Hljómsveitakeppnin á Melgerðismelum [tónlistarviðburður] (1988)

Um verslunarmannahelgina 1988 var haldin útihátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði undir yfirskriftinni Fjör ´88 en á henni komu fram margar af vinsælustu hljómsveitum landsins á þeim tíma s.s. Skriðjöklar, Sálin hans Jóns míns, Sniglabandið og Stuðkompaníið. Hljómsveitakeppni var haldin á Melgerðismelum en slíkar keppnir höfðu notið mikilla vinsælda á Atlavíkurhátíðunum fáeinum árum fyrr. Reiknað hafði…

Bíó (1988-89)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Bíó sem starfaði að öllum líkindum á Akureyri 1988 og 1989, hugsanlega lengur en þessi sveit mun hafa keppt í hljómsveitakeppni á Melgerðismelum í Eyjafirði um verslunarmannahelgina 1988. Hér er óskað eftir upplýsingum um þá sem skipuðu sveitina, um hljóðfæraskipan hennar, starfstíma o.s.frv.