Heródes (1975-79)
Hljómsveitin Heródes frá Fáskrúðsfirði telst líklega hvorki til þekktustu sveita Austfjarða né landsins en sveitin var þó miðpunktur kostulegs hrepparígs milli Fáskrúðsfirðinga og Héraðsbúa á poppsíðum Dagblaðsins 1976 og 77 þar sem hverjum fannst sinn fugl fegurstur og aðrir ömurlegir, aðdáendur Heródesar og Völundar jusu þar ýmis lasti og lofi á sveitirnar svo úr varð…

