Silfurrefur (1998)

Hljómsveitin Silfurrefur átti sér líklega ekki langa sögu, sveitin tók þátt í Músíktilraunum vorið 1998 og var þá skipuð þremenningunum Ágústi Einari Einarssyni söngvara og gítarleikara, Einari Óla Kristóferssyni bassaleikara og Helga Davíð Ingasyni trommuleikara. Silfurrefur komst ekki áfram í úrslit og ekkert spurðist til þeirra að tilraununum loknum.