Sérsveit Eyjafjarðar (2016)

Harmonikkuhljómsveit sem gekk undir nafninu Sérsveit Eyjafjarðar (jafnvel Sérsveitin) starfaði sumarið 2016 að minnsta kosti, á Akureyri eða þar í kring. Meðlimir þessarar sveitar voru Valberg Kristjánsson, Árni Ólafsson, Hörður Kristinsson og Agnes Harpa Jósavinsdóttir en þau voru öll harmonikkuleikarar.

Gaukar [1] (1969)

Karlakórinn Gaukar starfaði í Austur-Landeyjahreppi haustið 1969 og söng þá undir stjórn Árna Ólafssonar. Ekki finnast heimildir um hversu lengi þessi kór starfaði og er því hér með óskað efti frekari upplýsingum um karlakórinn Gauka.