Hlífarkórinn (1954-)

Kór hefur verið starfandi innan kvenfélagsins Hlífar um langt árabil og er að öllum líkindum enn starfandi þó ekki finnist heimildir um starfsemi hans eftir 2018, kórinn gengur undir nafninu Hlífarkórinn. Kvenfélagið Hlíf á Ísafirði var stofnað árið 1910 og hefur síðan þá haldið utan um samsæti fyrir eldri borgara á Ísafirði en það mun…

Söngfjelagið úr Neðsta (1996-2001)

Sönghópur starfaði um fimm ára skeið um aldamótin 2000 á Ísafirði undir nafninu Söngfjelagið úr Neðsta. Söngfjelagið úr Neðsta mun hafa verið stofnað í Neðstakaupstað á Ísafirði vorið 1996 í tengslum við sumarhátíð fyrir vestan en hópurinn hlaut reyndar ekki nafn fyrr en um ári síðar, um páskana 1997 þegar hann kom fram á dagskrá…