Hörður Áskelsson (1953-)
Framlag Harðar Áskelssonar til tónlistarsamfélagsins og einkum þegar kemur að orgeltónlist og kórstjórnun, verður seint að fullu metið en hann hefur starfað sem organisti, orgelleikari, kórstjórnandi, tónskáld og tónleikahaldari, og auk þess leitt og stofnað til fjölmargra tónlistarhópa, -félaga og -viðburða til að auka veg orgel- og kirkjutónlistar. Hörður Áskelsson er fæddur á Akureyri haustið…













