Hunangstunglið (1987-90)

Hunangstunglið eða Geiri Sæm og Hunangstunglið eins og hún var upphaflega kölluð var sett saman í tengslum við útgáfu sólóplötu Ásgeirs Sæmundssonar (Geira Sæm) – Fíllinn, sem kom út haustið 1987. Sveitin starfaði svo áfram og kom að næstu plötu Geira sem einnig kom út í nafni hljómsveitarinnar. Hunangstunglið var stofnuð sumarið 1987 og höfðu…

Hunangstunglið – Efni á plötum

Geiri Sæm og Hunangstunglið – Er ást í tunglinu? Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 044 / SCD 044 Ár: 1988 1. Er ást í tunglinu? 2. Froðan 3. Boxarinn 4. Fjölskylduvindar 5. Þú brýtur mig í spað 6. Hver er ég? 7. Samba 8. Alex 9. Feluleikur 10. Bogamaðurinn 11. Draumaverksmiðjan Flytjendur: Ásgeir Sæmundsson – gítar, hljómborð og söngur Þorvaldur…

Huld (2009)

Hljómsveitin Huld starfaði árið 2009 og sendi það sama ár frá sér breiðskífuna Skammdegisóður, sveitin lék eins konar kántrískotið þjóðlagapopp. Huld kom fram á sjónarsviðið um haustið 2009 en ellefu laga plata sveitarinnar, Skammdegisóður kom þá út og hafði að geyma lög eftir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikara hennar en textarnir komu úr ýmsum áttum – flestir…

Huld – Efni á plötum

Huld – Skammdegisóður Útgefandi: Tónn Útgáfunúmer: HULD0901 Ár: 2009 1. Til Unu 2. Tregagleði 3. Skógarljóð 4. Ég hugsa um þig 5. Í vasa eilífðarinnar 6. Ást í takt við lífið 7. Einmana fólk 8. Mansöngvar 9. Skammdegisóður 10. Segðu mér frá ástinni 11. Verndi þig englar Flytjendur: Ásgeir Ásgeirsson – gítar Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir…

Humar Linduson Eldjárn – Efni á plötum

Humar Linduson Eldjárn – Hvílíg plada firi Humar! Útgefandi: Ari Eldjárn Útgáfunúmer: HUM 001 Ár: 2012 1. Humar síngja! 2. Humar sgriva! 3. Gamli Humar! 4. Údvarp! 5. Humar selja brandara! 6. Madurinn í fjörunni! 7. Gamli Humar sgamma Humar! 8. Humar hlusda! Humar sbenntur! 9. Humar kauba lottó! 10. Humar sabbna dós! 11. Hvílígir…

Humar Linduson Eldjárn (2010-)

Humar Linduson Eldjárn er fígúra sem grínistinn Ari Eldjárn skóp en um er að ræða talandi humar sem að öllum líkindum er einnig lesblindur. Stofnuð var Facebook síða utan um Humar snemma árs 2010 og naut hún þegar mikilla vinsælda en þar birtust reglulega myndir og færslur frá honum. Í ágúst 2012 þegar vinafjöldinn á…

Hvísl [3] (2013-15)

Hljómsveit starfaði á Akranesi undir nafninu Hvísl á árunum 2013 til 2015 – líklega þó lengur. Meðlimir Hvísls voru þau Gunnar Sturla Hervarsson, Elfa Margrét Ingvadóttir, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, Heiðrún Hámundardóttir og Samúel Þorsteinsson en frekari upplýsingar vantar um hljóðfæraskipan sveitarinnar. Hvísl var stofnuð haustið 2013 og starfaði til ársins 2015 að minnsta kosti, hún kom…

Hvísl [2] [útgáfufyrirtæki] (2009-)

Útgáfufyrirtækið Hvísl ehf. hefur verið starfrækt frá árinu 2009 hið minnsta en nokkrar plötur hafa komið út undir merkjum útgáfunnar. Fyrsta platan sem kom út á vegum Hvísls var með hljómsveitinni CCReykjavík og bar titilinn 1967 en sú skífa hafði að geyma útgáfunúmerið CCR002, allar plötur sem síðan hafa verið gefnar út undir merkjum Hvísls…

Hvísl [1] (1985-2007)

Þjóðlagahljómsveit sem bar nafnið Hvísl starfaði á höfuðborgarsvæðinu um árabil, reyndar með hléum en þessi sveit lék töluvert á pöbbum auk þess að leika á tónlistarhátíðum erlendis. Það mun hafa verið Hilmar J. Hauksson sem stofnaði sveitina á fyrri hluta ársins 1985 og fékk til liðs við sig Sigurð Inga Ásgeirsson bassaleikara en sá hafði…

Hvín (1996-97)

Hljómsveitin Hvín starfaði í Hafnarfirði á árunum 1996 og 97, hugsanlega lengur en sveitin var að líkindum hefðbundin ballhljómsveit, hún var auglýst einhverju sinni sem gleðidiskósveit en einnig var einhver misskilningur um sveitina að hún væri Queen coverband og munu einhverjir hafa mætt á dansleik með henni og orðið fyrir vonbrigðum þegar ekkert lag með…

Hvítir hrafnar [1] (1991)

Tónlistarmaðurinn Rafn Jónsson (Rabbi) setti saman fjölmenna hljómsveit í tilefni af útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar – Andartak, sem kom út haustið 1991. Sveitin hlaut nafnið Hvítir hrafnar og lék reyndar aðeins í þetta eina skipti, á útgáfutónleikum í Íslensku óperunni. Meðlimir Hvítra hrafna voru alls fjórtán og ljóst er af samsetningu sveitarinnar að ekki léku…

Hvítar rósir (2012)

Óskað er eftir upplýsingum um stúlknahljómsveit sem starfaði undir nafninu Hvítar rósir árið 2012 í tengslum við tónlistarátakið Stelpur rokka! en sveitin var líklega sett saman á námskeiði þar. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi Hvítra rósa, hljóðfæraskipan og starfstíma auk annars sem ætti heima í umfjölluninni.

Hvítir hrafnar [2] (2014)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2014 undir nafninu Hvítir hrafnar og var að líkindum af Seltjarnarnesinu, alltént lék sveitin þar á skemmtun á þjóðhátíðardaginn 17. júní, hér er giskað á að um unglingahljómsveit hafi verið að ræða. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hvíta hrafna, meðlima- og hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar og annað sem væri við hæfi…

Afmælisbörn 25. júní 2025

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og smiður úr Hafnarfirði er fimmtíu og eins árs gamall á þessum degi. Þekktasta hljómsveit Ragnars Páls er auðvitað Botnleðja en hann tók einnig þátt í Pollapönk ævintýrinu og hefur leikið með hljómsveitum eins og Blend og fleirum. María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti…