Hin konunglega flugeldarokksveit (1981-83)

Hin konunglega flugeldarokksveit var eins konar pönkhljómsveit sem starfaði um nokkurt skeið á öndverðum níunda áratug síðustu aldar eða rétt um það leyti sem pönkbylgjan stóð yfir hér á landi. Hin konunglega flugeldarokksveit, sem var úr Breiðholtinu var líklega stofnuð haustið 1981 eða litlu síðar upp úr hljómsveitinni Ekki en fáar heimildir er að finna…