vangann stutt Flýgur síðan burt Sleppir mér á hæsta tind Fer niður með hinn Ómar bergmál þegar það er spurt? Ég roðna og sver ég kem aldrei framar…

Svartfugl

Svartfugl (Lag og texti: Magnús Thorlacius) Þó flökti ljós Og dökkni sjór Ég fagna golunni frá þér Svartfugl, kannast þú við mig? Þú ert gullið mitt Þú ert gullið mitt Þó glymji stál Og syngi skáld Þar sem dvöldum hún og ég Svartfugl, kannast þú við mig? Þú ert gullið mitt Þú ert gullið mitt…

Completely empty

Completely empty (Lag og texti: Magnús Thorlacius) Keep groovin’ with myself (ooh-au) ‘Cause I got no one else (no one else) Keep groovin’ with myself (ooh-au) ‘Cause I got no one else (no one else) Wait for me I’ll be everything you want Once upon a time All I could think of was her Popping…

Vertu hjá mér

Vertu hjá mér (Lag og texti: Elín Hall) Blær blíður í björtum loga. Vær sígur í hjörtum togar. Enginn hingað sér. Ung, fríð í fögrum lundi. Þung hríð í öðru sundi. Heyrir ekkert hér. Vertu hjá mér og ekki fara frá mér því ég vil vera hjá þér, mun aldrei fara frá þér. Brædd í…

Lygasaga í Bankastræti

Lygasaga í Bankastræti (Lag og texti: Elín Hall) Sé þig standa nærri mér. Kjur og kreppir hnefa. Eftir öll árin ertu hér. Hvað á ég að gera? Getur ekki verið létt samviskuna þína að bera. Þú veist allra manna best, ég hef ekkert að fela. Ramröng þín stóru orð en hefur enga sögu að segja.…

Upptekin

Upptekin (Lag og texti: Elín Hall) Ég brunnin er út, hef ekkert til að gefa. Orðin alveg eins og þú, hef ekkert til að fela. En það virðist sem nú, menn leiti þetta upp og komi nær mér. Svo takk fyrir allt, sársaukann og skaðann. Augnaráðið þitt kalt er ég reyndi að læra hraðar. Beibí…