Herramenn [2] (1988-)

Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki sló raunverulega í gegn árið 1988 eftir góðan árangur í Músíktilraunum Tónabæjar en fylgdi þeim árangri ekki eftir með viðeigandi hætti, sveitin gerði alla tíð út frá heimabænum Sauðárkróki og það kann að vera skýringin á því að hún varð ekki stærra nafn í poppinu. Sveitin hefur aldrei hætt störfum en…

Nítró [1] (1989-91)

Sveitaballahljómsveitin Nítró var stofnuð á Sauðárkróki 1989 og starfaði um tveggja ára skeið. Meðlimir þessara sveitar voru þeir Guðmunudur Jónbjörnsson söngvari, Baldvin Ingi Símonarson gítarleikari, Kristinn Kristjánsson bassaleikari, Arnar Kjartansson trommuleikari og Haukur Freyr Reynisson hljómborðsleikari. Nítró lék á dansleikjum og þá mestmegnis á norðanverðu landinu.