Naboens rockband (1984-88)

Hljómsveitin Naboens rockband starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar en kom örsjaldan fram opinberlega. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Már Ólafsson söngvari og gítarleikari, Ingi R. Ingason trommuleikari, Ægir Sævarsson bassaleikari og Friðrik Jónsson hljómborðsleikari. Naboens rockband hafði verið stofnuð 1984 (jafnvel 1985) en kom fyrst fram á sviði 1988, þá tvívegis.…