Hugh Jazz – Efni á plötum

Hugh Jazz – Anatomy of strings  [ep] Útgefandi: Thule Traks Records Útgáfunúmer: THT001 Ár: 1997 1. Anatomy of strings 2. Northern exposure 3. Watching the wild 4. Soothe Flytjendur: Örnólfur Thorlacius – [?]   Hugh Jazz – Out of character [ep] Útgefandi: Thule Traks Records Útgáfunúmer: THT002 Ár: 1997 1. Out of character 2. In…

Hugh Jazz (1996-2001)

Tónlistarmaðurinn Örnólfur Thorlacius starfaði um nokkurra ára skeið undir aukasjálfinu Hugh Jazz en hann gaf einmitt út tímamótaplötu á Íslandi undir því nafni. Örnólfur sem hafði orðið fyrir áhrifum frá bresku danstónlistarbylgjunni sem gekk yfir á tíunda áratugnum, var farinn að vinna drum‘n bass tónlist undir Hugh Jazz nafninu árið 1996 eða jafnvel fyrr en…

Heiti potturinn [félagsskapur / tónlistarviðburður] (1987-91)

Heiti potturinn svokallaði var félagsskapur sem hélt utan um djasskvöld á Duus-húsi undir sama nafni en eitthvað á þriðja hundrað viðburða voru haldnir á því ríflega fjögurra ára tímabili sem félagsskapurinn starfaði. Það voru nokkrir tónlistarmenn og djassáhugamenn sem stofnuðu til Heita pottsins vorið 1987 en undirbúningur hafði þá staðið yfir um nokkurra mánaða skeið…

Hvanneyrarkvartettinn [1] (1955-56)

Söngkvartett starfaði við Bændaskólann á Hvanneyri veturinn 1955-56 undir stjórn Ólafs Guðmundssonar kennara við skólann, sem jafnframt var undirleikari hans – kvartett þessi bar einfaldlega nafnið Hvanneyrarkvartettinn og má vel vera að hann hafi starfað lengur en þennan eina vetur. Meðlimir Hvanneyrarkvartettsins voru þeir Hrafnkell Björgvinsson, Gísli Ellertsson, Halldór Þorgils Þórðarson og Ólafur S. Steingrímsson.…

Hvellir (um 1967)

Hljómsveitin Hvellir starfaði í gagnfræðiskólanum á Hvolsvelli líklega veturinn 1966-67 en sveitin mun þá hafa leikið á samkomu tengdri skólanum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Reynir Daníel Gunnarsson gítarleikari, Stefán Ólafsson gítarleikari, Ísólfur Gylfi Pálmason trommuleikari og Helgi Bjarnason sem lék á melódiku. Engar upplýsingar er að finna um starfstíma Hvella en líklega var hljómsveitin ekki…

Hvatberar (1984)

Hljómsveitin Hvatberar var skammlíf unglingahljómsveit sem starfaði um nokkurra mánaða skeið í Kópavogi sumarið og haustið 1984. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit nema að meðal meðlima hennar voru Bergur Geirsson bassaleikari og Þorgils Björgvinsson gítarleikari.

Hver dó? [2] (1994)

Rokktríóið Hver dó? starfaði á Akureyri vorið 1994 og var alls óskyld sveit sem starfaði undir sama nafni í bænum 25 árum fyrr. Nafnið átti sér líklegri tengingu við aðra rokksveit sem starfaði á Akureyri um sama leyti og hét Hún andar. Meðlimir Hver dó? voru nemendur í Síðuskóla en þeir voru Atli Hergeirsson söngvari…

Hver dó? [1] (1969-70)

Hljómsveitin Hver dó? var starfrækt á Akureyri, að öllum líkindum veturinn 1969 til 70 og starfaði þá í nokkra mánuði. Sveitin hafði verið stofnuð upp úr Geislum sem þá var hætt störfum og þaðan komu bræðurnir Sigurður gítarleikari og Páll trommuleikari Þorgeirssynir en aðrir liðsmenn sveitarinnar voru þeir Ingólfur Steinsson, Níels Níelsson og Bergur Þórðarson.…

Hver [2] (1989)

Hljómsveit virðist hafa borið nafnið Hver og starfað árið 1989. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa tilteknu hljómsveit, hverjir skipuðu hana, hver var hljóðfæraskipan hennar eða hversu lengi hún starfaði en þeir sem kynnu að búa yfir þeim upplýsingum mættu gjarnan miðla þeim til Glatkistunnar.

Hver er Jónatan? (1998-99)

Hljómsveit sem bar nafnið Hver er Jónatan? starfaði innan Menntaskólans í Reykjavík veturinn 1998-99 og átti tvö lög á árshátíðarplötunni Ríkið í miðið. Ekki liggur fyrir hvort hljómsveitin var starfandi sem slík eða einungis sett saman fyrir þetta verkefni, í nafni sveitarinnar er skírskotað til titils á samnefndu leikriti eftir Francis Durbridge. Meðlimir Hver er…

Afmælisbörn 11. júní 2025

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar fimm: Jón Þór Hannesson framleiðandi fagnar áttatíu og eins árs afmæli í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Andlát – Orri Harðarson (1972-2025)

Skagamaðurinn og tónlistarmaðurinn Orri Harðarson (Orri Harðar) er látinn fimmtíu og tveggja ára gamall eftir baráttu við veikindi. Orri var fæddur (haustið 1972) og uppalinn á Akranesi, og þar vakti hann fyrst athygli þegar hann tók þátt í hæfileikakeppni um tólf ára gamall en hann var þá byrjaður að semja tónlist og texta. Á unglingsárum…

Afmælisbörn 10. júní 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og átta ára gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Afmælisbörn 9. júní 2025

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á takteinum í dag sem eitthvað hafa með tónlist að gera: Guðni Már Henningsson útvarpsmaður með meiru, ljóðskáld og tónlistarmaður (1952-2021) hefði átt afmæli á þessum degi. Guðni Már var vinsæll dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og náði eins konar trúnaðarsambandi við marga af þeim hlustendum sem hlustuðu á næturútvarp hans.…

Afmælisbörn 8. júní 2025

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrjátíu og níu ára á þessum degi. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…

Afmælisbörn 7. júní 2025

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar þrjú talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og níu ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…

Afmælisbörn 6. júní 2025

Sex afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) er sextíu og níu ára gamall í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Afmælisbörn 5. júní 2025

Í dag eru afmælisbörnin níu talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fimmtíu og tveggja ára á þessum degi. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur…

Hugarró (2016-)

Tríóið Hugarró frá Akureyri kom fram á sjónarsviðið á öðrum áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar og virtist ætla að verða dæmigerð hljómsveit til að taka þátt í Músíktilraunum en lognast svo útaf, sveitin hélt hins vegar áfram störfum og hefur sent frá sér plötu. Hugarró mun hafa verið stofnuð annað hvort 2016 eða 17 en…

Hryggjandi sannleikur (2004)

Upplýsingar eru afar takmarkaðar um harðkjarnasveit sem bar nafnið Hryggjandi sannleikur en hún var starfandi árið 2004 að minnsta kosti og lék þá á nokkrum tónleikum með hljómsveitum úr sama geira, sveitin lék þá m.a. á félagsmiðstöðvartónleikum um vorið sem um leið voru útgáfutónleikar sveitarinnar því hún sendi frá sér tólf laga skífu um það…

Hugarró – Efni á plötum

Hugarró – Hugarró Útgefandi: Hugarró Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2020 1. Logi 2. Dream illusion 3. Horny waves 4. Nature is probably depressed 5. Jæja laufblað 6. Earthworm Flytjendur: Hinrik Örn Brynjólfsson – [?] Haraldur Helgason – [?] Fannar Smári Sindrason – [?] Hugarró – Andvarp Útgefandi: Hugarró Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2025 1. Fungi…

Húsgögn (1983)

Hljómsveitin Húsgögn starfaði í Njarðvíkum árið 1983 og var að líkindum fremur skammlíf hljómsveit, í fréttatilkynningu frá sveitinni á sínum tíma var talað um hómósexjúalræbblarokksveitina Húsgögn svo hugsanlega var um einhvers konar pönk- eða nýbylgjusveit að ræða. Húsgögn komu fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1983 með fyrrgreindri fréttatilkynningu og voru meðlimir sveitarinnar þá þeir Erpur…

Hvað segir þú! Ha? (1994)

Hljómsveit sem gekk undir því undarlega nafni Hvað segir þú! Ha? var starfandi sumarið 1994 en sveitin lék þá á skemmtistaðnum Tveimur vinum. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og hver var hljóðfæraskipan hennar.

Hvað er það stórt? (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Hvað er það stórt? sigraði hæfileikakeppni NFFA á haustmánuðum 1987 en keppnin var lengi árviss viðburður innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hljómsveitin var skipuð þeim Guðmundi Sigurðssyni gítarleikara, Loga Guðmundssyni trommuleikara, Hallgrími Guðmundssyni bassaleikara og Ómari Rögnvaldssyni gítarleikara. Hvað er það stórt? virðist ekki hafa starfað lengi eftir þennan sigur í…

Hvað (1978)

Hljómsveitin Hvað var skammlíf sveit sem starfaði á Fljótsdalshéraði í nokkra mánuði síðari hluta ársins 1978. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa hljómsveit, t.d. eru ekki upplýsingar um hvort einhver þeirra hafi verið í sönghlutverki…

Hvað sem er (1982-86)

Hljómsveitin Hvað sem er lék í nokkra mánuði í Duus húsi í Fishersundi sumarið 1986 og var þá skipuð þeim Rafni Sigurbjörnssyni, Pálma J. Sigurhjartarsyni og Ágústi Ragnarssyni, Pálmi hefur væntanlega leikið á hljómborð en hér er giskað á að Rafn hafi verið trommuleikari og Ágúst bassaleikari. Í umfjöllun um Hvað sem er á sínum…

Hátónsbarkakeppnin [tónlistarviðburður] (1988-)

Allt frá árinu 1988 hefur verið haldin söngkeppni í samstarfi félagsmiðstöðvarinnar Arnardals og grunnskólanna á Akranesi, Brekkjubæjarskóla og Grundaskóla undir nafninu Hátónsbarkakeppnin eða Hátónsbarkinn. Þessi keppni hafði lengi vel enga utanaðkomandi tengingu en eftir að Samfés hóf að standa fyrir söngkeppni Samfés hefur keppnin verið eins konar undankeppni fyrir Samfés keppnina. Hátónsbarkakeppnin var haldin í…

Hermann Fannar Valgarðsson (1980-2011)

Hermann Fannar Valgarðsson starfaði aldrei sem atvinnutónlistarmaður en hann kom að tónlist frá ýmsum hliðum um ævina. Hermann Fannar fæddist í Reykjavík snemma árs 1980 en var Hafnfirðingur í húð og hár og þekktur stuðningsmaður FH-inga, hann var hljómborðsleikari og tölvumaður í nokkrum hljómsveitum á unglingsárum sínum og þeirra á meðal voru Útópía, Nuance og…

Haukur Nikulásson (1955-2011)

Haukur Nikulásson er ekki með þekktustu tónlistarmönnum landsins en hann kom þó að íslenskri tónlist með ýmsum og ólíkum hætti. Haukur var fæddur haustið 1955 á Suðurnesjunum en flutti ungur til höfuðborgarsvæðisins og bjó þar alla ævi eftir það, hann vann ýmis störf en lengst var hann með eigin verslunarrekstur í tölvugeiranum. Haukur var jafnframt…

Afmælisbörn 4. júní 2025

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni í dag eru sjö talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur á sjötíu og átta ára afmæli í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtiprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum…

Afmælisbörn 3. júní 2025

Tvö afmælisbörn úr íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Dr. Franz Mixa (1902-94) hefði átt afmæli á þessum degi. Dr. Mixa sem kom frá Austurríki var einn þeirra fjölmörgu erlendra tónlistarmanna sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar og höfðu mikil áhrif hér. Hann kom hingað upphaflega til að stjórna hljómsveitum…

Afmælisbörn 2. júní 2025

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrsta afmælisbarn dagsins, hann er sjötíu og fimm ára gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan…

Afmælisbörn 1. júní 2025

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari er sextíu og sex ára gamall í dag. Ingólfur lék með fjölda þekktra og óþekktra sveita hér áður, fyrst með sveitum eins og Árbliki og Boy‘s brigade en síðar komu þekktari sveitir eins og Rikshaw, Loðin rotta (síðar Sköllótta músin), Pláhnetan…

Afmælisbörn 31. maí 2025

Átta tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Afmælisbörn 30. maí 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari (1944-2025) átti afmæli á þessum degi en hann lést fyrir skömmu. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og starfaði sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hlaut ennfremur ýmsar…

Afmælisbörn 29. maí 2025

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari og eftirherma er þrjátíu og sex ára gamall í dag. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni…

Hulda Emilsdóttir (1930-)

Hulda Emilsdóttir var kunn söngkona á sjötta áratug síðustu aldar og í upphafi þess sjöunda en hún söng fáein lög sem nutu vinsælda á sínum tíma, það var svo löngu síðar að gamlar upptökur með söng hennar voru gefnar út á plötum. Hulda fæddist austur á Eskifirði árið 1930 og bjó þar fyrstu tíu ár…

Hulda Emilsdóttir – Efni á plötum

Sigurður Ólafsson og Hulda Emilsdóttir – Tólfti september: Halló (tangó) / Bergmál hins liðna (vals) Útgefandi: Tónabandið Útgáfunúmer: TON101 Ár: 1960 1. Halló 2. Bergmál hins liðna Flytjendur: Sigurður Ólafsson – söngur Hulda Emilsdóttir – söngur hljómsveit undir stjórn Carls Billich: – Carl Billich – píanó – Karl Lilliendahl – gítar – Einar B. Waage – bassi – Árni Scheving – víbrafónn – Bragi…

Hryðjuverk (2003-08)

Harðkjarnapönksveit sem bar nafnið Hryðjuverk var starfrækt um nokkurra ára skeið snemma á þessari öld en var þó ekki mjög virk. Hryðjuverk kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003 og gæti þá hafa verið tiltölulega nýstofnuð, sveitin lék þá á fáeinum tónleikum m.a. í Hinu húsinu ásamt fleiri sveitum og um svipað leyti sendi hún…

Hryðjuverk – Efni á plötum

Hryðjuverk – Hryðjuverk? [ep] Útgefandi: Hryðjuverk records Útgáfunúmer: HRY 001 Ár: 2003 1. Brennum Keldur til grunna 2. Gjöf frá ríkisstjórn Íslands 3. Vatn 4. Til sölu 5. Totalidys 6. Stjaksettir stjórnmálamenn Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Patient zero / Hryðjuverk – Patient zero / Hryðjuverk [split plata] Útgefandi: Holy shit records Útgáfunúmer: HXS#1 Ár:…

Húnaver [tónlistartengdur staður / tónlistarviðburður] (1952-)

Félagsheimilið Húnaver í Austur-Húnavatnssýslu er með þekktustu samkomuhúsum landsins en þar hafa verið haldnir dansleikir og aðrir tónlistartengdir viðburðir í áratugi. Rétt eins og með önnur félagsheimili hefur dansleikjum þó fækkað mjög í húsinu og þar hefur ferðaþjónustan tekið við keflinu. Húnaver er með allra fyrstu stóru félagsheimilum landsins en húsið var byggt fljótlega eftir…

Húnvetningakórinn í Reykjavík (1966-78)

Húnvetningakórinn í Reykjavík er einn þriggja kóra sem starfað hafa á höfuðborgarsvæðinu í nafni Húnvetninga en einnig má nefna Söngfélagið Húna (1942-58) og Húnakórinn (1993-2018), þessi kór starfaði hins vegar á árunum 1966 til 78. Litlar upplýsingar er að finna um Húnvetningakórinn en hann starfaði líkast til innan Húnvetningafélagsins í Reykjavík, í heimild er talað…

Húrra [fjölmiðill] (1965-66)

Húrra var tímarit fyrir táninga og fjallaði einkum um tónlist, en blaðið kom út um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, á árunum 1965 og 66. Það var söngvarinn Haukur Morthens sem setti Húrra á laggirnar og var ritstjóri blaðsins en einnig skrifaði Þorsteinn Eggertsson í það. Í ritinu mátti m.a. finna greinar um erlenda tónlistarmenn…

Húsband Populus Tremula (2002-)

Hljómsveit sem gengið hefur undir nafninu Húsband Populus Tremula, hefur starfað á Akureyri um langt skeið án þess þó að um samfleytt samstarf hafi verið að ræða – og reyndar hafði hún verið til í yfir áratug þegar hún fyrst hlaut nafn sitt. Upphaf sveitarinnar má rekja allt til ársins 2002 þegar nokkrir tónlistarmenn á…

Húsband Havarí (2010)

Hið svokallaða Húsband Havarí mun hafa verið sett saman fyrir listahátíðina Villa Reykjavík sem haldin var sumarið 2010 en meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Örn Josephsson (Stafrænn Hákon), Bergur Andersen og Macio Moretti skipuðu. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit eða almennt um uppákomuna nema að það stóð til að þeir myndu…

Húsavíkurtríóið (1971-72)

Veturinn 1971 til 72 starfaði tríó innan Tónlistarskólans á Húsavík undir nafninu Húsavíkurtríóið en sveitin æfði undir handleiðslu Ladislav Vojta, tékknesks tónlistarkennara við skólann. Meðlimir Húsavíkurtríósins voru þau Katrín Sigurðardóttir píanóleikari, Þórhalla Arnljótsdóttir klarinettuleikari og Ásgeir Steingrímsson trompetleikari, þremenningarnir komu nokkuð fram opinberlega um veturinn og héldu m.a. sjálfstæða tónleika í Félagsheimilinu á Húsavík. Húsavíkurtríóið…

Húsdýrið (2000-04)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þungarokkshljómsveit sem gekk undir nafninu Húsdýrið og starfaði af því er virðist innan þungarokksklúbbsins Rándýrsins en sá klúbbur var starfræktur á árunum 1994 til 2004 að minnsta kosti – og er að öllum líkindum starfandi ennþá en starfsemi hans fer ekki hátt. Hljómsveitin Húsdýrið mun hafa troðið upp á árshátíðum…

Húsdraugarnir (1996-97)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Hólmavík undir lok síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1996 og 96 en sú sveit lék nokkuð á heimaslóðum, á Cafe Riis á Hólmavík um verslunarmannahelgarnar bæði árin en einnig á dansleik í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík sumarið 1996. Hér vantar upplýsingar um meðlimi og…

Afmælisbörn 28. maí 2025

Fimm afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sjötíu og sex ára gamall í dag. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…