Hörður Bragason (1959-)

Tónlistarmaðurinn Hörður Bragason á eins og margir af hans kynslóð tónlistarferil sem spannar afar fjölbreytilegt svið, allt frá pönki til kirkjutónlistar og auðvitað allt þar á milli. Hann þykir jafnframt með skrautlegri karakterum í tónlistinni og fjölbreytileiki tónlistarferils hans ber líklega vitni um að hann tekur að sér hin ólíkustu hlutverk og verkefni. Hörður er…

Hörður Atli Andrésson – Efni á plötum

Hörður Atli Andrésson – Partýlögin hans pabba Útgefandi: Hörður Andrésson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Strandakirkja 2. Sit ég og syrgi 3. Eirðarleysi 4. Til verkamannsins 5. Forstjórar 6. Alice Benbolt 7. Morgunblaðsfrétt 8. Mónakó 9. Svörtu augun Flytjendur: Haraldur Leví Gunnarsson – trommur Smári Guðmundsson – bassi og gítarar Högni Þorsteinsson – rafgítar…

Hörður Atli Andrésson (1958-)

Hörðu Atli Andrésson fyrrverandi sjómaður (fæddur 1958) sendi árið 2009 frá sér sólóplötu með níu lögum, sem bar heitið Partýlögin hans pabba. Á plötunni er að finna lög sem eru að öllum líkindum eftir Hörð sjálfan en ljóðin koma úr ýmsum áttum, Hörður á þar sjálfur einn texta sem og faðir hans Andrés Magnússon. Platan…

Hörn Hrafnsdóttir (1972-)

Mezzósópran söngkonan og vatnsauðlindarverkfræðingurinn Hörn Hrafnsdóttir hefur á undanförnum áratugum birst við hin og þessi tónlistarverkefni en hún hefur til að mynda stofnað til tónlistarhópa, sungið á tónleikum og fleira. Hörn Hrafnsdóttir er fædd haustið 1972 í Kópavogi en hún hefur mest alla tíð alið manninn þar. Hún byrjaði ung að árum að syngja enda…

Hörður Jónsson – Efni á plötum

Hörður Strandamaður – Mokaðu Útgefandi: Geir, Harpa og Hrafnhildur Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2023 1. Ef þú ert til í allt 2. Þrúgandi þankar 3. Yngismaður 4. Fuglar í búri 5. Uppkynja kynningar 6. Leynt og ljóst 7. Drífðu þig vestur 8. Dimmir af nótt 9. Eymdaróður 10. Knapinn 11. Mokaðu 12. Moldi Flytjendur: Hörður…

Hörður Jónsson (1953-2015)

Hörður Jónsson var alþýðutónlistarmaður sem bjó lengst af á Akranesi en var ættaður úr Árneshreppi á Ströndum og gekk því undir nafninu Hörður Strandamaður. Hann kom oft fram sem trúbador, samdi lög og texta og hluti þeirra kom út á plötu að honum látnum. Hörður Jónsson var fæddur (vorið 1953) og uppalinn á Stóru-Ávík á…

Hörður G. Ólafsson – Efni á plötum

Hörður G. Ólafsson – Fyrir þig Útgefandi: Hörður G. Ólafsson Útgáfunúmer: HGO 001 Ár: 1998 1. Björgvin Halldórsson – Fyrir þig 2. Sigríður Beinteinsdóttir – Upp á við 3. Pálmi Gunnarsson – Láttu verkin tala 4. Guðrún Gunnarsdóttir og Pálmi Gunnarsson – Svona er lífið 5. Jóhannes Eiðsson – Það falla regndropar 6. Ari Jónsson…

Hörður G. Ólafsson (1953-)

Sauðkrækingurinn Hörður G. Ólafsson er líkast til þekktastur fyrir tónsmíði sína Eitt lag enn sem sló rækilega í gegn árið 1990 sem framlag Íslands í Eurovision og hafnaði að lokum í fjórða sæti lokakeppninnar. Hörður hefur þó samið fjölmörg önnur lög og þar af eru nokkur þekkt, auk þess hefur hann sent frá sér sólóplötu…

Höskuldur Lárusson (1969-)

Nafn tónlistarmannsins Höskuldar Arnar Lárussonar poppar reglulega upp í íslenskri tónlist en hann hefur bæði starfað einn og með hinum ýmsu hljómsveitum. Höskuldur Örn Lárusson er fæddur haustið 1969 í Reykjavík en er að mestu uppalinn á Hellu. Það var þó ekki fyrr en að hann var fluttur á höfuðborgarsvæðið að hann lét að sér…

Höskuldur Höskuldsson – Efni á plötum

Hössi – Lóa [3“] Útgefandi: MH records Útgáfunúmer: mhcd001 Ár: 1995 1. Lóa litla á Brú 2. Lóa litla á Brú (instrumental) Flytjendur: Höskuldur Höskuldsson – söngur Máni Svavarsson – allur hljóðfæraleikur og forritun Stefán Hilmarsson – raddir Eyjólfur Kristjánsson – raddir

Höskuldur Höskuldsson (1965-)

Höskuldur Höskuldsson (f. 1965) er nokkuð þekkt nafn innan útgáfubransans í íslenskri tónlist en hann starfaði um árabil sem kynningafulltrúi og útgáfustjóri hjá Steinum, Spori og Senu – eftir að hann hætti hjá Senu árið 2015 gaf hann einnig út fáeinar plötur undir eigin merki, HH hljómplötur. Hann hefur síðustu árin starfað í bókaútgáfubransanum en…

Hörpukórinn [1] (1987)

Upplýsingar óskast um kór sem virðist hafa starfað í Dölunum árið 1987 undir nafninu Hörpukórinn en kór með því nafni söng á skemmtun tengdri Jörfagleði í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal þá um vorið, undir stjórn Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Hörpukórsins er hvergi annars staðar getið í heimildum og gæti hann því annað hvort hafa starfað um…

Höskuldur Stefánsson (1930-2005)

Nafn Höskuldar Stefánssonar er vel þekkt um Austfirði enda mætti segja að hann sé einn af frumkvöðlum og framámönnum í tónlistarstarfinu á Norðfirði en hann kom að tónlistinni þar með ýmsum hætti, sem organisti, kórstjóri, lúðrasveitstjórnandi, danshljómsveitarmaður og ýmislegt annað. Höskuldur Stefánsson var fæddur vorið 1930 og uppalinn í Neskaupstað, hann komst í kynni við…

Höskuldur Skagfjörð – Efni á plötum

Höskuldur Skagfjörð – Hve gott og fagurt: Höskuldur Skagfjörð les ljóð Útgefandi: Höskuldur Skagfjörð Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1982 1. Liebestraum 2. Kyssti mig sól 3. Frá liðnu vori 4. Malbik 5. Smáfríð er hún ekki 6. Kveðja 7. Ég bið að heilsa 8. Ung ert þú, jörð mín 9. Úr nótt 10. Minning 11.…

Höskuldur Skagfjörð (1917-2006)

Leikarinn Höskuldur Skagfjörð Sigurðsson var fæddur (1917) og uppalinn í Skagafirðinum en fluttist suður yfir heiðar á unglingsárum og átti síðan eftir að fara í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og síðan í eins árs leiklistarnám í Danmörku áður en hann hóf að leika, fyrst við Þjóðleikhúsið og síðan hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sjötta áratugnum. Starfsferill hans…

Höskuldur Lárusson – Efni á plötum

Spoon – Spoon Útgefandi: Spoon records Útgáfunúmer: 94JAP016-2 Ár: 1994 1. Da capo 2. Taboo 3. Vibes 4. Tomorrow 5. Awake 6. Brazilian sky 7. Doubts 8. Q no A 9. Observing 10. Adorable 11. So be it Flytjendur: Emilíana Torrini – söngur og raddir Höskuldur Örn Lárusson – gítar, raddir og söngur Friðrik Júlíusson Geirdal –  trommur og slagverk Gunnlaugur…

Höskuldur Þórhallsson (1921-79)

Tónlistarmaðurinn Höskuldur Þórhallsson lék með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma en hann var fjölhæfur hljóðfæraleikari, lék bæði danstónlist og klassíska. Höskuldur Þórhallur Lagier Þórhallsson eins og hann hét fullu nafni, fæddist sumarið 1921 og bjó fyrstu sextán ár ævi sinnar í Þýskalandi hjá móður sinni en þar nam hann sellóleik. Árið 1937 kom hann til…

Afmælisbörn 27. ágúst 2025

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson eða bara Sjón er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Fyrir utan að hafa slegið í gegn sem Johnny Triumph ásamt Sykurmolunum með lagið Luftgítar hefur Sjón samið fjölda texta sem komið hafa út á plötum. Hann hefur einnig gefið út…