Hljómsveit Skafta Sigþórssonar (1953-56)

Tónlistarmaðurinn Skafti Sigþórsson starfrækti um miðbik sjötta áratugarins hljómsveit eða hljómsveitir því ekki virðist um samfellda sögu að ræða. Fyrsta hljómsveit Skafta Sigþórssonar lék sumarið 1953 í Þórscafe en engar upplýsingar eru tiltækar um skipan þeirrar sveitar. Ári síðar virðist sem Tage Möller píanóleikari, Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari, Ágúst Guðmundsson harmonikkuleikari, Lárus Jónsson trommuleikari og Skafti…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar (1969-71)

Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum 1970, líklega á árunum 1969 til 1971 en hún sérhæfði sig í gömlu dönsunum og virðist hafa leikið að mestu í Ingólfscafé, hún lék þó eitthvað á árshátíðum, þorrablótum og þess konar samkomum. Upplýsingar um Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar eru fremur takmarkaðar, Ágúst Guðmundsson var harmonikkuleikari…

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…