Honzby (1991)

Hljómsveitin Honzby var eins konar pönkrokksveit starfandi á Húsavík árið 1991 en meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum, reyndar markar þessi sveit upphaf hljómsveitaferla þeirra en þeir eiga þó mis stóran tónlistarferil að baki sem inniheldur hljómsveitir á borð við Skálmöld, Innvortis og Ljótu hálfvitana svo fáein dæmi séu nefnd. Meðlimir Honzby voru þeir Arngrímur…

Hommar (2009)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Hommar var starfrækt árið 2009 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún hafði þá verið starfandi. Meðlimir Homma voru allir Þingeyingar sem höfðu verið í sveitum eins og Ljótu hálfvitunum, Innvortis og fleiri böndum en það voru þeir Arngrímur Arnarson trommuleikari, bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir sem léku líklega á…

Torture [2] (1994)

Húsvíska dauðarokksveitin Torture keppti í Músíktilraunum vorið 1994, svolítið eftir að dauðarokksenan hafði náð hámarki hér á landi. Sveitin komst ekki í úrslit en meðlimir hennar voru Arngrímur Arnarson gítarleikari, Snæbjörn Ragnarsson gítarleikari, Brynjúlfur Sigurðsson söngvari og bassasleikari og Hlynur Þór Birgisson trommuleikari. Kjarni sveitarinnar átti eftir að birtast fáeinum árum síðar í pönksveitinni Innvortis.