Hunang [2] (1993-2012)

Hljómsveitin Hunang starfaði um tæplega tveggja áratuga skeið á árunum í kringum aldamótin og gerði út á ballmarkaðinn en sveitin lék bæði á almennum sveitaböllum og dansleikjum í þéttbýlinu, mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu. Hunang var stofnuð að öllum líkindum haustið 1993 undir nafninu Sýróp ef heimildir eru réttar en þegar meðlimir annarrar sveitar með sama nafn…

Hunang [2] – Efni á plötum

Hunang – Travolta Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 162 Ár: 1995 1. Funky town 2. Born to be alive 3. Ring my bell 4. Don´t leave me this way 5. Come to me Flytjendur: Karl Örvarsson – söngur Margrét Eir Hjartardóttir – söngur Hafsteinn Valgarðsson – bassi Ingólfur Sigurðsson – trommur Jakob Rúnar Jónsson – gítar…

Hugrof (2005-08)

Hiphop-sveitin Hugrof starfaði um nokkurra ára skeið á fyrsta áratug aldarinnar, líklega á árunum 2005 til 2008. Litlar upplýsingar er að finna um Hugrof en að öllum líkindum var um tríó að ræða skipað Davíð Tómasi Tómassyni (Dabba T), Gauta Þey Mássyni (Emmsjé Gauta) og Ástþóri Óðni Ólafssyni en einnig gæti Jóhann Dagur Þorleifsson (Ofvirkni)…

Hver sagði skál? (1989-92)

Hljómsveitin Hver sagði skál? starfaði innan Menntaskólans að Laugarvatni um þriggja ára skeið, á árunum 1989 til 1992. Sveitina skipuðu þeir Hjörtur Freyr Vigfússon söngvari og gítarleikari, Svanur Þór Karlsson trommuleikari, Sigurður Már Gunnarsson bassaleikari og Sigmundur Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Á einhverjum tímapunkti voru þeir Steinþór Eiríksson og Valdimar Steinar Einarsson starfandi söngvarar hljómsveitarinnar og um…

Hvers vegna í ósköpunum ætli séra Jón Þorkell fari aldrei í bað? (1985-86)

Skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði bar hið undarlega nafn Hvers vegna í ósköpunum ætli séra Jón Þorkell fari aldrei í bað?, eitthvað er misjafn hvenær þessi sveit er sögð hafa verið starfandi við skólann en líklegast er að það hafi verið veturinn 1985-86 því hljómsveit næsta skólaárs, Skræpótti fuglinn er sögð hafa verið…

Hverjir (1965)

Hljómsveitin Hverjir starfaði á Ísafirði árið 1965 (að öllum líkindum) en nafn hennar var sótt til bresku sveitarinnar The Who. Meðlimir Hverra voru ungir að árum og meðal þeirra var Rúnar Þór Pétursson en þetta var fyrsta hljómsveitin sem hann starfaði með, hann lék á trommur í sveitinni en aðrir meðlimir hennar voru Örn Jónsson…

Hverafuglar [1] (1991)

Kammersveitin Hverafuglar var sett saman vorið 1991 til að fara í tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada og flytja þar íslensk og erlend verk. Sveitin hlaut nafn sitt af samnefndu verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem hann hafði samið árið 1984 en hópurinn hafði það á tónleikaskrá sinni ytra, Hverafuglar fluttu verkið einnig á fáeinum tónleikum sem…

Hver þekkir þær? (1991)

Hver þekkir þær? var kvennahljómsveit sem starfaði haustið 1991 á höfuðborgarsvæðinu en sveitin kom þá fram í nokkur skipti í aðventudagskrá Hlaðvarpans við Vesturgötu fyrir jólin. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit, hverjar skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var, og því óskað hér með eftir þeim upplýsingum sem og um hversu lengi…

Hví-bandið (1985-86)

Hví-bandið (einnig kallað Hvítabandið í heimild) starfaði veturinn 1985 til 86 og kom þá fram á samkomum Vísnavina á Hótel Borg. Hví-bandið mun hafa verið tríó skipað þremur gítarleikurum sem léku (og sungu?) frumsamið efni í bland við lög við ljóð þekktra skálda, en engar frekari upplýsingar er að finna um sveitina og er því…

Hvert þó í veinandi (1949)

Vorið 1949 var settur saman kvintett sem kom fram á árshátíð Félags íslenzkra hljóðfæraleikara (FÍH) á Hótel Borg og lék þar fyrir gesti sem skemmtiatriði undir nafninu Hvert þó í veinandi, þeir félagar voru þar í dulargervum svo erfitt var að henda reiður á hverjir væru þar á ferð. Þetta voru þeir Björn R. Einarsson…

Hvers vegna? [2] (1992-93)

Söngkvartett starfaði undir nafninu Hvers vegna? í Miðfirði í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti veturinn 1992 til 93 og hugsanlega lengur. Þann vetur kom sönghópurinn að minnsta kosti tvívegis fram, m.a. á stórtónleikum sem Tónlistarfélag Vestur-Húnvetninga hélt um vorið 1993. Meðlimir Hvers vegna? voru þau Benedikt Ragnarsson, Kristín Sigfúsdóttir, Rósa Friðriksdóttir og…

Afmælisbörn 18. júní 2025

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum…