Afmælisbörn 30. september 2025

Glatkistan hefur upplýsingar um þrjú tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Helgi (Óskar) Víkingsson trommuleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Helgi hefur leikið með fjöldanum öllum af hljómsveitum í gegnum tíðina og hér má nefna sveitir eins og Blúsbrot, VSOP, Örkina hans Nóa, Trassana, Villta vestrið, Dans á rósum, Munkum, Spíritus, Swizz, Nuuk,…

Afmælisbörn 29. september 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og níu ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Afmælisbörn 28. september 2025

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er fjörutíu og eins árs á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja athygli…

Glatkistan hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar

Fyrr í vikunni var Málræktarþing haldið í Eddu – húsi íslenskunnar, á vegum Íslenskrar málnefndar en um er að ræða árlegt þing nefndarinnar um málefni íslenskrar tungu. Venja hefur verið að veita viðurkenningu Íslenskrar málnefndar á þinginu og hlaut Glatkistan hana að þessu sinni, fyrir frumkvæði í að birta alfræðiefni á íslensku á netinu. Ármann…

Afmælisbörn 27. september 2025

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Akureyringurinn Jón (Arnar) Freysson hljómborðsleikari er sextíu og eins árs gamall í dag. Jón sem er menntaður tölvunarfræðingur varð þekktur þegar hann lék með Bara flokknum á sínum tíma en lék einnig með sveitum eins og Skræpótta fuglinum og Nautsauga en með síðarnefndu sveitinni var hann…

Afmælisbörn 26. september 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti fagnar níutíu og þriggja ára afmæli sínu í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar…

Afmælisbörn 25. september 2025

Í dag koma þrjú afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari á stórafmæli í dag en hann er fimmtugur, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir…

Tónleikar til heiðurs Palla Hauks

Blúsunnandinn og stjórnandi hátíðarinnar Blús milli fjalls og fjöru á Patreksfirði, Palli Hauks, lést í maí síðastliðinn. Blúsfélag Reykjavíkur blæs til tónleika á Ölveri sportbar föstudagskvöldið 26. september nk. en þeir eru haldnir sem virðingarvottur við Palla og til heiðurs minningu hans. Á svið stíga: Jón Ólafsson – bassi og söngur Ásgeir Óskarsson – trommur Guðmundur Pétursson – gítar…

Afmælisbörn 24. september 2025

Afmælisbörnin eru átta í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari (f. 1940) hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést árið 2023. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, og gaf út nokkrar plötur sjálfur. Garðar stýrði…

Afmælisbörn 23. september 2025

Að þessu sinni eru þrjár söngkonur á afmælislista Glatkistunnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja mörg lög inn á…

Afmælisbörn 22. september 2025

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara en hann lést árið 2020. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög eins…

Afmælisbörn 21. september 2025

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er sextug og á því stórafmæli í dag. Áshildur hefur komið víða við í tónlist sinni, verið í aukahlutverkum á plötum annarra listamanna en einnig gefið sjálf út nokkrar sólóplötur, m.a. í samstarfi við annað afmælisbarn dagsins, Atla Heimi, og einnig Selmu Guðmundsdóttur, svo…

Afmælisbörn 20. september 2025

Í dag koma fjögur afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og níu ára gömul á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir en hún kom einnig fyrir í sönglagakeppnum eins og…

Afmælisbörn 19. september 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex að þessu sinni: Finnbogi G. Kjartansson bassaleikari frá Keflavík fagnar sjötíu og þriggja ára afmæli í dag en hann lék með ýmsum Suðurnesjasveitum á sínum yngri árum, oft með bróður sínum Magnúsi. Meðal sveita sem Finnbogi lék með voru Júdas, Júbó, Echo, Steinblóm, Ábót, Fresh, Geimsteinn og Hrókar en sú síðast…

Afmælisbörn 18. september 2025

Í dag koma fjögur tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Kjartan Ragnarsson leikari og leikstjóri er áttræður í dag og fagnar því stórafmæli en hann kom víða við í tónlistartengdum verkefnum í leikhúsinu um tíma, m.a. annars í Hatti & Fatti, Gretti, Á köldum klaka og Saumastofunni þar sem tónlistinni var þrykkt á plast.…

Afmælisbörn 17. september 2025

Tónlistartengdu afmælisbörn Glatkistunnar eru sex í þetta skipti: Smári Jósepsson gítarleikari eða bara Smári Tarfur er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Tarfurinn hefur starfað með alls kyns ólíkum sveitum eins og Quarashi, Spitsign, Ylju, Belford, Porker og dúettnum Hot damn, og hefur einnig gefið út fjölda sólóplatna og m.a. efni sem hann samdi…

Afmælisbörn 16. september 2025

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson á afmæli en hann er áttatíu og fimm ára gamall í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar…

Afmælisbörn 15. september 2025

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Tónlistarmaðurinn Sigfús E. Arnþórsson er sextíu og átta ára gamall í dag. Sigfús lék með fjölda hljómsveita á árum áður, einkum norðanlands en það voru sveitir eins og Skýborg, Anus, Klassík, Namm, Tíglar, Árný trúlofast, Flugfrakt, Skarr og Mörðuvallamunkarnir en einnig hefur hann gefið út…

Afmælisbörn 14. september 2025

Í dag eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gítarleikarinn Gyða Hrund Þorvaldsdóttir er fjörutíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Gyða Hrund hefur starfað með hljómsveitum sem teljast í þyngri kantinum í bransanum og hér má nefna sveitir eins og Angist, Hostile og Extermination order svo einhverjar séu nefndar. Anna Vilhjálms söngkona (f. 1945)…

Afmælisbörn 13. september 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu íslenskrar tónlistar í dag á lista Glatkistunnar: Andrea Gylfadóttir söngkona er sextíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Andrea hafði lagt stund á söng og sellóleik þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina Grafík og tók þar við af Helga Björnssyni. Þar sló hún í gegn og í kjölfarið…

Afmælisbörn 12. september 2025

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorbjörn Sigurðsson hljómborðs-, gítarleikari og söngvari er fjörutíu og sex ára gamall á þessum dagi. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison bandið.…

Afmælisbörn 11. september 2025

Glatkistan hefur að geyma þrjú tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi. Snorri Barón Jónsson fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur á þessum degi. Snorri Barón hefur leikið á gítar í nokkrum sveitum og má til dæmis nefna Moonboots, Hetjur og Trúboðana en hann var jafnframt einn þeirra sem kom að útgáfu tímaritsins Undirtóna á sínum tím.…

Afmælisbörn 10. september 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú á þessum degi: Gerður (Guðmundsdóttir) Bjarklind á áttatíu og þriggja ára afmæli í dag. Gerður kom til starfa hjá Ríkisútvarpinu haustið 1961, starfaði fyrst á auglýsingadeildinni eða til ársins 1974 en einnig sem útvarpsþulur og dagskrárgerðarkona, hún stýrði til að mynda þáttunum Lögum unga fólksins og Óskastundinni, en hún kom einnig…

Afmælisbörn 9. september 2025

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Gunnarsson hljómborðs- og ásláttarleikari fagnar sextíu og fjögurra ára afmæli í dag. Eyþór byrjaði feril sinn með Ljósunum í bænum, Tívolí og Mezzoforte en hefur síðan leikið með ýmsum þekktum og óþekktum böndum, þar á meðal eru Stuðmenn, KK band, Mannakorn og Ófétin en Eyþór…

Afmælisbörn 8. september 2025

Sjö afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem fagnar sextíu og þriggja ára afmæli í dag, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út…

Afmælisbörn 7. september 2025

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sjö talsins: Heiðar Örn Kristjánsson er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Eins og flestir muna er hann einn af Pollapönks genginu sem fór í Eurovision keppnina 2014 en hann var líka í Botnleðju sem sigraði Músíktilraunir 1995, gáfu út plötur og herjuðu á Bretlandaseyjar um tíma undir nafninu…

Afmælisbörn 6. september 2025

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sverrir Ólafsson (Sverrir Stormsker) fagnar sextíu og tveggja ára afmæli í dag. Sverrir hefur í gegnum tíðina gefið út um tuttugu plötur og ljóðabækur en frægðarsól hans reis hvað hæst fyrir 1990, þá átti hann hvern stórsmellinn á fætur öðrum s.s. Horfðu á björtu hliðarnar, Þórður, Við…

Afmælisbörn 5. september 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Tónlistar- og myndlistamaðurinn Júníus Meyvant (Unnar Gísli Sigurmundsson) frá Vestmannaeyjum er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Síðan hann sendi frá sér lagið Color decay árið 2014 hefur hann gefið út nokkur lög á breið- og smáskífum sem notið hafa vinsælda en hann starfaði einnig áður með hljómsveitinni…

Afmælisbörn 4. september 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er áttræður og fagnar því stórafmæli. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur Guðjón, Ég…

Afmælisbörn 3. september 2025

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru sex talsins á þessu degi: Bergur Thomas Anderson bassaleikari er þrjátíu og sjö ára gamall í dag. Bergur Thomas birtist fyrst í Músíktilraunum um miðjan síðasta áratug með hljómsveitum eins og Mors og Sudden failure 3550 error error en fyrsta þekkta sveit hans var Big kahuna, í kjölfarið kom Sudden weather…

Afmælisbörn 2. september 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er áttatíu og fjögurra ára gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað…

Afmælisbörn 1. september 2025

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sjö talsins: Ruth Reginalds söngkona á stórafmæli í dag – er sextug en hana þekkja auðvitað allir. Ruth var fyrst og fremst barnastjarna og gaf út á sínum tíma fjöldann allan af plötum á áttunda áratugnum, en hún söng einnig hlutverk Róberts bangsa á þremur plötum um svipað leyti. Enn…