Bældir tónar (1982-92)
Glatkistan óskar eftir upplýsingum um sönghóp eða karlakór sem starfaði í Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1986, hversu stór hann var, hversu lengi hann starfaði og hver stjórnaði honum. Svo virðist sem hann hafi starfað að minnsta kosti á árunum 1982 til 1992 því síðarnefnda árið var haldið upp á tíu ára afmæli hans.
