Gabríel [3] (1990)

Blúshljómsveitin Gabríel kom fram í nokkur skipti árið 1990 á höfuðborgarsvæðinu en meðlimir sveitarinnar komu víða að af landsbyggðinni. Meðlimir Gabríels voru Ásgrímur Ásgrímsson trommuleikari, Björn Árnason bassaleikari, Leó Torfaon gítarleikari og Vignir Daðason söngvari. Sveitin virðist hafa verið fremur skammlíf.

Pentagon (1991-92)

Hljómsveitin Pentagon starfaði í nokkra mánuði 1991 og 92 á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð haustið 1991 upp úr Kormáki afa sem var skipuð sama mannskap en meðlimir sveitanna voru Pétur Hrafnsson söngvari, Sævar Árnason gítarleikari, Sigurður Ragnarsson hljómborðsleikari, Ásgrímur Ásgrímsson trommuleikari og Sævar Þór Sævarsson bassaleikari. Pentagon starfaði fram á vorið 1992.