Áslákur [2] (1979-81)
Hljómsveitin Áslákur starfaði á Egilsstöðum (ein heimild segir Hlöðum) um 1980. Sveitin mun að mestu hafa verið í sveitaballageiranum og var stofnuð haustið 1979, meðlimir hennar voru Sigurður Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Ragnar Á. Þorsteinsson trommuleikari og Stefán Snædal Bragason hljómborðsleikari. Viðar Aðalsteinsson var söngvari sveitarinnar um tíma. Hann söng þó ekki…
