Hugarró (2016-)

Tríóið Hugarró frá Akureyri kom fram á sjónarsviðið á öðrum áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar og virtist ætla að verða dæmigerð hljómsveit til að taka þátt í Músíktilraunum en lognast svo útaf, sveitin hélt hins vegar áfram störfum og hefur sent frá sér plötu. Hugarró mun hafa verið stofnuð annað hvort 2016 eða 17 en…

Hryggjandi sannleikur (2004)

Upplýsingar eru afar takmarkaðar um harðkjarnasveit sem bar nafnið Hryggjandi sannleikur en hún var starfandi árið 2004 að minnsta kosti og lék þá á nokkrum tónleikum með hljómsveitum úr sama geira, sveitin lék þá m.a. á félagsmiðstöðvartónleikum um vorið sem um leið voru útgáfutónleikar sveitarinnar því hún sendi frá sér tólf laga skífu um það…

Hugarró – Efni á plötum

Hugarró – Hugarró Útgefandi: Hugarró Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2020 1. Logi 2. Dream illusion 3. Horny waves 4. Nature is probably depressed 5. Jæja laufblað 6. Earthworm Flytjendur: Hinrik Örn Brynjólfsson – [?] Haraldur Helgason – [?] Fannar Smári Sindrason – [?] Hugarró – Andvarp Útgefandi: Hugarró Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2025 1. Fungi…

Húsgögn (1983)

Hljómsveitin Húsgögn starfaði í Njarðvíkum árið 1983 og var að líkindum fremur skammlíf hljómsveit, í fréttatilkynningu frá sveitinni á sínum tíma var talað um hómósexjúalræbblarokksveitina Húsgögn svo hugsanlega var um einhvers konar pönk- eða nýbylgjusveit að ræða. Húsgögn komu fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1983 með fyrrgreindri fréttatilkynningu og voru meðlimir sveitarinnar þá þeir Erpur…

Hvað segir þú! Ha? (1994)

Hljómsveit sem gekk undir því undarlega nafni Hvað segir þú! Ha? var starfandi sumarið 1994 en sveitin lék þá á skemmtistaðnum Tveimur vinum. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og hver var hljóðfæraskipan hennar.

Hvað er það stórt? (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Hvað er það stórt? sigraði hæfileikakeppni NFFA á haustmánuðum 1987 en keppnin var lengi árviss viðburður innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hljómsveitin var skipuð þeim Guðmundi Sigurðssyni gítarleikara, Loga Guðmundssyni trommuleikara, Hallgrími Guðmundssyni bassaleikara og Ómari Rögnvaldssyni gítarleikara. Hvað er það stórt? virðist ekki hafa starfað lengi eftir þennan sigur í…

Hvað (1978)

Hljómsveitin Hvað var skammlíf sveit sem starfaði á Fljótsdalshéraði í nokkra mánuði síðari hluta ársins 1978. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa hljómsveit, t.d. eru ekki upplýsingar um hvort einhver þeirra hafi verið í sönghlutverki…

Hvað sem er (1982-86)

Hljómsveitin Hvað sem er lék í nokkra mánuði í Duus húsi í Fishersundi sumarið 1986 og var þá skipuð þeim Rafni Sigurbjörnssyni, Pálma J. Sigurhjartarsyni og Ágústi Ragnarssyni, Pálmi hefur væntanlega leikið á hljómborð en hér er giskað á að Rafn hafi verið trommuleikari og Ágúst bassaleikari. Í umfjöllun um Hvað sem er á sínum…

Hátónsbarkakeppnin [tónlistarviðburður] (1988-)

Allt frá árinu 1988 hefur verið haldin söngkeppni í samstarfi félagsmiðstöðvarinnar Arnardals og grunnskólanna á Akranesi, Brekkjubæjarskóla og Grundaskóla undir nafninu Hátónsbarkakeppnin eða Hátónsbarkinn. Þessi keppni hafði lengi vel enga utanaðkomandi tengingu en eftir að Samfés hóf að standa fyrir söngkeppni Samfés hefur keppnin verið eins konar undankeppni fyrir Samfés keppnina. Hátónsbarkakeppnin var haldin í…

Hermann Fannar Valgarðsson (1980-2011)

Hermann Fannar Valgarðsson starfaði aldrei sem atvinnutónlistarmaður en hann kom að tónlist frá ýmsum hliðum um ævina. Hermann Fannar fæddist í Reykjavík snemma árs 1980 en var Hafnfirðingur í húð og hár og þekktur stuðningsmaður FH-inga, hann var hljómborðsleikari og tölvumaður í nokkrum hljómsveitum á unglingsárum sínum og þeirra á meðal voru Útópía, Nuance og…

Haukur Nikulásson (1955-2011)

Haukur Nikulásson er ekki með þekktustu tónlistarmönnum landsins en hann kom þó að íslenskri tónlist með ýmsum og ólíkum hætti. Haukur var fæddur haustið 1955 á Suðurnesjunum en flutti ungur til höfuðborgarsvæðisins og bjó þar alla ævi eftir það, hann vann ýmis störf en lengst var hann með eigin verslunarrekstur í tölvugeiranum. Haukur var jafnframt…

Afmælisbörn 4. júní 2025

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni í dag eru sjö talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur á sjötíu og átta ára afmæli í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtiprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum…