Hólmfríður Benediktsdóttir (1950-)

Hólmfríður Benediktsdóttir hefur sett mikinn svip á tónlistarstarf í S-Þingeyjarsýslum síðustu áratugina, bæði sem söngkona og kórstjórnandi en hún hefur stjórnað ógrynni kóra af ýmsu tagi, einkum barnakórum í gegnum tíðina. Hólmfríður Sigrún Benediktsdóttir er fædd 1950 – hún er Húsvíkingur að uppruna en fór suður til Reykjavíkur, fyrst í kennara- og tónmenntakennaranám og svo…

Barnakór Húsavíkur [1] (1974-91)

Barnakór Húsavíkur starfaði á Húsavík í fjölmörg ár undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Kórinn var líklega stofnaður haustið 1974 og starfaði til ársins 1991 en lagðist þá í dvala. Hann var síðan endurvakinn mörgum árum síðar og var þá einnig undir stjórn Hólmfríðar. Upplýsingar eru afar takmarkaðar um þennan kór.