Bandamenn [1] (1990-91)

Ballhljómsveit starfaði á Akureyri 1990-91 undir nafninu Bandamenn og lagði áherslu á árshátíðir, þorrablót og þess konar mannamót. Meðlimir sveitarinnar voru Birgir Arason söngvari og bassaleikari, Haukur Pálmason trommuleikari, Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Pálmi Stefánsson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin lék alhliða danstónlist og gat skipt yfir í gömlu dansana ef því var að…

Bandamenn [2] (1991)

Dúettinn Bandamenn lék víða á krám höfuðborgarsvæðisins árið 1991 en virðist ekki hafa starfað lengi. Það voru þeir Gunnar Jónsson hljómborðsleikari og Ómar Hlynsson söngvari og gítarleikari sem skipuðu þennan dúett.

Bandamenn [3] (1993)

Sönghópur kom fram á söngskemmtun á Hvoli á Hvolsvelli sumarið 1993 og kallaði sig þar Bandamenn. Engar upplýsingar liggja fyrir aðrar en að hópinn skipuðu sjö manns, og frekari upplýsingar væru því vel þegnar.