Afmælisbörn 6. apríl 2025

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari…

Heimska en samt sexý gospelbandið (2010)

Hljómsveit sem bar það einkennilega nafn Heimska en samt sexý gospelbandið var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010 en hafði þar reyndar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í keppninni. Meðlimir sveitarinnar sem var úr Garðabæ, voru þeir Ingi Freyr Guðjónsson söngvari og gítarleikari, Árni Guðjónsson píanóleikari, Arnar Rózenkrans trommuleikari, Arnór Víðisson bassaleikari, Daníel…