Black boys (1941)

Hljómsveitin Black boys var starfrækt sumarið 1941 á Siglufirði en þar var hún húshljómsveit á Hótel Hvanneyri en slíkar hljómsveitir voru algengar á síldarárunum. Meðlimir Black boys voru Karl Karlsson trommuleikari, Gunnar Kristjánsson gítar- og harmonikkuleikari, Haraldur Guðmundsson banjó-, trompet- og fiðluleikari og Róbert Arnfinnsson (síðar leikari) sem lék á harmonikku og píanó.