Bandamenn [1] (1990-91)
Ballhljómsveit starfaði á Akureyri 1990-91 undir nafninu Bandamenn og lagði áherslu á árshátíðir, þorrablót og þess konar mannamót. Meðlimir sveitarinnar voru Birgir Arason söngvari og bassaleikari, Haukur Pálmason trommuleikari, Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Pálmi Stefánsson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin lék alhliða danstónlist og gat skipt yfir í gömlu dansana ef því var að…