Afmælisbörn 19. desember 2025

Á þessum degi eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er sextíu og þriggja ára á þessum degi. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari…

Afmælisbörn 18. desember 2025

Í dag eru fjögur nöfn á afmælislista Glatkistunnar Það er Sigurlaug Thorarensen sem einnig gengur undir sólólistanafninu Sillus en hún er þrjátíu og fimm ára gömul á þessum degi. Hún hefur gefið út tilraunakennt raftónlistarefni og unnið tónlist fyrir sjónvarp en einnig starfað með hljómsveitinni BSÍ á plötu sem og starfað með öðru tónlistarfólki s.s.…

Afmælisbörn 17. desember 2025

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á lista Glatkistunnar í dag: Tónlistarkonan Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir fagnar þrjátíu og eins árs afmæli á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og hefur einnig gefið út nokkrar breiðskífur, Sólveig hefur einnig sjálf sent frá sér sólóplötur og fjölda smáskífna. Ágúst…

Afmælisbörn 16. desember 2025

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þrjátíu og sex ára gömul á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona hljómsveita eins og Útidúr og Dream wife sem hefur…

Afmælisbörn 15. desember 2025

Í dag eru skráð sex tónlistartengd afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og…

Afmælisbörn 14. desember 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er sextíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur…

Afmælisbörn 13. desember 2025

Í dag eru þrír tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…

Afmælisbörn 12. desember 2025

Glatkistan hefur á skrá sinni í dag fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari er fimmtíu og átta ára gamall í dag, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum og haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis. Jóhann Friðgeir hefur gefið út nokkrar sólóplötur…

Afmælisbörn 11. desember 2025

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst er það Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sjötíu og eins árs gamall. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú þekktasta.…

Afmælisbörn 10. desember 2025

Nokkur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Einar Hólm Ólafsson söngvari og trymbill (1945-2023) átti afmæli á þessum degi en hann lést árið 2023. Einar söng inn á eina litla plötu 1973 en hann var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar séu nefndar. Einar…

Afmælisbörn 9. desember 2025

Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur leikhús- og barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni…

Afmælisbörn 8. desember 2025

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar sex talsins: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið…

Afmælisbörn 7. desember 2025

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins í þetta skipti: Már Elíson trommuleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Már hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, þeirra þekktust er Upplyfting en einnig má nefna sveitir eins og Trix, Víkingasveitina, Andrá, Pondus, Midas, Kusk, Jeremías, Galdakarla, Danssveitina, Axlabandið og Granada tres tríó svo…

Afmælisbörn 6. desember 2025

Níu afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fimmtíu og fimm ára gamall á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar…

Kraumsverðlaunin 2025 afhent

Alaska1867, Ásta, knackered, Kusk & Óviti, LucasJoshua og Rakel hljóta Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Kraumsverðlaunin voru veitt í gærikvöldi í Pop-up verslun Sweet Salone – Aurora velgerðarsjóðs á Mýrargötu 41 í vesturbænum. Þetta er í átjanda sinn sem Kraumsverðverðlaunin eru veitt, en dómnefnd verðlaunanna fór yfir hátt í 500 íslenskar plötur og útgáfur…

Afmælisbörn 5. desember 2025

Þá er komið að afmælisbörnum Glatkistunnar en að þessu sinni eru sex slík á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri á sextíu og þriggja ára afmæli í dag. Lýður hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu nefndar.…

Afmælisbörn 4. desember 2025

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu er þrjátíu og fimm ára gamall á þessum degi. Jakobínarína vann sér meðal annars til frægðar á sínum tíma að vinna Músíktilraunir (2005) en eftir að sveitin hætti árið 2009 hefur lítið spurst til Ágústs. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni Kosijama. Sigurður…

Afmælisbörn 3. desember 2025

Afmælisbörn dagsins eru átta á þessum degi: Pétur Östlund trommuleikari er áttatíu og tveggja ára í dag, hann lék með mörgum af þekktustu sveitum bítlatímabilsins og eru Hljómar og Óðmenn þeirra þekktastar en einnig með sveitum eins og Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Gunnars Ormslev, Musica prima og Útlendingahersveitinni. Hann var síðar kunnari fyrir djasstrommuleik og…

Afmælisbörn 2. desember 2025

Á þessum degi koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á Glatkistuvefnum: Tónlistarmaðurinn Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér sem bæði hljómsveitin Hjaltalín og söngvarinn Páll Óskar hafa gert…

Afmælisbörn 1. desember 2025

Í dag er Dagur íslenskrar tónlistar og um leið fullveldisdagurinn, og afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Bakkgerðingurinn (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi, Magni hefur einnig sungið með hljómsveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut…