Afmælisbörn 28. febrúar 2025

Afmælisbörnin eru átta á þessum degi: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er sjötíu og átta ára gömul í dag. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni og…

Hljóðfærahús Reykjavíkur [útgáfufyrirtæki / annað] (1916-)

Hljóðfærahús Reykjavíkur á sér sögu sem er ríflega aldar gömul en fyrirtækið var stofnað snemma á 20. öldinni og hefur alla tíð verið starfrækt sem hljóðfæraverslun en um tíma hafði það að geyma nokkrar deildir sem ekki voru allar tónlistartengdar. Ein þessara deilda var útgáfudeild en Hljóðfærahús Reykjavíkur var fyrsta útgáfufyrirtæki landsins og lengi vel…