Hljómsveit Hótel Heklu (1928-30)
Húshljómsveitir, líklega þrjár eða fjórar talsins störfuðu á Hótel Heklu sem staðsett var við Lækjartorg, í kringum 1930. Upplýsingar um þær sveitir eru þó afar takmarkaðar. Fyrst virðist hafa starfað hljómsveit á Hótel Heklu árið 1928 en um var að ræða sveit sem lék það sem kallað var kaffihúsatónlist auk þess að leika fyrir dansi…
