Húnakórinn – Efni á plötum

Húnakórinn – Dropinn holar steininn: Tónleikar í Seltjarnarneskirkju 21. mars 2002 Útgefandi: Húnakórinn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2002 1. Lysthúskvæði 2. Veröld fláa 3. Ölerindi 4. Fuglinn í fjörunni 5. Í dag skein sól 6. Við tvö og blómið 7. Húnabyggð 8. Þegar höldum við norður 9. Smávinir fagrir 10. Við gengum tvö 11. Blíðasti…

Húnakórinn (1993-2018)

Húnakórinn var kór sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu og var skipaður fólki sem ýmist voru brottfluttir Húnvetningar eða átti rætur að rekja til Húnavatnssýslna. Kórinn starfaði í um aldarfjórðung en ekki er ljóst hvort hann starfaði innan Húnvetningafélagsins í Reykjavík eða var óháður því félagi. Húnakórinn var settur á laggirnar síðsumars 1993 en var síðan formlega…

Hvanneyrarkvartettinn [2] – Efni á plötum

Hvanneyrarkvartettinn [2] – [?] Útgefandi: Hvanneyrarkvartettinn Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 2018 [?] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Jón Hólm Stefánsson – söngur Ólafur Geir Vagnsson – söngur Jóhannes Torfason – söngur Gunnar Sigurðsson – söngur Jón Ólafur Guðmundsson – píanó

Hæfileikakeppni Íslands [tónlistarviðburður] (2012)

Svokölluð Hæfileikakeppni Íslands var haldin fyrri hluta ársins 2012 á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Skjáseins, þar kenndi ýmissa grasa og tónlistaratriði voru fyrirferðamikil en það var þó dansatriði sem bar sigur úr býtum. Það voru Skjáreinn, Mbl.is og Saga film sem héldu utan um Hæfileikakeppni Íslands en fyrirkomulag keppninnar var með þeim hætti að fólk gat sent…

Hæfileikakeppni Dagblaðsins og Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar [tónlistarviðburður] (1979-80)

Sumrin 1979 og 1980 var tvívegis haldin hæfileikakeppni þar sem fólki var gefinn kostur á að sýna hæfileika sína á ýmsum sviðum en keppnin var haldin í nafni Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar og Dagblaðsins á Hótel Sögu. Það mun hafa verið Birgir Gunnlaugsson sem fékk hugmyndina að hæfileikakeppninni og var Dagblaðið tilbúið í samstarf við hann…

Hæ Vektor Hektor (2011)

Hljómsveitin Hæ Vektor Hektor eða öllu heldur „Hæ Vektor Hektor!“ var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2011. Meðlimir sveitarinnar, sem kom af höfuðborgarsvæðinu, voru þau Adolf Smári Unnarsson bassaleikari og söngvari, Arnór Gunnar Gunnarsson hljómborðsleikari, Kristín Ólafsdóttir hljómborðsleikari, Jakob Gunnarsson söngvari og hljómborðsleikari, Auðunn Lúthersson trommuleikari og Björgvin Ragnar Hjálmarsson saxófónleikari. Hæ Vektor Hektor komst…

Hýjaglýjur og hýjalín (1983)

Hljómsveit með það undarlega nafn Hýjaglýjur & hýjalín starfaði haustið 1983 og lék þá á tónleikum sem haldnir voru í Flensborgarskóla í Hafnarfirði ásamt fleiri hljómsveitum – af því má álykta að sveitin hafi verið úr Firðinum og líklega starfað innan veggja skólans. Og hvað nafn sveitarinnar varðar, þá er ekki ólíklegt að einhver ruglingur…

Hyskið [2] (1992)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1992 undir nafninu Hyskið, hugsanlega í Hafnarfirði en sveitin lék þá ásamt fleiri sveitum á tónleikum í Firðinum. Hér virðist ekki vera um sömu sveit og starfaði í Kópavogi undir sama nafni fáeinum árum áður. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, auk…

Hæfileikakeppni Safarí [tónlistarviðburður] (1984-85)

Hæfileikakeppni kennd við skemmtistaðinn Safarí við Skúlagötu var haldin sumarið 1984 í tvígang á vegum umboðsskrifstofunnar Sóló og þriðja keppnin var svo haldin árið eftir. Margt er óljóst varðandi þessa/r keppni/r. Efnt var til keppni fyrir hæfileikaríkt fólk á tónlistarsviðinu undir merkjum Hæfileikakeppni Safarí sumarið 1984 og var hljómsveit sett saman til að leika undir…

Rasp [2] (2007-08)

Hljómsveitin Rasp var starfrækt á árunum 2007 og 2008 að minnsta kosti en upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar – svo virðist sem sveitin hafi haft einhverja tengingu við Samhjálp. Meðlimir hljómsveitarinnar virðast hafa verið þeir Guðni Már Henningsson slagverksleikari, Halldór Lárusson söngvari og kassagítarleikari, Heiðar Guðnason söngvari, Kristinn P. Birgisson söngvari, Vilhjálmur Svan…

Afmælisbörn 30. júlí 2025

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar þennan daginn: Söngkonan Erna Þórarinsdóttir, sem upphaflega kom frá Akureyri er sextíu og sex ára gömul í dag. Erna gerði garðinn frægan með hljómsveitum og söngflokkum eins og Brunaliðinu, Módel, Snörunum, Hver og Ernu Evu Ernu en hefur einnig verið mikið í bakraddasöng og sungið inn á ótal plötur…

Afmælisbörn 29. júlí 2025

Fjórir tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig…

Afmælisbörn 28. júlí 2025

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tíu tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er fjörutíu og sex ára gömul í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur…

Afmælisbörn 27. júlí 2025

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru þrjú að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er sextíu og eins árs gamall í dag. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum…

Afmælisbörn 26. júlí 2025

Sex afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður María Beinteinsdóttir söngkona er sextíu og þriggja ára í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Afmælisbörn 25. júlí 2025

Í dag eru afmælisbörnin fjögur í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni á stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…

Ný smáskífa frá The Sweet parade – Lost empires

Tónlistarmaðurinn Snorri Gunnarsson heldur áfram að senda frá sér efni undir nafninu The Sweet parade en nýverið kom út smáskífan Lost empires sem er nú aðgengileg á helstu streymisveitum. Lagið er titillag samnefndrar breiðskífu sem væntanlega er á haustmánuðum. Snorri hefur starfað undir þessu nafnið í um fjögur ár og hefur sveitin gefið út tólf…

Afmælisbörn 24. júlí 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru að þessu sinni þrjú talsins: Rangæingurinn Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona er sextíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún nam fyrst píanóleik og söng í heimabyggð en síðan í Reykjavík, á Ítalíu og Bretlandseyjum, hún starfaði um tíma á Ítalíu en mestmegnis hér heima þar sem hún hefur t.a.m. sungið ýmis óperuhlutverk.…

Hvítárbakkatríóið (1974-76)

Hvítárbakkatríóið var hljómsveit Jakobs Frímanns Magnússonar sem starfaði um eins árs skeið, sveitin var líklega aldrei hugsað sem annað en hliðarverkefni – reyndar eitt af fjölmörgum slíkum sem Jakob kom að um miðjan áttunda áratuginn. Hvítárbakkatríóið sem gekk einnig undir enska heitinu The White Bachman trio, var starfrækt í Bretlandi og var að öðru leyti…

Hvítárbakkatríóið – Efni á plötum

Hvítárbakkatríóíð – New morning / All hands on deck [ep] Útgefandi: EGG Útgáfunúmer: EGG 003 Ár: 1975 1. New morning 2. All hands on deck Flytjendur: Jakob Frímann Magnússon – söngur, gítar, orgel, píanó og hljóðgervlar Preston Ross Heymann – trommur Tómas M. Tómasson – bassi Sigurður Karlsson – trommur Björgvin Halldórsson – raddir Birgir…

Human woman – Efni á plötum

Human woman – Human woman Útgefandi: HFN music Útgáfunúmer: HFN17LP Ár: 2012 1. Einn eftir 2. It‘s gonna hurt you 3. Delusional 4. White knight 5. Great woman 6. Love games 7. DDDI 8. Sleepy Flytjendur: Jón Atli Helgason – [?] Gísli Galdur Þorvaldsson – [?]             Human woman –…

Human woman (2009-16)

Dúettinn Human woman starfaði um nokkurra ára skeið fyrr á þessari öld og var nokkuð virkur um tíma. Sveitin komst á útgáfusamning hjá þýsku plötuútgáfunni HFN-music og gaf út undir þeirra merkjum. Human woman var samstarfsverkefni Gísla Galdurs Þorgeirssonar og Jóns Atla Helgasonar sem höfðu starfað með þekktum sveitum eins og Motion boys, Fídel og…

Hungry and the burger (2007-08)

Hungry and the burger var hljómsveit Árna Rúnars Hlöðverssonar (Árna Plúseinn) en hann gaf út eina plötu undir því nafni, hún bar titilinn Lettuce and tomato og kom út sumarið 2008 en Árni Rúnar hafði hljóðritað hana veturinn á undan þegar hann bjó í New York. Lettuce and tomato kom út í takmörkuðu upplagi á…

Hungry and the burger – Efni á plötum

Hungry and the burger – Lettuce and tomato Útgefandi: World Champions Records Útgáfunúmer: WCR 001 Ár: 2008 1. Cosmonauts 2. Seglum 3. Afternoon tea 4. Antant 5. The wookiee 6. All the fine 7. Cowboybox Flytjendur: Árni Rúnar Hlöðversson – [?] Eiríkur Orri Ólafsson – trompet [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Huxun – Efni á plötum

Huxun – Apocaliptik magik child Útgefandi: HuXun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2006 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Marlon Pollock – rapp Jóhanna Hjálmtýsdóttir – söngur Lúðvík Páll Lúðvíksson – rapp og taktar Tanya Pollock – [?] Julia [?] – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur] HuXun – Apocalyptic lullabys Útgefandi: HuXun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár:…

HuXun (2004-07)

Marlon Pollock vann um tíma tónlist undir nafninu HuXun fyrr á þessari öld, og kom nokkrum sinnum fram á tónleikum undir því nafni auk þess að gefa út efni sem skilgreint var sem rafkennd hip hop tónlist. HuXun var einn þeirra sem hitaði upp fyrir 50 cent og G-unit í Laugardalshöll sumarið 2004 en hann…

Hyperboreans (2015)

Hyperboreans var dúett raftónlistarmannanna Kára Guðmundssonar og Sigurðar H. Blöndal en þeir komu eilítið fram opinberlega vorið 2015 undir þessu nafni á skemmtistaðnum Palóma. Um svipað leyti áttu þeir félagar lagið Bláfjöll á safnplötunum Nonyobiz Compilation Volume One og Nonyobiz Promo CD, sem útgáfufyrirtæki Kára Nonoybiz records gaf út. Svo virðist sem þeir hafi aðeins…

Hyperspaze (um 2010)

Hyperspaze var aukasjálf Jóels Kristins Hrafnssonar á Akureyri en hann mun hafa búið til tónlist undir þessu nafni líklega um eða fyrir 2010. Jóel hefur einnig gefið út og unnið tónlist undir nafninu Naos o.fl. Ekki liggur fyrir hvort Hyperspaze sendi frá sér efni á netinu eða efnislegu formi.

Hydrus (2003-05)

Hljómsveitin Hydrus starfaði í Garðabænum í upphafi aldarinnar, á árunum 2003 til 2005 hið minnsta en þá tók sveitin þrívegis þátt í Músíktilraunum. Um var að ræða rokksveit. Hydrus kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 2003 þegar sveitin var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum, þar var hún skipuð þeim Arnari Hilmarssyni gítarleikara og söngvara, Gauta Rafni…

Hydropicuz (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit, að öllum líkindum rokksveit í harðari kantinum sem bar nafnið Hydropicuz (Hydropicus). Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit og því vantar allar upplýsingar um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, hvenær hún starfaði og hversu lengi, og um annað sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Hydrophobic starfish (2009-11)

Hljómsveit með það undarlega nafn, Hydrophobic starfish starfaði um tveggja ára skeið á höfuðborgarsvæðinu og var á góðri leið með að vekja athygli en hvarf af sjónarsviðinu áður en til þess kom. Sveitin var stofnuð á fyrri hluta ársins 2009 og skipuðu sveitina líklega í upphafi þau Arnar Pétur Stefánsson gítarleikari, Magnús Benedikt Sigurðsson hljómborðsleikari,…

Hyrrokkin (2011)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Hyrrokkin en hún kom fram í off venue dagskrá Iceland Airwaves haustið 2011. Nafn sveitarinnar er sótt í norrænu goðafræðina og því er giskað á að tónlist hennar hafi verið í rokkaðri kantinum en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hverjir skipuðu hana eða hver…

Afmælisbörn 23. júlí 2025

Þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Jóhann (Jón) Þórisson er sextíu og níu ára gamall á þessum degi. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í…

Afmælisbörn 22. júlí 2025

Átta afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sjötugur og fagnar stórafmæli í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið með…

Afmælisbörn 21. júlí 2025

Í dag eru afmælisbörn íslensks tónlistarlífs fimm talsins samkvæmt skrá Glatkistunnar: Steinar Berg (Ísleifsson) er sjötíu og þriggja ára í dag. Steinar var lengstum hljómplötuútgefandi, starfrækti Steina í áratugi og síðar Steinsnar. Hann hefur einnig verið virkur tónlistarmaður hin síðari ár, leikið á gítar og sungið með hljómsveitum eins og Fírunum og Grasösnum, sem hefur…

Afmælisbörn 20. júlí 2025

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sjötíu og fimm ára á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með Magnúsi…

Afmælisbörn 19. júlí 2025

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) fagnar áttatíu og eins árs afmæli sínu á þessum degi. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær breiðskífur í eigin nafni. Mjöll…

Afmælisbörn 18. júlí 2025

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru ellefu talsins á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna bassaleikarann Harald Þorsteinsson en hann sjötíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Haraldur hefur leikið með ógrynni þekktra hljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar Eik, Sálin hans Jóns míns, Póker, Vinir Dóra, Brimkló, PS&CO, Pops og…

Afmælisbörn 17. júlí 2025

Í dag eru sex afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fimmtíu og eins árs gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er einnig…

Afmælisbörn 16. júlí 2025

Átta afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sjötíu og tveggja ára í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…

Afmælisbörn 15. júlí 2025

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Markús Kristjánsson píanóleikari og tónskáld hefur átt afmæli á þessum degi en hann fæddist árið 1902 og lést 1931 úr berklum, tæplega þrítugur að aldri. Markús þótti afar efnilegur píanóleikari og nam píanóleik í Danmörku og Þýskalandi, hann var jafnframt tónskáld og samdi nokkur þekkt sönglög, m.a.…

Afmælisbörn 14. júlí 2025

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Kolbeinn Bjarnason flautuleikari er sextíu og sjö ára gamall í dag. Kolbeinn nam hér heima en einnig í Bandaríkjunum, Kanada og Sviss en hefur starfað á Íslandi megnið af sínum ferli. Hann var einn af stofnendum Caput hópsins og hefur sent frá sér plötur…

Afmælisbörn 13. júlí 2025

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira er sextíu og tveggja ára gömul. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði…

Afmælisbörn 12. júlí 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sjötíu og fimm ára í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk til…

Afmælisbörn 11. júlí 2025

Tíu afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextíu og sex ára gamall í dag. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig…

Afmælisbörn 10. júlí 2025

Níu afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er sextíu og sjö ára gamall í dag. Helgi varð fyrst þekktur er hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að hafa…

Afmælisbörn 9. júlí 2025

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar sjö talsins og eru eftirfarandi: Birgir Hrafnsson gítarleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Birgir hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Pops áður en hann varð einn liðsmanna Ævintýris. Hann var síðar í Svanfríði, Change, Haukum og Celsius, og hafði jafnvel stuttan stans í sveitum eins og Hljómum,…

Afmælisbörn 8. júlí 2025

Í dag eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir á fjörutíu og þriggja ára afmæli í dag. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og…

Afmælisbörn 7. júlí 2025

Sex tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru á skrá Glatkistunnar: Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er fjörutíu og átta ára gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með…

Afmælisbörn 6. júlí 2025

Sjö afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn,…