Hljómsveit Ágústs Ármanns [2] (1997-2011)

Árið 1997 var sett á laggirnar hljómsveit austur á Norðfirði sem átti næstu árin eftir að leika á dansleikjum og tónlistarsýningum í tengslum við öflugt tónlistarstarf Austfirðinga og einkum Norðfirðinga, þ.á.m. á Austfirðingaböllum í Reykjavík, slíkar sýningar höfðu þó verið settar á svið fyrir austan í fjölmörg ár á undan. Hljómsveitin eða hljómsveitirnar áttu það…

Bræðrabandalagið [2] (2000-03)

Bræðurnir Þorlákur Ægir og Bjarni Freyr Ágústssynir skipuðu dúettinn Bræðrabandalagið og komu fram undir því nafni um og eftir síðustu aldamót, allavega á árunum 2000 til 2003. Dúettinn var starfræktur fyrir austan, annað hvort á Egilsstöðum eða Norðfirði en upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Ozon (1990-)

Hljómsveitin Ozon (Ózon) starfaði á Norðfirði, upphaflega meðal nokkurra nemenda í Verkmenntaskóla Austurlands þar í bæ en sveitin var stofnuð árið 1990 upp úr tveimur hljómsveitum, Kannsky og Timburmönnum. Framan af voru það þeir Einar Ágúst Víðisson söngvari og gítarleikari, Daníel Arason hljómborðsleikari, Viðar Guðmundsson bassaleikari, Bjarni F. Ágústsson gítarleikari og söngvari og Marías B.…