Afmælisbörn 30. júní 2025

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma fjögur afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari (f. 1961) hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést árið 2023. Hann kom mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins…

Að leiðarlokum

Glatkistan hefur nú verið aðgengileg á veraldarvefnum í rúmlega áratug og hefur hlotið töluverða athygli eftir því sem gagnagrunnur vefsíðunnar (um 6000 greinar) hefur stækkað, síðuna heimsækja nú í hverjum mánuði um 30 þúsund gestir að jafnaði. Þrátt fyrir það hafa auglýsendur ekki sýnt síðunni áhuga og styrki frá hinu opinbera má telja á fingrum…

Afmælisbörn 29. júní 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fimmtíu og sex ára gömul í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett…

Afmælisbörn 28. júní 2025

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fimmtíu og sex ára gömul. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl og um…

QUACK – ný breiðskífa gugusar

Gugasar sendir í dag frá sér níu laga plötu sem hefur hlotið nafnið QUACK QUACK er dansplata sem fjallar um ást, rugling og allt þetta sem gerist á milli línanna í samböndum. Þegar hlutirnir eru óljósir, fallegir og stundum óþægilegir. Þú vilt hreyfa þig, jafnvel þegar þú veist ekki alveg hvernig þér líður. “Ég gerði…

Afmælisbörn 27. júní 2025

Afmælisbörnin í dag eru fjögur talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er þrjátíu og fimm ára gamall í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó…

Dagskrá Innipúkans er tilbúin

Innipúkinn fer fram í Austurbæ í Reykjavík (á tveimur sviðum) um verslunarmannahelgina, 1. – 3. ágúst næstkomandi. Þar hafði áður  verið boðað að m.a. myndu koma fram Ragga Gisla & Hipsumhaps, Sigga Beinteins & Babies flokkurinn, Ásdís á sínum stærstu tónleikum hérlendis, Birnir, Bríet, Flóni og Mugison. Nú hefur bæst í þann hóp og í…

Afmælisbörn 26. júní 2025

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Stefán Hilmarsson söngvari á afmæli í dag en hann er fimmtíu og níu ára gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með lagið Jólahjól. Í kjölfarið fékk hann fjölmörg verkefni…

Hunangstunglið (1987-90)

Hunangstunglið eða Geiri Sæm og Hunangstunglið eins og hún var upphaflega kölluð var sett saman í tengslum við útgáfu sólóplötu Ásgeirs Sæmundssonar (Geira Sæm) – Fíllinn, sem kom út haustið 1987. Sveitin starfaði svo áfram og kom að næstu plötu Geira sem einnig kom út í nafni hljómsveitarinnar. Hunangstunglið var stofnuð sumarið 1987 og höfðu…

Hunangstunglið – Efni á plötum

Geiri Sæm og Hunangstunglið – Er ást í tunglinu? Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 044 / SCD 044 Ár: 1988 1. Er ást í tunglinu? 2. Froðan 3. Boxarinn 4. Fjölskylduvindar 5. Þú brýtur mig í spað 6. Hver er ég? 7. Samba 8. Alex 9. Feluleikur 10. Bogamaðurinn 11. Draumaverksmiðjan Flytjendur: Ásgeir Sæmundsson – gítar, hljómborð og söngur Þorvaldur…

Huld (2009)

Hljómsveitin Huld starfaði árið 2009 og sendi það sama ár frá sér breiðskífuna Skammdegisóður, sveitin lék eins konar kántrískotið þjóðlagapopp. Huld kom fram á sjónarsviðið um haustið 2009 en ellefu laga plata sveitarinnar, Skammdegisóður kom þá út og hafði að geyma lög eftir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikara hennar en textarnir komu úr ýmsum áttum – flestir…

Huld – Efni á plötum

Huld – Skammdegisóður Útgefandi: Tónn Útgáfunúmer: HULD0901 Ár: 2009 1. Til Unu 2. Tregagleði 3. Skógarljóð 4. Ég hugsa um þig 5. Í vasa eilífðarinnar 6. Ást í takt við lífið 7. Einmana fólk 8. Mansöngvar 9. Skammdegisóður 10. Segðu mér frá ástinni 11. Verndi þig englar Flytjendur: Ásgeir Ásgeirsson – gítar Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir…

Humar Linduson Eldjárn – Efni á plötum

Humar Linduson Eldjárn – Hvílíg plada firi Humar! Útgefandi: Ari Eldjárn Útgáfunúmer: HUM 001 Ár: 2012 1. Humar síngja! 2. Humar sgriva! 3. Gamli Humar! 4. Údvarp! 5. Humar selja brandara! 6. Madurinn í fjörunni! 7. Gamli Humar sgamma Humar! 8. Humar hlusda! Humar sbenntur! 9. Humar kauba lottó! 10. Humar sabbna dós! 11. Hvílígir…

Humar Linduson Eldjárn (2010-)

Humar Linduson Eldjárn er fígúra sem grínistinn Ari Eldjárn skóp en um er að ræða talandi humar sem að öllum líkindum er einnig lesblindur. Stofnuð var Facebook síða utan um Humar snemma árs 2010 og naut hún þegar mikilla vinsælda en þar birtust reglulega myndir og færslur frá honum. Í ágúst 2012 þegar vinafjöldinn á…

Hvísl [3] (2013-15)

Hljómsveit starfaði á Akranesi undir nafninu Hvísl á árunum 2013 til 2015 – líklega þó lengur. Meðlimir Hvísls voru þau Gunnar Sturla Hervarsson, Elfa Margrét Ingvadóttir, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, Heiðrún Hámundardóttir og Samúel Þorsteinsson en frekari upplýsingar vantar um hljóðfæraskipan sveitarinnar. Hvísl var stofnuð haustið 2013 og starfaði til ársins 2015 að minnsta kosti, hún kom…

Hvísl [2] [útgáfufyrirtæki] (2009-)

Útgáfufyrirtækið Hvísl ehf. hefur verið starfrækt frá árinu 2009 hið minnsta en nokkrar plötur hafa komið út undir merkjum útgáfunnar. Fyrsta platan sem kom út á vegum Hvísls var með hljómsveitinni CCReykjavík og bar titilinn 1967 en sú skífa hafði að geyma útgáfunúmerið CCR002, allar plötur sem síðan hafa verið gefnar út undir merkjum Hvísls…

Hvísl [1] (1985-2007)

Þjóðlagahljómsveit sem bar nafnið Hvísl starfaði á höfuðborgarsvæðinu um árabil, reyndar með hléum en þessi sveit lék töluvert á pöbbum auk þess að leika á tónlistarhátíðum erlendis. Það mun hafa verið Hilmar J. Hauksson sem stofnaði sveitina á fyrri hluta ársins 1985 og fékk til liðs við sig Sigurð Inga Ásgeirsson bassaleikara en sá hafði…

Hvín (1996-97)

Hljómsveitin Hvín starfaði í Hafnarfirði á árunum 1996 og 97, hugsanlega lengur en sveitin var að líkindum hefðbundin ballhljómsveit, hún var auglýst einhverju sinni sem gleðidiskósveit en einnig var einhver misskilningur um sveitina að hún væri Queen coverband og munu einhverjir hafa mætt á dansleik með henni og orðið fyrir vonbrigðum þegar ekkert lag með…

Hvítir hrafnar [1] (1991)

Tónlistarmaðurinn Rafn Jónsson (Rabbi) setti saman fjölmenna hljómsveit í tilefni af útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar – Andartak, sem kom út haustið 1991. Sveitin hlaut nafnið Hvítir hrafnar og lék reyndar aðeins í þetta eina skipti, á útgáfutónleikum í Íslensku óperunni. Meðlimir Hvítra hrafna voru alls fjórtán og ljóst er af samsetningu sveitarinnar að ekki léku…

Hvítar rósir (2012)

Óskað er eftir upplýsingum um stúlknahljómsveit sem starfaði undir nafninu Hvítar rósir árið 2012 í tengslum við tónlistarátakið Stelpur rokka! en sveitin var líklega sett saman á námskeiði þar. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi Hvítra rósa, hljóðfæraskipan og starfstíma auk annars sem ætti heima í umfjölluninni.

Hvítir hrafnar [2] (2014)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2014 undir nafninu Hvítir hrafnar og var að líkindum af Seltjarnarnesinu, alltént lék sveitin þar á skemmtun á þjóðhátíðardaginn 17. júní, hér er giskað á að um unglingahljómsveit hafi verið að ræða. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hvíta hrafna, meðlima- og hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar og annað sem væri við hæfi…

Afmælisbörn 25. júní 2025

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og smiður úr Hafnarfirði er fimmtíu og eins árs gamall á þessum degi. Þekktasta hljómsveit Ragnars Páls er auðvitað Botnleðja en hann tók einnig þátt í Pollapönk ævintýrinu og hefur leikið með hljómsveitum eins og Blend og fleirum. María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti…

Afmælisbörn 24. júní 2025

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á þrjátíu og sex ára afmæli í dag. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur reyndar hætt störfum en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis en sneri heim og…

Afmælisbörn 23. júní 2025

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fimmtugur og fagnar því stórafmæli í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Afmælisbörn 22. júní 2025

Átta afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á sextíu og þriggja ára afmæli í dag. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur…

Afmælisbörn 21. júní 2025

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og átta ára gömul í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…

Afmælisbörn 20. júní 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu í dag: Ágústa (Aðalheiður) Ágústsdóttir sópransöngkona frá Þingeyri er áttatíu og átta ára gömul í dag. Hún nam söng og fiðluleik hér heima og í Þýskalandi, hefur haldið tónleika á Íslandi og erlendis en hefur starfað mestmegnis hér heima, hún stjórnaði m.a. Samkór Ísafjarðarsýslu á sínum tíma. Eftir Ágústu liggur…

Afmælisbörn 19. júní 2025

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er sextíu og sex ára gamall í dag en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum…

Hunang [2] (1993-2012)

Hljómsveitin Hunang starfaði um tæplega tveggja áratuga skeið á árunum í kringum aldamótin og gerði út á ballmarkaðinn en sveitin lék bæði á almennum sveitaböllum og dansleikjum í þéttbýlinu, mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu. Hunang var stofnuð að öllum líkindum haustið 1993 undir nafninu Sýróp ef heimildir eru réttar en þegar meðlimir annarrar sveitar með sama nafn…

Hunang [2] – Efni á plötum

Hunang – Travolta Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 162 Ár: 1995 1. Funky town 2. Born to be alive 3. Ring my bell 4. Don´t leave me this way 5. Come to me Flytjendur: Karl Örvarsson – söngur Margrét Eir Hjartardóttir – söngur Hafsteinn Valgarðsson – bassi Ingólfur Sigurðsson – trommur Jakob Rúnar Jónsson – gítar…

Hugrof (2005-08)

Hiphop-sveitin Hugrof starfaði um nokkurra ára skeið á fyrsta áratug aldarinnar, líklega á árunum 2005 til 2008. Litlar upplýsingar er að finna um Hugrof en að öllum líkindum var um tríó að ræða skipað Davíð Tómasi Tómassyni (Dabba T), Gauta Þey Mássyni (Emmsjé Gauta) og Ástþóri Óðni Ólafssyni en einnig gæti Jóhann Dagur Þorleifsson (Ofvirkni)…

Hver sagði skál? (1989-92)

Hljómsveitin Hver sagði skál? starfaði innan Menntaskólans að Laugarvatni um þriggja ára skeið, á árunum 1989 til 1992. Sveitina skipuðu þeir Hjörtur Freyr Vigfússon söngvari og gítarleikari, Svanur Þór Karlsson trommuleikari, Sigurður Már Gunnarsson bassaleikari og Sigmundur Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Á einhverjum tímapunkti voru þeir Steinþór Eiríksson og Valdimar Steinar Einarsson starfandi söngvarar hljómsveitarinnar og um…

Hvers vegna í ósköpunum ætli séra Jón Þorkell fari aldrei í bað? (1985-86)

Skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði bar hið undarlega nafn Hvers vegna í ósköpunum ætli séra Jón Þorkell fari aldrei í bað?, eitthvað er misjafn hvenær þessi sveit er sögð hafa verið starfandi við skólann en líklegast er að það hafi verið veturinn 1985-86 því hljómsveit næsta skólaárs, Skræpótti fuglinn er sögð hafa verið…

Hverjir (1965)

Hljómsveitin Hverjir starfaði á Ísafirði árið 1965 (að öllum líkindum) en nafn hennar var sótt til bresku sveitarinnar The Who. Meðlimir Hverra voru ungir að árum og meðal þeirra var Rúnar Þór Pétursson en þetta var fyrsta hljómsveitin sem hann starfaði með, hann lék á trommur í sveitinni en aðrir meðlimir hennar voru Örn Jónsson…

Hverafuglar [1] (1991)

Kammersveitin Hverafuglar var sett saman vorið 1991 til að fara í tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada og flytja þar íslensk og erlend verk. Sveitin hlaut nafn sitt af samnefndu verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem hann hafði samið árið 1984 en hópurinn hafði það á tónleikaskrá sinni ytra, Hverafuglar fluttu verkið einnig á fáeinum tónleikum sem…

Hver þekkir þær? (1991)

Hver þekkir þær? var kvennahljómsveit sem starfaði haustið 1991 á höfuðborgarsvæðinu en sveitin kom þá fram í nokkur skipti í aðventudagskrá Hlaðvarpans við Vesturgötu fyrir jólin. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit, hverjar skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var, og því óskað hér með eftir þeim upplýsingum sem og um hversu lengi…

Hví-bandið (1985-86)

Hví-bandið (einnig kallað Hvítabandið í heimild) starfaði veturinn 1985 til 86 og kom þá fram á samkomum Vísnavina á Hótel Borg. Hví-bandið mun hafa verið tríó skipað þremur gítarleikurum sem léku (og sungu?) frumsamið efni í bland við lög við ljóð þekktra skálda, en engar frekari upplýsingar er að finna um sveitina og er því…

Hvert þó í veinandi (1949)

Vorið 1949 var settur saman kvintett sem kom fram á árshátíð Félags íslenzkra hljóðfæraleikara (FÍH) á Hótel Borg og lék þar fyrir gesti sem skemmtiatriði undir nafninu Hvert þó í veinandi, þeir félagar voru þar í dulargervum svo erfitt var að henda reiður á hverjir væru þar á ferð. Þetta voru þeir Björn R. Einarsson…

Hvers vegna? [2] (1992-93)

Söngkvartett starfaði undir nafninu Hvers vegna? í Miðfirði í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti veturinn 1992 til 93 og hugsanlega lengur. Þann vetur kom sönghópurinn að minnsta kosti tvívegis fram, m.a. á stórtónleikum sem Tónlistarfélag Vestur-Húnvetninga hélt um vorið 1993. Meðlimir Hvers vegna? voru þau Benedikt Ragnarsson, Kristín Sigfúsdóttir, Rósa Friðriksdóttir og…

Afmælisbörn 18. júní 2025

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum…

Afmælisbörn 17. júní 2025

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og sex ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Afmælisbörn 16. júní 2025

Þrjú afmælisbörn dagsins koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni, þau eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði þá á heimili sínu, kenndi tónlist og varð…

Afmælisbörn 15. júní 2025

Í dag eru sjö afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í…

Afmælisbörn 14. júní 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og átta ára gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…

Afmælisbörn 13. júní 2025

Hvorki fleiri né færri en sex afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari afmæli í dag en hann er sjötíu og þriggja ára. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán…

Afmælisbörn 12. júní 2025

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari á sextíu og eins árs afmæli á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…

Human body orchestra (1998-99)

Human body orchestra var dúett Ragnhildar Gísladóttur og Jakobs Frímanns Magnússonar auk aðstoðarfólks en sveitin notaði eins og nafn hennar gefur reyndar til kynna líkamann sem hljóðfæri, bæði sem radd- og ásláttarhljóðfæri. Human body orchestra átti sér reyndar forsögu en það var tríó Ragnhildar, Sverris Guðjónsson og Sigurðar Rúnars Jónssonar (Didda fiðlu) nokkrum árum fyrr…

Human body orchestra – Efni á plötum

Human Body Orchestra – High North Útgefandi: Vitund Útgáfunúmer: Vitund 002 Ár: 1998 1. Delta 2. Polstar 3. Ghost Story 4. Stone Cross 5. Winter Solstice 6. Freedom 7. Circling of the Square 8. Elemental Spear 9. Primval Hill 10. Five Wounds 11. Wheel of Time 12. Island – Land of Isis Flytjendur: Ragnhildur Gísladóttir…

Hugh Jazz – Efni á plötum

Hugh Jazz – Anatomy of strings  [ep] Útgefandi: Thule Traks Records Útgáfunúmer: THT001 Ár: 1997 1. Anatomy of strings 2. Northern exposure 3. Watching the wild 4. Soothe Flytjendur: Örnólfur Thorlacius – [?]   Hugh Jazz – Out of character [ep] Útgefandi: Thule Traks Records Útgáfunúmer: THT002 Ár: 1997 1. Out of character 2. In…