Afmælisbörn 31. ágúst 2025

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru er áttatíu og eins árs í dag. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á Morgunblaðinu…

Afmælisbörn 30. ágúst 2025

Afmælisbörnin eru fmm talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann…

Afmælisbörn 29. ágúst 2025

Níu afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast árið 2015, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og…

Afmælisbörn 28. ágúst 2025

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…

Hörður Bragason (1959-)

Tónlistarmaðurinn Hörður Bragason á eins og margir af hans kynslóð tónlistarferil sem spannar afar fjölbreytilegt svið, allt frá pönki til kirkjutónlistar og auðvitað allt þar á milli. Hann þykir jafnframt með skrautlegri karakterum í tónlistinni og fjölbreytileiki tónlistarferils hans ber líklega vitni um að hann tekur að sér hin ólíkustu hlutverk og verkefni. Hörður er…

Hörður Atli Andrésson – Efni á plötum

Hörður Atli Andrésson – Partýlögin hans pabba Útgefandi: Hörður Andrésson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Strandakirkja 2. Sit ég og syrgi 3. Eirðarleysi 4. Til verkamannsins 5. Forstjórar 6. Alice Benbolt 7. Morgunblaðsfrétt 8. Mónakó 9. Svörtu augun Flytjendur: Haraldur Leví Gunnarsson – trommur Smári Guðmundsson – bassi og gítarar Högni Þorsteinsson – rafgítar…

Hörður Atli Andrésson (1958-)

Hörðu Atli Andrésson fyrrverandi sjómaður (fæddur 1958) sendi árið 2009 frá sér sólóplötu með níu lögum, sem bar heitið Partýlögin hans pabba. Á plötunni er að finna lög sem eru að öllum líkindum eftir Hörð sjálfan en ljóðin koma úr ýmsum áttum, Hörður á þar sjálfur einn texta sem og faðir hans Andrés Magnússon. Platan…

Hörn Hrafnsdóttir (1972-)

Mezzósópran söngkonan og vatnsauðlindarverkfræðingurinn Hörn Hrafnsdóttir hefur á undanförnum áratugum birst við hin og þessi tónlistarverkefni en hún hefur til að mynda stofnað til tónlistarhópa, sungið á tónleikum og fleira. Hörn Hrafnsdóttir er fædd haustið 1972 í Kópavogi en hún hefur mest alla tíð alið manninn þar. Hún byrjaði ung að árum að syngja enda…

Hörður Jónsson – Efni á plötum

Hörður Strandamaður – Mokaðu Útgefandi: Geir, Harpa og Hrafnhildur Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2023 1. Ef þú ert til í allt 2. Þrúgandi þankar 3. Yngismaður 4. Fuglar í búri 5. Uppkynja kynningar 6. Leynt og ljóst 7. Drífðu þig vestur 8. Dimmir af nótt 9. Eymdaróður 10. Knapinn 11. Mokaðu 12. Moldi Flytjendur: Hörður…

Hörður Jónsson (1953-2015)

Hörður Jónsson var alþýðutónlistarmaður sem bjó lengst af á Akranesi en var ættaður úr Árneshreppi á Ströndum og gekk því undir nafninu Hörður Strandamaður. Hann kom oft fram sem trúbador, samdi lög og texta og hluti þeirra kom út á plötu að honum látnum. Hörður Jónsson var fæddur (vorið 1953) og uppalinn á Stóru-Ávík á…

Hörður G. Ólafsson – Efni á plötum

Hörður G. Ólafsson – Fyrir þig Útgefandi: Hörður G. Ólafsson Útgáfunúmer: HGO 001 Ár: 1998 1. Björgvin Halldórsson – Fyrir þig 2. Sigríður Beinteinsdóttir – Upp á við 3. Pálmi Gunnarsson – Láttu verkin tala 4. Guðrún Gunnarsdóttir og Pálmi Gunnarsson – Svona er lífið 5. Jóhannes Eiðsson – Það falla regndropar 6. Ari Jónsson…

Hörður G. Ólafsson (1953-)

Sauðkrækingurinn Hörður G. Ólafsson er líkast til þekktastur fyrir tónsmíði sína Eitt lag enn sem sló rækilega í gegn árið 1990 sem framlag Íslands í Eurovision og hafnaði að lokum í fjórða sæti lokakeppninnar. Hörður hefur þó samið fjölmörg önnur lög og þar af eru nokkur þekkt, auk þess hefur hann sent frá sér sólóplötu…

Höskuldur Lárusson (1969-)

Nafn tónlistarmannsins Höskuldar Arnar Lárussonar poppar reglulega upp í íslenskri tónlist en hann hefur bæði starfað einn og með hinum ýmsu hljómsveitum. Höskuldur Örn Lárusson er fæddur haustið 1969 í Reykjavík en er að mestu uppalinn á Hellu. Það var þó ekki fyrr en að hann var fluttur á höfuðborgarsvæðið að hann lét að sér…

Höskuldur Höskuldsson – Efni á plötum

Hössi – Lóa [3“] Útgefandi: MH records Útgáfunúmer: mhcd001 Ár: 1995 1. Lóa litla á Brú 2. Lóa litla á Brú (instrumental) Flytjendur: Höskuldur Höskuldsson – söngur Máni Svavarsson – allur hljóðfæraleikur og forritun Stefán Hilmarsson – raddir Eyjólfur Kristjánsson – raddir

Höskuldur Höskuldsson (1965-)

Höskuldur Höskuldsson (f. 1965) er nokkuð þekkt nafn innan útgáfubransans í íslenskri tónlist en hann starfaði um árabil sem kynningafulltrúi og útgáfustjóri hjá Steinum, Spori og Senu – eftir að hann hætti hjá Senu árið 2015 gaf hann einnig út fáeinar plötur undir eigin merki, HH hljómplötur. Hann hefur síðustu árin starfað í bókaútgáfubransanum en…

Hörpukórinn [1] (1987)

Upplýsingar óskast um kór sem virðist hafa starfað í Dölunum árið 1987 undir nafninu Hörpukórinn en kór með því nafni söng á skemmtun tengdri Jörfagleði í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal þá um vorið, undir stjórn Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Hörpukórsins er hvergi annars staðar getið í heimildum og gæti hann því annað hvort hafa starfað um…

Höskuldur Stefánsson (1930-2005)

Nafn Höskuldar Stefánssonar er vel þekkt um Austfirði enda mætti segja að hann sé einn af frumkvöðlum og framámönnum í tónlistarstarfinu á Norðfirði en hann kom að tónlistinni þar með ýmsum hætti, sem organisti, kórstjóri, lúðrasveitstjórnandi, danshljómsveitarmaður og ýmislegt annað. Höskuldur Stefánsson var fæddur vorið 1930 og uppalinn í Neskaupstað, hann komst í kynni við…

Höskuldur Skagfjörð – Efni á plötum

Höskuldur Skagfjörð – Hve gott og fagurt: Höskuldur Skagfjörð les ljóð Útgefandi: Höskuldur Skagfjörð Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1982 1. Liebestraum 2. Kyssti mig sól 3. Frá liðnu vori 4. Malbik 5. Smáfríð er hún ekki 6. Kveðja 7. Ég bið að heilsa 8. Ung ert þú, jörð mín 9. Úr nótt 10. Minning 11.…

Höskuldur Skagfjörð (1917-2006)

Leikarinn Höskuldur Skagfjörð Sigurðsson var fæddur (1917) og uppalinn í Skagafirðinum en fluttist suður yfir heiðar á unglingsárum og átti síðan eftir að fara í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og síðan í eins árs leiklistarnám í Danmörku áður en hann hóf að leika, fyrst við Þjóðleikhúsið og síðan hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sjötta áratugnum. Starfsferill hans…

Höskuldur Lárusson – Efni á plötum

Spoon – Spoon Útgefandi: Spoon records Útgáfunúmer: 94JAP016-2 Ár: 1994 1. Da capo 2. Taboo 3. Vibes 4. Tomorrow 5. Awake 6. Brazilian sky 7. Doubts 8. Q no A 9. Observing 10. Adorable 11. So be it Flytjendur: Emilíana Torrini – söngur og raddir Höskuldur Örn Lárusson – gítar, raddir og söngur Friðrik Júlíusson Geirdal –  trommur og slagverk Gunnlaugur…

Höskuldur Þórhallsson (1921-79)

Tónlistarmaðurinn Höskuldur Þórhallsson lék með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma en hann var fjölhæfur hljóðfæraleikari, lék bæði danstónlist og klassíska. Höskuldur Þórhallur Lagier Þórhallsson eins og hann hét fullu nafni, fæddist sumarið 1921 og bjó fyrstu sextán ár ævi sinnar í Þýskalandi hjá móður sinni en þar nam hann sellóleik. Árið 1937 kom hann til…

Afmælisbörn 27. ágúst 2025

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson eða bara Sjón er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Fyrir utan að hafa slegið í gegn sem Johnny Triumph ásamt Sykurmolunum með lagið Luftgítar hefur Sjón samið fjölda texta sem komið hafa út á plötum. Hann hefur einnig gefið út…

Afmælisbörn 26. ágúst 2025

Í dag eru níu tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Afmælisbörn 25. ágúst 2025

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari á stórafmæli í dag en hann er áttræður. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson…

Afmælisbörn 24. ágúst 2025

Tvö afmælisbörn í íslenskri tónlistarsögu koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og átta ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar…

Blúsdagskrá í Hörpu á Menningarnótt

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir glæsilegri blúsdagskrá í Björtuloftum í tónlistarhúsinu Hörpu í dag frá klukkan 13 til 15 á Menningarnótt þar sem fram koma hljómsveitirnar Ungfrúin góða og búsið, CC Fleet Blues Band og Singletons. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin svo lengi sem það er sætaframboð. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Hörpu á…

Afmælisbörn 23. ágúst 2025

Afmælisbörnin eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk,…

Átján listamenn bætast við IA25

Átján nýir listamenn hafa nú bæst í hóp þeirra sem koma fram á dagskrá Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í haust en tilkynnt var um þá í vikunni. Nú stefnir í að Airwaves vikan verði eitt risastórt ævintýri þar sem fólk getur sett saman sína eigin dagskrá með framandi hljóðheimi og töfrum morgundagins –…

Afmælisbörn 22. ágúst 2025

Sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er áttatíu og fimm ára gamall í dag. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um…

Afmælisbörn 21. ágúst 2025

Glatkistan hefur upplýsingar um fimm tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari er sjötíu og sex ára gamall í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Hölt hóra (2003-06)

Pönkrokksveitin Hölt hóra vakti töluverða athygli í upphafi þessarar aldar og þrátt fyrir fremur ósmekklegt nafn að mati sumra hjálpaði það sveitinni líklega að fanga athygli fólk og koma sveitinni á framfæri – töldu meðlimir sveitarinnar síðar í viðtali. Hljómsveitin var stofnuð í upphafi árs 2003 (hugsanlega jafnvel haustið á undan) í uppsveitum Árnessýslu og…

Hölt hóra – Efni á plötum

Hölt hóra – Vændiskonan [ep] Útgefandi: Hölt hóra Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 1. Vændiskonan Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hölt hóra – Love me like you elskar mig Útgefandi: Hölt hóra Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2005 1. Party through the night 2. Love me like you elskar mig 3. Act of passion 4. Crazy…

Hættuleg hljómsveit (1990-91)

Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson (Megas) sendi sumarið 1990 frá sér tvöfalt albúm sem bar nafnið Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella en sá titill á sér skírskotun í sögurnar um Basil fursta. Nokkur fjöldi tónlistarfólks kom að gerð plötunnar með Megasi en útgáfa hennar var með þeim hætti að hann gaf plötuna út sjálfur og hún…

Hælsæri – Efni á plötum

Hælsæri – Hælsæri Útgefandi: Hælsæri Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2011 1. Hælsæri, Pt. 1 2. Guð gaf mér eyra 3. Ég er að borða þig 4. Haraldur 5. Í Valhöll við dönsum 6. Aldrei má ég 7. Eltihrellir 8. Einnar nætur gaman 9. Litla sæta góða 10. Rottumaðurinn 11. Kaffilagið 12. Numinn á brott 13.…

Hælsæri (2010-)

Rokksveitin Hælsæri hefur starfað um árabil á Akureyri, með hléum en hefur síðustu árin verið virkari í tónleikasenunni en oft áður. Hælsæri var að öllum líkindum stofnuð á Akureyri árið 2009 eða 2010 en hún var komin á skrið í spilamennskunni sumarið 2010, lék þá m.a. á tónlistarhátíðunum Gærunni á Sauðárkróki og Akureyri rokkar um…

Höfuðlausn [1] – Efni á plötum

Egill B. Hreinsson – Og steinar tali… / And stones will speak… Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 211 Ár: 1998 1. Sigrún (Litfríð og ljóshærð) 2. Máninn hátt á himni skín 3. Skólavörðuholtið hátt 4. Litla kvæðið um litlu hjónin 5. Vísur Vatnsenda-Rósu 6. Rokkarnir eru þagnaðir 7. Í dag skein sól 8. Maístjarnan 9. Kvæðið…

Höfuðlausn [1] (1995-2007)

Djasspíanóleikarinn Egill B. Hreinsson starfrækti hljómsveitir, bæði tríó og kvartetta um langt árabil og er fjallað um tríó hans annars staðar á síðunni – hér eru hins vegar settir undir einn hatt kvartettar Egils en hann kom reglulega fram með slíka á árunum 1995 til 2007, fyrirferðamestur þeirra er kvartettinn Höfuðlausn. Elstu heimildir um kvartett…

Hættuleg hljómsveit – Efni á plötum

Megas – Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella (x2) Útgefandi; HMH Útgáfunúmer: LP001 / LP002 Ár: 1990 1. Pæklaðar plómur 2. Furstinn 3. Greip og eplasafi 4. Rauðar rútur 5. Heilræðavísur: þriðja og síðasta sinni 6. Ekki heiti ég Elísabet 7. Marta smarta: mansöngur 8. Ungfrú Reykjavík 9. Keflavíkurkajablús 1. Styrjaldarminni 2. Hafmeyjarblús 3. Svefn er…

Höll vindanna (1987)

Árið 1987 starfaði hljómsveit, að líkindum unglingahljómsveit undir nafninu Höll vindanna, á Sauðárkróki eða nágrenni en þá um haustið lék sveitin á styrktartónleikum á Króknum. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og hver hljóðfæraskipan hennar var, auk annarra upplýsinga sem ættu heima í umfjölluninni.

Hörður Guðmundsson (1928-87)

Sauðkrækingurinn Hörður Guðmundsson var kunnur fyrir hljóðfæraleik sinn en hann starfrækti hljómsveitir á sínum yngri árum, hann var einnig þekktur hagyrðingur. Hörður Guðmundsson (oft kenndur við móður sína og var kallaður Hörður Fríðu) starfaði lengst af ævi sinnar við sjómennsku og verslunarstörf á Sauðárkróki. Hann fæddist vorið 1928 og mun hafa lært tónlist um tveggja…

Hörmung [1] (um 1976-77)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í grunnskólanum á Skagaströnd undir nafninu Hörmung líklega laust eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, á að giska í kringum 1976 eða 77 – jafnvel síðar en sveitin var eins konar skólahljómsveit þar. Guðmundur Jónsson gítarleikari (síðar í Sálinni hans Jóns míns, GG blús, Kikk o.m.fl.) var…

Hörkutól – Efni á plötum

Hörkutól – [?] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar]  Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hörkutól – Hjálpum þeim Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar]  Ár: 2005 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Hreinn Þorkelsson – [?] Gunnar Svanlaugsson – [?] Eyþór Benediktsson – [?] Trausti Tryggvason – [?] Hallfreður…

Hörkutól (um 1998-2009)

Félagsskapur sem nefndist Hörkutól eða Hörkutólafélagið var starfrækt meðal karlkyns kennara við grunnskólann í Stykkishólmi, um og eftir aldamótin 2000, hugsanlega var félagið stofnað haustið 1998 og það starfaði hið minnsta til ársins 2009 en starfsemi þess sneri að einhvers konar gríni í garð karlmennsku og var með margvíslegum hætti. Afar litlar upplýsingar er að…

Hörður Hákonarson (1938-2021)

Hörður Hákonarson ljósmyndari var harmonikkuleikari og lagahöfundur sem ekki fór mikið fyrir en hann vann í nokkur skipti til verðlauna í danslagakeppnum sem haldnar voru sjötta og sjöunda áratugnum, og reyndar einnig síðar. Hörður var Reykvíkingur, fæddur 1938 og var um sextán ára gamall þegar hann hóf að nema harmonikkuleik hjá Karli Jónatanssyni harmonikkuleikara og…

Hörmung [3] (2013-15)

Rokkhljómsveitin Hörmung starfaði á Ísafirði á árunum 2013 til 2015 hið minnsta, hugsanlega hefur hún verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Einar Bragi Guðmundsson gítarleikari, Brynjar J. Olsen gítarleikari, Egill Bjarni Vikse hljómborðsleikari [og söngvari?], Slavyan Yordanov bassaleikari og Valgeir Skorri Vernharðsson trommuleikari. Sveitin var nokkuð virk meðan hún starfaði og lék í fjölmörg…

Hörmung [2] (1982-83)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Hörmung, líkast til á Höfn í Hornafirði á árunum 1982 til 83 að minnsta kosti en sveitin lék á dansleik í félagsheimilinu Sindrabæ á Höfn á öðrum degi jóla 1982. Hér er óskað eftir nöfnum meðlima sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma auk frekari upplýsinga sem heima…

Afmælisbörn 20. ágúst 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari hefði átt afmæli í dag en hann lést árið 2023. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur…

Afmælisbörn 19. ágúst 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjölmörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla…

Afmælisbörn 18. ágúst 2025

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins að þessu sinni: Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er þrjátíu og átta ára gamall á þessum degi en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af…