Hörður Áskelsson (1953-)

Framlag Harðar Áskelssonar til tónlistarsamfélagsins og einkum þegar kemur að orgeltónlist og kórstjórnun, verður seint að fullu metið en hann hefur starfað sem organisti, orgelleikari, kórstjórnandi, tónskáld og tónleikahaldari, og auk þess leitt og stofnað til fjölmargra tónlistarhópa, -félaga og -viðburða til að auka veg orgel- og kirkjutónlistar. Hörður Áskelsson er fæddur á Akureyri haustið…

Hörður Áskelsson – Efni á plötum

Hamrahlíðarkórinn – Ljós og hljómar: Hamrahlíðarkórinn syngur jólalög Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: TRG 78009 Ár: 1978 1. Kisa mín 2. Nú kemur heimsins hjálparráð 3. Komið þið hirðar 4. Jólaklukkur kalla 5. Það aldin út er sprungið 6. Ljós og hljómar 7. Ó, Jesúbarnið blítt 8. Puer natus in Betlehem 9. Vér lyftum hug í hæðir 10. Rís lofsöngmál…

Hymnodia Sacra [annað] (1742)

Hymnodia Sacra er pappírshandrit sem geymir merkilegar heimildir um tónlistarsögu Íslands á 18. öld, um er að ræða sálmahandrit með nótum en margir sálmanna eru hvergi varðveittir annars staðar. Það var séra Guðmundur Högnason (1713-95) sem ritaði handritið árið 1742 en hann var um það leyti að taka við prestsembætti í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Guðmundur…

Hymnodia Sacra – Efni á plötum

Kammerkórinn Carmina – Hymnodia Sacra Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SMK 74 Ár: 2010 1. Músíkulof 2. Eilíft lof með elsku hátt 3. Heyr þó, guðs barnið góða 4. Einka réttlætið 5. Jesú sleppa eg vil eigi 6. Einn herra eg best ætti 7. Sæll er hver trú af því auðséna fékk 8. Guð oss sinn lærdóm…

Hypno – Efni á plötum

Hypno – Hypnidubs [ep] Útgefandi: Haunted audio recordings Útgáfunúmer: HAR 107 Ár: 2009 1. Elevate 2. Telescope 3. Autumn Flytjendur: Kári Guðmundsson – [?]     Hypno – Over the top [12“] Útgefandi: PTN Útgáfunúmer: PTN003 Ár: 2010 1. Over the top 2. War demons 3. War demons (Julio Bashmore remix) 4. Doo doo Flytjendur:…

Hypno (2009-14)

Tónlistarmaðurinn Kári Guðmundsson samdi og sendi frá sér tónlist um nokkurra ára skeið fyrr á þessari öld undir nafninu Hypno. Tónlist Hypno var svokölluð dubstep hip hop tónlist en hann hafði verið að semja tónlist í nokkur ár árið 2009 þegar hann kom fyrst fram undir þessu nafni aðeins sextán ára gamall. Þá um sumarið…

Hyskið [1] – Efni á plötum

Hyskið – Best off Útgefandi: Hyskið Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Bíllinn hans Högna 2. Sadómasó 3. Ástaróður til 4. Brand new Cadillac 5. Brúsi frændi 6. Brandur minn 7. Hetja norðursins 8. Something else Flytjendur: Benjamín Gíslason – söngur Hallgrímur Guðsteinsson – gítar Bragi Ragnarsson – trommur Ármann Jónasson – bassi Benedikt Sigurðarson…

Hyskið [1] (1986-90 / 2008-)

Hljómsveitin Hyskið er e.t.v. ekki með þekktustu hljómsveitum landsins en hún átti tryggan hóp aðdáenda á sínum tíma, og sendi m.a.s. frá sér kassettu. Hyskið var stofnuð í Kópavogi árið 1986 og var nokkurs konar afsprengi pönkbylgjunnar sem þó var þá liðin undir lok. Tónlist sveitarinnar var skilgreind sem pönkrokkþjóðlagalegs eðlis og segir sagan að…

Högni og kattabandið (1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Högni og kattabandið var sett saman sérstaklega til að leika á Heimilissýningunni sem haldin var í Laugardalnum í Reykjavík síðsumars 1980 en þar lék sveitin daglega meðan á sýningunni stóð. Tilgangurinn með stofnun og leik sveitarinnar þar var að kynna nýjan lið í útgáfu Morgunblaðsins sem var auka myndasögublað sem kom…

Högni Jónsson (1936-2020)

Högni Jónsson annaðist harmonikkuþætti í Ríkisútvarpinu í áratugi, hann var fróðastur flestra um hljóðfærið og lék einnig á harmonikku sjálfur. Högni var fæddur snemma árs 1936 en ekki liggur mikið fyrir um hagi hans. Hann lærði á harmonikku hjá Jan Morávek í kringum 1960 og áður hafði hann einnig notið leiðsagnar hjá Karli Jónatanssyni og…

Högni hrekkvísi (um 1975-80)

Hljómsveitin Högni hrekkvísi var vinsæl ballhljómsveit sem starfaði á Vopnafirði um fjölmargra ára skeið á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og eitthvað fram á þann níunda – heimildir eru um að sveitin hafi verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1975 til 1980 en þá um sumarið (1980) lék hún á dansleik um verslunarmannahelgina…

Högni (1977)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Högna sem starfaði árið 1977 einhvers staðar á austanverðu landinu, hugsanlega Austfjörðum – ekki er um að ræða sömu sveit og gekk undir nafninu Högni hrekkvísi og starfaði á Vopnafirði um sama leyti. Hér vantar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma sveitarinnar og annað sem væri við hæfi í…

Höfuðlausn [2] (2010)

Hljómsveit úr Borgarfirðinum sem bar það viðeigandi nafn Höfuðlausn, var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010 en komst reyndar ekki áfram í úrslit keppninnar. Sveitin, sem lék prógressíft djassrokk var skipuð þeim Heimi Klemenssyni hljómborðsleikara, Þórði Helga Guðjónssyni bassaleikara, Pétri Björnssyni söngvara og fiðluleikara, Jakobi Grétari Sigurðssyni trommuleikara og Jóhanni Snæbirni Traustasyni gítarleikara. Svo virðist…

Hörd (um 1970)

Hljómsveitin Hörd (H.Ö.R.D.) starfaði á Ísafirði líklega í kringum 1970, og var skipuð ungum og upprennandi tónlistarmönnum. Hljómsveitarnafnið Hörd var myndað úr upphafsstöfum meðlimanna fjögurra en þeir voru Halli [?], Örn Jónsson, Rúnar Þór Pétursson og Diddi [?]. Frekari upplýsingar um nöfn sveitarliðanna væru vel þegin sem og um hljóðfæraskipan og starfstíma hennar.

Afmælisbörn 13. ágúst 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fimmtíu og sex ára gömul á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…