Bacchus [1] (1974)

Hljómsveit að nafni Bacchus var starfandi árið 1974 og var að öllum líkindum fyrsta íslenska sveitin sem bar þetta nafn vínguðsins úr grísk/rómversku goðafræðinni en nokkrar sveitir hafa starfað undir Bacchusar/Bakkusar nafninu. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi þessarar sveitar.

Bacchus [2] (um 1980)

Þeir félagar Bragi Ólafsson og Friðrik Erlingsson (sem síðar voru í Purrki Pillnikk, Sykurmolunum og fleiri sveitum) voru einhverju sinni í hljómsveitinni Bacchus (Bakkus). Þeir hafa líklega leikið á bassa og gítar í sveitinni og allt bendir til að Ólafur Árni Bjarnason (síðar óperusöngvari) hafi verið söngvari sveitarinnar. Ekki liggur fyrir hverjir fleiri skipuðu Bacchus…

Bacchus [3] (1992-93)

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær hljómsveitin Bacchus frá Selfossi og nágrenni var starfandi en það var a.m.k. á árunum 1992 og 93 en síðarnefnda árið var hún nokkuð virk í sunnlensku tónlistarsenunni sem þá var í gangi, og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar um vorið, lék á tónlistarhátíðinni Íslensk tónlist 1993 sem haldin var í Þjórsárdalnum…