Raddbandið [1] (1983)

Árið 1983 var starfandi sönghópur undir nafninu Raddbandið, og skemmti hann á ýmsum kosningasamkomum tengdum alþýðubandalaginu með baráttusöngvum eins og það var orðað í auglýsingum þess tíma. Engar upplýsingar finnast hins vegar um meðlimi eða fjölda þeirra sem skipuðu hópinn, eða um tilvist hans annars almennt.